Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Atli Ísleifsson skrifar 26. ágúst 2025 13:56 Landeigendur hafa rekið ferðamenn úr fjörunni í morgun. Vísir Mikið hefur verið um að ferðamenn hafi farið niður í Reynisfjöru í morgun – framhjá hliðinu og viðvörunarskiltum – þrátt fyrir að rauða ljósið hafi logað. Landeigandi segir fólk með því vera að taka mjög meðvitaða ákvörðun um að setja sig í hættu. Mjög hvasst hefur verið á Suðurlandi í dag þar sem leifar fellibylsins Erin hafa herjað á landið. Gul viðvörun er í gildi bæði á Suður- og Suðausturlandi vegna hvassviðrisins. Ragnhildur Hrund Jónsdóttir ábúandi í Prestshúsum og landeigandi í Reynisfjöru.Vísir/Sigurjón Fjörunni lokað fyrr í dag Ragnhildur Hrund Jónsdóttir, ábúandi í Prestshúsum og landeigandi í Reynisfjöru, segir í samtali við fréttastofu að hliðinu niður í fjöru hafi verið lokað fyrr í dag vegna hættunnar í fjörunni. „Maðurinn minn var þarna og rak fólk til baka. Við erum að reyna að hefta för fólks eins og við getum niður í fjöru, en fólk er þarna að setja sig í mjög meðvitaða hættu þegar það fer þangað niður. Framhjá viðvörunarskiltum, rauðu ljósi og lokuðu hliðinu,“ segir Ragnhildur. Myndband sem leiðsögumaðurinn Roger Niell tók í Reynisfjöru um hálf eitt í dag sýnir lítil viðbrögð ferðamanna við rauðu ljósi. Ljósið á að koma í veg fyrir að fólk komi sér í hættu við erfiðar veðuraðstæður. Aðgerðirnar hafi skilað árangri Ragnhildur Hrund segist viss um að þær aðgerðir sem gripið var til fyrr í sumar að bæta öryggi hafi að einhverju leyti skilað árangi. Ákveðið var að koma fyrir hliði, bæta við vefmyndavélum og þræða göngustíga þannig að fara þurfi framhjá viðvörunarskiltum til að fara niður í fjöruna. Var það gert eftir að níu ára gömul stúlka frá Þýskalandi lést eftir að alda í Reynisfjöru hrifsaði hana með sér. Þá var sömuleiðis tekin ákvörðun um að lækka mörkin fyrir því að viðvörunarljós verði sett á rautt í fjörunni, en þegar það er gert er fjörunni lokað. Ragnhildur Hrund segir að á vefmyndavélunum megi sjá að fjöldinn fyrir neðan lokunina sé síbreytilegur. Flestir fari þó að fyrirmælum og virði fjöruna fyrir sér af pallinum þegar lokað er niður í fjöru. „En ég held að það hafi verið að virka eitthvað – þær aðgerðir sem gripið var til í sumar. Nú þegar hliðið er komið þá er lítið sem fólk getur afsakað sig með. Það er að setja sig í hættu sjálft og taka meðvitaða ákvörðun um að fara þangað,“ segir Ragnhildur Hrund. Hlíf Ingibjörnsdóttir leiðsögumaður varð vitni að því klukkan átta í morgun í Reynisfjöru að aðeins blikkaði gult ljós þrátt fyrir úfinn sjó og mikla öldu. Sjá má myndbandið að neðan. Viðvörunarskilti í Reynisfjöru.Hlíf Ingibjörnsdóttir Reynisfjara Öryggi á ferðamannastöðum Ferðaþjónusta Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Rautt ljós mun loga 30 prósent oftar í Reynisfjöru eftir endurmat á hættustigum. Nýju viðvörunarskilti var komið upp í fjörunni á laugardag. 11. ágúst 2025 06:24 Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Sérfræðingur á sviði öryggismála hjá Ferðamálastofu hefur mikla trú á að þær aðgerðir sem landeigendur Reynisfjöru ákváðu að grípa til í gær muni koma til með að bæta öryggi töluvert á svæðinu. Hann segir að kjarninn í góðum gæða -og öryggiskerfum sé að rýna hvað betur megi gera þegar slys verða. 6. ágúst 2025 12:44 Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Hanna Katrín Friðriksson, ráðherra ferðamála, er slegin vegna banaslyssins í Reynisfjöru um liðna helgi og segir að eitt af því sem sé til alvarlegrar skoðunar sé að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru þegar aðstæður eru slæmar. 5. ágúst 2025 20:42 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Mjög hvasst hefur verið á Suðurlandi í dag þar sem leifar fellibylsins Erin hafa herjað á landið. Gul viðvörun er í gildi bæði á Suður- og Suðausturlandi vegna hvassviðrisins. Ragnhildur Hrund Jónsdóttir ábúandi í Prestshúsum og landeigandi í Reynisfjöru.Vísir/Sigurjón Fjörunni lokað fyrr í dag Ragnhildur Hrund Jónsdóttir, ábúandi í Prestshúsum og landeigandi í Reynisfjöru, segir í samtali við fréttastofu að hliðinu niður í fjöru hafi verið lokað fyrr í dag vegna hættunnar í fjörunni. „Maðurinn minn var þarna og rak fólk til baka. Við erum að reyna að hefta för fólks eins og við getum niður í fjöru, en fólk er þarna að setja sig í mjög meðvitaða hættu þegar það fer þangað niður. Framhjá viðvörunarskiltum, rauðu ljósi og lokuðu hliðinu,“ segir Ragnhildur. Myndband sem leiðsögumaðurinn Roger Niell tók í Reynisfjöru um hálf eitt í dag sýnir lítil viðbrögð ferðamanna við rauðu ljósi. Ljósið á að koma í veg fyrir að fólk komi sér í hættu við erfiðar veðuraðstæður. Aðgerðirnar hafi skilað árangri Ragnhildur Hrund segist viss um að þær aðgerðir sem gripið var til fyrr í sumar að bæta öryggi hafi að einhverju leyti skilað árangi. Ákveðið var að koma fyrir hliði, bæta við vefmyndavélum og þræða göngustíga þannig að fara þurfi framhjá viðvörunarskiltum til að fara niður í fjöruna. Var það gert eftir að níu ára gömul stúlka frá Þýskalandi lést eftir að alda í Reynisfjöru hrifsaði hana með sér. Þá var sömuleiðis tekin ákvörðun um að lækka mörkin fyrir því að viðvörunarljós verði sett á rautt í fjörunni, en þegar það er gert er fjörunni lokað. Ragnhildur Hrund segir að á vefmyndavélunum megi sjá að fjöldinn fyrir neðan lokunina sé síbreytilegur. Flestir fari þó að fyrirmælum og virði fjöruna fyrir sér af pallinum þegar lokað er niður í fjöru. „En ég held að það hafi verið að virka eitthvað – þær aðgerðir sem gripið var til í sumar. Nú þegar hliðið er komið þá er lítið sem fólk getur afsakað sig með. Það er að setja sig í hættu sjálft og taka meðvitaða ákvörðun um að fara þangað,“ segir Ragnhildur Hrund. Hlíf Ingibjörnsdóttir leiðsögumaður varð vitni að því klukkan átta í morgun í Reynisfjöru að aðeins blikkaði gult ljós þrátt fyrir úfinn sjó og mikla öldu. Sjá má myndbandið að neðan. Viðvörunarskilti í Reynisfjöru.Hlíf Ingibjörnsdóttir
Reynisfjara Öryggi á ferðamannastöðum Ferðaþjónusta Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Rautt ljós mun loga 30 prósent oftar í Reynisfjöru eftir endurmat á hættustigum. Nýju viðvörunarskilti var komið upp í fjörunni á laugardag. 11. ágúst 2025 06:24 Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Sérfræðingur á sviði öryggismála hjá Ferðamálastofu hefur mikla trú á að þær aðgerðir sem landeigendur Reynisfjöru ákváðu að grípa til í gær muni koma til með að bæta öryggi töluvert á svæðinu. Hann segir að kjarninn í góðum gæða -og öryggiskerfum sé að rýna hvað betur megi gera þegar slys verða. 6. ágúst 2025 12:44 Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Hanna Katrín Friðriksson, ráðherra ferðamála, er slegin vegna banaslyssins í Reynisfjöru um liðna helgi og segir að eitt af því sem sé til alvarlegrar skoðunar sé að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru þegar aðstæður eru slæmar. 5. ágúst 2025 20:42 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Rautt ljós mun loga 30 prósent oftar í Reynisfjöru eftir endurmat á hættustigum. Nýju viðvörunarskilti var komið upp í fjörunni á laugardag. 11. ágúst 2025 06:24
Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Sérfræðingur á sviði öryggismála hjá Ferðamálastofu hefur mikla trú á að þær aðgerðir sem landeigendur Reynisfjöru ákváðu að grípa til í gær muni koma til með að bæta öryggi töluvert á svæðinu. Hann segir að kjarninn í góðum gæða -og öryggiskerfum sé að rýna hvað betur megi gera þegar slys verða. 6. ágúst 2025 12:44
Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Hanna Katrín Friðriksson, ráðherra ferðamála, er slegin vegna banaslyssins í Reynisfjöru um liðna helgi og segir að eitt af því sem sé til alvarlegrar skoðunar sé að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru þegar aðstæður eru slæmar. 5. ágúst 2025 20:42