Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. ágúst 2025 10:49 Fjöldi fólks var á ströndinni þennan dag. Raiko Suurna Eistnesk hjón, sem voru stödd í Reynisfjöru þegar banaslys varð þar um síðustu helgi, telja að hugmyndir um mannaða vakt í fjörunni myndu litlu skila. Ferðamenn myndu einungis fyllast falskri öryggistilfinningu og verða kærulausari. Raiko Suurna og eiginkona hans Aivi Murd-Murulauk voru á ferðalagi um Ísland í síðustu viku ásamt börnum sínum, bróður Raiko og fjölskyldu hans. Á laugardag lá leið þeirra í Reynisfjöru en hvassviðri hafði gengið yfir landið nóttina áður og enn var veður vont. Fréttu af hættunum eftir á Bílastæðið næst fjörunni var fullt þannig að fjölskyldurnar þurftu að leggja aðeins lengra í burtu. Þau lentu í vandræðum með greiðslukerfi Parka og skiptist því hópurinn upp. Sex úr átta manna hópi fóru niður á strönd á meðan Aivi og dóttir hennar reyndu að finna út úr bílastæðamálum. „Við sáum skiltin en fólk stóð fyrir framan það þannig að við þurftum að bíða eftir að komast nær. Ég las ekki allt skiltið en ég tók eftir að það var gul viðvörun og varað við ólagsöldum. Það er það eina sem ég man,“ segir Aivi. Raiko segist bara muna eftir að hafa tekið eftir gula ljósinu og hafa metið það svo að hættan væri miðlungs. Krakkarnir voru hugfangnir af öldunum.Raiko Suurna „Ég held að 90 prósent fólks átti sig ekki á hættunni sem stafar þarna að og lesi ekki skiltin,“ segir Raiko. „Við lásum fréttir um að þetta væri hættulegasta strönd Íslands eftir slysið. Þetta var á listanum yfir staði sem við vildum heimsækja en við vissum ekkert um ströndina. Við vildum bara taka fallegar myndir.“ Börnin hlupu á eftir öldunum Fjölskyldurnar voru búnar að vera í Reynisfjöru um nokkra hríð, taka myndir og virða fyrir sér stuðlabergið þegar slysið varð. „Ég og dóttir mín vorum búnar að reyna að segja okkar fjölskyldu að snúa ekki baki í sjóinn og fylgjast vel með öldunum. Börnin voru auðvitað mjög hrifin af því að hlaupa á eftir öldunum,“ segir Aivi. Fjölskyldan stillti sér upp, eins og margir, á stuðlaberginu.Raiko Suurna „Svo fórum við nær stuðlaberginu, af því að það er auðvitað mjög fallegt. Við vissum ekki að stuðlabergið sé friðað og það megi ekki klifra á því. Við komumst að því síðar. Við tókum myndir þar og á klettaveggnum var fullt af fólki. Við þurftum að bíða róleg eftir að komast að.“ „Fólk bara stóð þarna“ Börnin og mæðurnar hafi verið komin með nóg og verið farin að fikra sig aftur í átt að bílnum. Raiko og bróðir hans hafi staðið enn við stuðlabergið til að taka myndir. „Það var hryllilegt að fylgjast með þessu. Heilinn slökkti gjörsamlega á sér. Mig langaði að gera eitthvað en það var ekkert hægt að gera. Það var hræðilegt að fylgjast með þessum hræðilega hlut eiga sér stað og það er ekkert hægt að gera,“ segir Raiko. Raiko náði þessari mynd af bróður sínum á stuðlaberginu og öldunum sem börðu á því rétt áður en slysið varð.Raiko Suurna Hann hafi hlaupið til foreldra stúlkunnar, sem voru blaut og hrakin eftir að öldurnar skullu á þeim í hellinum hinu megin við stuðlabergið. Bræðurnir reyndu svo að halda aftur af foreldrunum svo þau færu ekki sjálf í sjóinn. „Ég held ég hafi síðan hlaupið til annars fólks til að biðja þau um að sækja hjálp en fólk stóð bara þarna. Ég held að fæstir hafi áttað sig á því hvað var í gangi,“ segir Raiko. Áttuðu sig ekki á alvarleikanum Aivi segist sjálf ekki hafa áttað sig á aðstæðum. Þær hafi staðið í nokkurri fjarlægð með börnin og séð að bræðurnir höguðu sér ekki eins og venjulega en ekki skilið alvarleika stöðunnar. Fyrst hafi þær talið að fullorðinn maður hefði fallið í sjóinn. „Auðvitað var það svo milljón sinnum verra þegar við áttuðum okkur að þetta væri lítið barn,“ segir Aivi. Hún og svilkona hennar hafi svo hlúð að systur stúlkunnar, sem hágrét og kallaði nafn systur sinnar. Á sama tíma mætti starfsmaður með björgunarkút, sem dugði hvergi nærri til. Foreldrarnir hafi jafnframt reynt að sýna stúlkunni hvernig hún gæti haldið sér á floti. Aivi segist steinhissa á því hversu sterk stúlkan var og hversu lengi henni tókst að fljóta. „En svo hvarf hún bara í öldurótinu og sást ekki aftur.“ Hafa litla trú á mannaðri vakt Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra sagði í fréttum fyrr í vikunni að til alvarlegrar skoðunar sé að hafa mannaða vakt í fjörunni, og fleiri hafa kallað eftir því sama. Raiko og Aivi hafa litla trú á að það myndi nokkru skila. Ferðamenn streymdu í fjöruna þrátt fyrir að björgunarsveitir væru mættar á staðinn.Raiko Suurna „Það gæti mögulega hjálpað en það er ekki hægt að hafa vakt þarna allan sólarhringinn. Fólk myndi hvort eð er læðast þarna inn á kvöldin. Fólk sækist eftir spennu og ef það sér lífvörð þá gæti það vakið falska öryggistilfinningu. Fólk yrði enn áhættusæknara vegna þess að það teldi sig öruggt. Fólk áttar sig ekki á því að lífvörður gæti ekki bjargað þeim úr þessum öldum,“ segja þau. „Ég held það þurfi skýrari skilti og betri upplýsingamiðlun. Við höfum verið að ræða þetta síðustu daga og vitum ekki enn hver lausnin væri. Fólk þarf að fá að vita hvað getur gerst á þessari strönd. Upplýsingarnar um ólagsöldurnar voru mjög lágt á skiltinu og fólk stóð fyrir. Það þarf skýrari merki um þessar öldur. Kannski myndband eða eitthvað.“ Sækja aðstoð hjá sálfræðingi Hjónin sækja nú bæði tíma hjá sálfræðingi og segjast hafa rætt slysið mikið við börnin sín. Börnin muni einnig fara til sálfræðings á næstunni til að vinna úr upplifuninni. „Þetta er eitthvað sem maður getur ekki ímyndað ser en getur samt komið fyrir hvern sem er. Ég auðvitað vildi aldrei vera foreldrið sem gengur í gegnum þetta. Heimurinn endaði fyrir þau þennan dag. Við munum jafna okkur en ég vona að foreldrarnir fái einhverja hjálp. En það mun ekki færa þeim barnið þeirra aftur. Allur missir er of mikill.“ Reynisfjara Mýrdalshreppur Ferðaþjónusta Tengdar fréttir „Það fer enginn lífvörður út í“ Sérfræðingur í öryggismálum hjá Ferðamálastofu segir flókið verkefni að finna eina lausn á öryggismálum í Reynisfjöru. Fjaran sé á stöðugri hreyfingu og sjórinn svo svikull að ómögulegt væri að hafa þar lífvörð. Enginn, sama hversu vel þjálfaður, geti synt í land. 7. ágúst 2025 21:08 Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Sérfræðingur á sviði öryggismála hjá Ferðamálastofu hefur mikla trú á að þær aðgerðir sem landeigendur Reynisfjöru ákváðu að grípa til í gær muni koma til með að bæta öryggi töluvert á svæðinu. Hann segir að kjarninn í góðum gæða -og öryggiskerfum sé að rýna hvað betur megi gera þegar slys verða. 6. ágúst 2025 12:44 Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Hanna Katrín Friðriksson, ráðherra ferðamála, er slegin vegna banaslyssins í Reynisfjöru um liðna helgi og segir að eitt af því sem sé til alvarlegrar skoðunar sé að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru þegar aðstæður eru slæmar. 5. ágúst 2025 20:42 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Raiko Suurna og eiginkona hans Aivi Murd-Murulauk voru á ferðalagi um Ísland í síðustu viku ásamt börnum sínum, bróður Raiko og fjölskyldu hans. Á laugardag lá leið þeirra í Reynisfjöru en hvassviðri hafði gengið yfir landið nóttina áður og enn var veður vont. Fréttu af hættunum eftir á Bílastæðið næst fjörunni var fullt þannig að fjölskyldurnar þurftu að leggja aðeins lengra í burtu. Þau lentu í vandræðum með greiðslukerfi Parka og skiptist því hópurinn upp. Sex úr átta manna hópi fóru niður á strönd á meðan Aivi og dóttir hennar reyndu að finna út úr bílastæðamálum. „Við sáum skiltin en fólk stóð fyrir framan það þannig að við þurftum að bíða eftir að komast nær. Ég las ekki allt skiltið en ég tók eftir að það var gul viðvörun og varað við ólagsöldum. Það er það eina sem ég man,“ segir Aivi. Raiko segist bara muna eftir að hafa tekið eftir gula ljósinu og hafa metið það svo að hættan væri miðlungs. Krakkarnir voru hugfangnir af öldunum.Raiko Suurna „Ég held að 90 prósent fólks átti sig ekki á hættunni sem stafar þarna að og lesi ekki skiltin,“ segir Raiko. „Við lásum fréttir um að þetta væri hættulegasta strönd Íslands eftir slysið. Þetta var á listanum yfir staði sem við vildum heimsækja en við vissum ekkert um ströndina. Við vildum bara taka fallegar myndir.“ Börnin hlupu á eftir öldunum Fjölskyldurnar voru búnar að vera í Reynisfjöru um nokkra hríð, taka myndir og virða fyrir sér stuðlabergið þegar slysið varð. „Ég og dóttir mín vorum búnar að reyna að segja okkar fjölskyldu að snúa ekki baki í sjóinn og fylgjast vel með öldunum. Börnin voru auðvitað mjög hrifin af því að hlaupa á eftir öldunum,“ segir Aivi. Fjölskyldan stillti sér upp, eins og margir, á stuðlaberginu.Raiko Suurna „Svo fórum við nær stuðlaberginu, af því að það er auðvitað mjög fallegt. Við vissum ekki að stuðlabergið sé friðað og það megi ekki klifra á því. Við komumst að því síðar. Við tókum myndir þar og á klettaveggnum var fullt af fólki. Við þurftum að bíða róleg eftir að komast að.“ „Fólk bara stóð þarna“ Börnin og mæðurnar hafi verið komin með nóg og verið farin að fikra sig aftur í átt að bílnum. Raiko og bróðir hans hafi staðið enn við stuðlabergið til að taka myndir. „Það var hryllilegt að fylgjast með þessu. Heilinn slökkti gjörsamlega á sér. Mig langaði að gera eitthvað en það var ekkert hægt að gera. Það var hræðilegt að fylgjast með þessum hræðilega hlut eiga sér stað og það er ekkert hægt að gera,“ segir Raiko. Raiko náði þessari mynd af bróður sínum á stuðlaberginu og öldunum sem börðu á því rétt áður en slysið varð.Raiko Suurna Hann hafi hlaupið til foreldra stúlkunnar, sem voru blaut og hrakin eftir að öldurnar skullu á þeim í hellinum hinu megin við stuðlabergið. Bræðurnir reyndu svo að halda aftur af foreldrunum svo þau færu ekki sjálf í sjóinn. „Ég held ég hafi síðan hlaupið til annars fólks til að biðja þau um að sækja hjálp en fólk stóð bara þarna. Ég held að fæstir hafi áttað sig á því hvað var í gangi,“ segir Raiko. Áttuðu sig ekki á alvarleikanum Aivi segist sjálf ekki hafa áttað sig á aðstæðum. Þær hafi staðið í nokkurri fjarlægð með börnin og séð að bræðurnir höguðu sér ekki eins og venjulega en ekki skilið alvarleika stöðunnar. Fyrst hafi þær talið að fullorðinn maður hefði fallið í sjóinn. „Auðvitað var það svo milljón sinnum verra þegar við áttuðum okkur að þetta væri lítið barn,“ segir Aivi. Hún og svilkona hennar hafi svo hlúð að systur stúlkunnar, sem hágrét og kallaði nafn systur sinnar. Á sama tíma mætti starfsmaður með björgunarkút, sem dugði hvergi nærri til. Foreldrarnir hafi jafnframt reynt að sýna stúlkunni hvernig hún gæti haldið sér á floti. Aivi segist steinhissa á því hversu sterk stúlkan var og hversu lengi henni tókst að fljóta. „En svo hvarf hún bara í öldurótinu og sást ekki aftur.“ Hafa litla trú á mannaðri vakt Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra sagði í fréttum fyrr í vikunni að til alvarlegrar skoðunar sé að hafa mannaða vakt í fjörunni, og fleiri hafa kallað eftir því sama. Raiko og Aivi hafa litla trú á að það myndi nokkru skila. Ferðamenn streymdu í fjöruna þrátt fyrir að björgunarsveitir væru mættar á staðinn.Raiko Suurna „Það gæti mögulega hjálpað en það er ekki hægt að hafa vakt þarna allan sólarhringinn. Fólk myndi hvort eð er læðast þarna inn á kvöldin. Fólk sækist eftir spennu og ef það sér lífvörð þá gæti það vakið falska öryggistilfinningu. Fólk yrði enn áhættusæknara vegna þess að það teldi sig öruggt. Fólk áttar sig ekki á því að lífvörður gæti ekki bjargað þeim úr þessum öldum,“ segja þau. „Ég held það þurfi skýrari skilti og betri upplýsingamiðlun. Við höfum verið að ræða þetta síðustu daga og vitum ekki enn hver lausnin væri. Fólk þarf að fá að vita hvað getur gerst á þessari strönd. Upplýsingarnar um ólagsöldurnar voru mjög lágt á skiltinu og fólk stóð fyrir. Það þarf skýrari merki um þessar öldur. Kannski myndband eða eitthvað.“ Sækja aðstoð hjá sálfræðingi Hjónin sækja nú bæði tíma hjá sálfræðingi og segjast hafa rætt slysið mikið við börnin sín. Börnin muni einnig fara til sálfræðings á næstunni til að vinna úr upplifuninni. „Þetta er eitthvað sem maður getur ekki ímyndað ser en getur samt komið fyrir hvern sem er. Ég auðvitað vildi aldrei vera foreldrið sem gengur í gegnum þetta. Heimurinn endaði fyrir þau þennan dag. Við munum jafna okkur en ég vona að foreldrarnir fái einhverja hjálp. En það mun ekki færa þeim barnið þeirra aftur. Allur missir er of mikill.“
Reynisfjara Mýrdalshreppur Ferðaþjónusta Tengdar fréttir „Það fer enginn lífvörður út í“ Sérfræðingur í öryggismálum hjá Ferðamálastofu segir flókið verkefni að finna eina lausn á öryggismálum í Reynisfjöru. Fjaran sé á stöðugri hreyfingu og sjórinn svo svikull að ómögulegt væri að hafa þar lífvörð. Enginn, sama hversu vel þjálfaður, geti synt í land. 7. ágúst 2025 21:08 Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Sérfræðingur á sviði öryggismála hjá Ferðamálastofu hefur mikla trú á að þær aðgerðir sem landeigendur Reynisfjöru ákváðu að grípa til í gær muni koma til með að bæta öryggi töluvert á svæðinu. Hann segir að kjarninn í góðum gæða -og öryggiskerfum sé að rýna hvað betur megi gera þegar slys verða. 6. ágúst 2025 12:44 Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Hanna Katrín Friðriksson, ráðherra ferðamála, er slegin vegna banaslyssins í Reynisfjöru um liðna helgi og segir að eitt af því sem sé til alvarlegrar skoðunar sé að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru þegar aðstæður eru slæmar. 5. ágúst 2025 20:42 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
„Það fer enginn lífvörður út í“ Sérfræðingur í öryggismálum hjá Ferðamálastofu segir flókið verkefni að finna eina lausn á öryggismálum í Reynisfjöru. Fjaran sé á stöðugri hreyfingu og sjórinn svo svikull að ómögulegt væri að hafa þar lífvörð. Enginn, sama hversu vel þjálfaður, geti synt í land. 7. ágúst 2025 21:08
Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Sérfræðingur á sviði öryggismála hjá Ferðamálastofu hefur mikla trú á að þær aðgerðir sem landeigendur Reynisfjöru ákváðu að grípa til í gær muni koma til með að bæta öryggi töluvert á svæðinu. Hann segir að kjarninn í góðum gæða -og öryggiskerfum sé að rýna hvað betur megi gera þegar slys verða. 6. ágúst 2025 12:44
Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Hanna Katrín Friðriksson, ráðherra ferðamála, er slegin vegna banaslyssins í Reynisfjöru um liðna helgi og segir að eitt af því sem sé til alvarlegrar skoðunar sé að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru þegar aðstæður eru slæmar. 5. ágúst 2025 20:42