„Það fer enginn lífvörður út í“ Rafn Ágúst Ragnarsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 7. ágúst 2025 21:08 Björn Ingi Jónsson, sviðsstjóri almannavarna hjá Lögreglunni á Suðurlandi. Sýn/Sigurjón Sérfræðingur í öryggismálum hjá Ferðamálastofu segir flókið verkefni að finna eina lausn á öryggismálum í Reynisfjöru. Fjaran sé á stöðugri hreyfingu og sjórinn svo svikull að ómögulegt væri að hafa þar lífvörð. Enginn, sama hversu vel þjálfaður, geti synt í land. Í kjölfar tveggja banaslysa sem urðu í Reynisfjöru árið 2021 og 2022 var settur af stað starfshópur til að bæta öryggisráðstafanir í fjörunni. Sett voru upp ljósaskilti, til að gefa merki um hvort fjaran væri örugg eða ekki, myndavélar og viðvörunarskilti. Banaslys varð í fjörunni síðastliðinn laugardag, í fyrsta sinn síðan öryggisráðstafanir voru bættar. Fjörukamburinn hefur smækkað á undanförnum árum.Sýn/Sigurjón „Árið 2022 þegar við unnum mest af þessari vinnu þá var fjörukamburinn fyrir framan stuðlabergskleppana einhverjir 15-20 metrar. Nú eru þetta 1-2 metrar að meðaltali,“ segir Björn Ingi Jónsson, sviðsstjóri almannavarna hjá Lögreglunni á Suðurlandi. „Fjaran þarna er svo rosalega kvik og í rauninni ekkert fast þarna undir,“ segir hann. Aldrei hægt að girða fjöruna alveg af Illa gangi oft að ná til ferðamanna, sem átti sig illa á hættunni. „Við lendum alveg í því þegar það verða svona óhöpp og við þurfum kannski að rýma svæði að það getur alveg ryent á. Fólk vill komast þrna niður eftir strax aftur áður en við erum búin að klára þau verkefni sem við þurfum að sinna. Fólk færir sig bara um 10-15 metra og er svo komið aftur til baka þrátt fyrir þessar aðstæður,“ segir Björn. Viðvörunarmörkin hafa verið lækkuð.Sýn/Sigurjón Starfshópurinn fundaði á þriðjudag og var þá tekin ákvörðun um að lækka mörkin fyrir því að viðvörunarljós verði sett á rautt í Reynisfjöru og henni verði lokað við útsýnispallinn með keðju og síðar meir slá. „Við náum náttúrulega aldrei að girða af fjöruna í heilu lagi. Fólk getur að sjálfsögðu farið fram hjá þessu hliði en það verður vel sýnilegt að það er ekki ætlast til að fólk geri það,“ segir Björn. Enginn lífvörður geti synt í land Vitni að banaslysinu lýstu því í viðtali við Morgunblaðið að starfsmaður hafi komið niður á strönd með björgunarhring en að reipið í hringnum hafi ekki verið nógu langt og það hafi verið nokkur reipi bundin saman svo það hefði auðveldlega geta slitnað. „Vandamálið þarna er að þú setur engan búnað i fjöruna. Og það tekur alltaf einhvern tíma fyrir búnaðinn að koma annars staðar frá,“ segir Dagbjartur Kr. Brynjarsson, sérfræðingur í öryggismálum hjá Ferðamálastofu. Dagbjartur Kr. Brynjarsson er sérfræðingur í öryggismálum hjá Ferðamálastofu.Sýn/Sigurjón Erfitt sé að finna björgunarbúnað sem henti vel erfiðum aðstæðum í Reynisfjöru. Lögregla hafi reynt að vera með mannskap á vakt í fjörunni en það hafi ekki skilað þeim árangri sem vonast var eftir. „Það fer enginn lífvörður út í með rauðan kút eins og í Baywatch. Þú getur ekki synt í land. Þó þú sért vel þjálfaður geturðu ekki synt í land,“ segir Dagbjartur. Reynisfjara Lögreglumál Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Mýrdalshreppur Slysavarnir Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Í kjölfar tveggja banaslysa sem urðu í Reynisfjöru árið 2021 og 2022 var settur af stað starfshópur til að bæta öryggisráðstafanir í fjörunni. Sett voru upp ljósaskilti, til að gefa merki um hvort fjaran væri örugg eða ekki, myndavélar og viðvörunarskilti. Banaslys varð í fjörunni síðastliðinn laugardag, í fyrsta sinn síðan öryggisráðstafanir voru bættar. Fjörukamburinn hefur smækkað á undanförnum árum.Sýn/Sigurjón „Árið 2022 þegar við unnum mest af þessari vinnu þá var fjörukamburinn fyrir framan stuðlabergskleppana einhverjir 15-20 metrar. Nú eru þetta 1-2 metrar að meðaltali,“ segir Björn Ingi Jónsson, sviðsstjóri almannavarna hjá Lögreglunni á Suðurlandi. „Fjaran þarna er svo rosalega kvik og í rauninni ekkert fast þarna undir,“ segir hann. Aldrei hægt að girða fjöruna alveg af Illa gangi oft að ná til ferðamanna, sem átti sig illa á hættunni. „Við lendum alveg í því þegar það verða svona óhöpp og við þurfum kannski að rýma svæði að það getur alveg ryent á. Fólk vill komast þrna niður eftir strax aftur áður en við erum búin að klára þau verkefni sem við þurfum að sinna. Fólk færir sig bara um 10-15 metra og er svo komið aftur til baka þrátt fyrir þessar aðstæður,“ segir Björn. Viðvörunarmörkin hafa verið lækkuð.Sýn/Sigurjón Starfshópurinn fundaði á þriðjudag og var þá tekin ákvörðun um að lækka mörkin fyrir því að viðvörunarljós verði sett á rautt í Reynisfjöru og henni verði lokað við útsýnispallinn með keðju og síðar meir slá. „Við náum náttúrulega aldrei að girða af fjöruna í heilu lagi. Fólk getur að sjálfsögðu farið fram hjá þessu hliði en það verður vel sýnilegt að það er ekki ætlast til að fólk geri það,“ segir Björn. Enginn lífvörður geti synt í land Vitni að banaslysinu lýstu því í viðtali við Morgunblaðið að starfsmaður hafi komið niður á strönd með björgunarhring en að reipið í hringnum hafi ekki verið nógu langt og það hafi verið nokkur reipi bundin saman svo það hefði auðveldlega geta slitnað. „Vandamálið þarna er að þú setur engan búnað i fjöruna. Og það tekur alltaf einhvern tíma fyrir búnaðinn að koma annars staðar frá,“ segir Dagbjartur Kr. Brynjarsson, sérfræðingur í öryggismálum hjá Ferðamálastofu. Dagbjartur Kr. Brynjarsson er sérfræðingur í öryggismálum hjá Ferðamálastofu.Sýn/Sigurjón Erfitt sé að finna björgunarbúnað sem henti vel erfiðum aðstæðum í Reynisfjöru. Lögregla hafi reynt að vera með mannskap á vakt í fjörunni en það hafi ekki skilað þeim árangri sem vonast var eftir. „Það fer enginn lífvörður út í með rauðan kút eins og í Baywatch. Þú getur ekki synt í land. Þó þú sért vel þjálfaður geturðu ekki synt í land,“ segir Dagbjartur.
Reynisfjara Lögreglumál Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Mýrdalshreppur Slysavarnir Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira