Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Atli Ísleifsson skrifar 26. ágúst 2025 13:56 Landeigendur hafa rekið ferðamenn úr fjörunni í morgun. Vísir Mikið hefur verið um að ferðamenn hafi farið niður í Reynisfjöru í morgun – framhjá hliðinu og viðvörunarskiltum – þrátt fyrir að rauða ljósið hafi logað. Landeigandi segir fólk með því vera að taka mjög meðvitaða ákvörðun um að setja sig í hættu. Mjög hvasst hefur verið á Suðurlandi í dag þar sem leifar fellibylsins Erin hafa herjað á landið. Gul viðvörun er í gildi bæði á Suður- og Suðausturlandi vegna hvassviðrisins. Ragnhildur Hrund Jónsdóttir ábúandi í Prestshúsum og landeigandi í Reynisfjöru.Vísir/Sigurjón Fjörunni lokað fyrr í dag Ragnhildur Hrund Jónsdóttir, ábúandi í Prestshúsum og landeigandi í Reynisfjöru, segir í samtali við fréttastofu að hliðinu niður í fjöru hafi verið lokað fyrr í dag vegna hættunnar í fjörunni. „Maðurinn minn var þarna og rak fólk til baka. Við erum að reyna að hefta för fólks eins og við getum niður í fjöru, en fólk er þarna að setja sig í mjög meðvitaða hættu þegar það fer þangað niður. Framhjá viðvörunarskiltum, rauðu ljósi og lokuðu hliðinu,“ segir Ragnhildur. Myndband sem leiðsögumaðurinn Roger Niell tók í Reynisfjöru um hálf eitt í dag sýnir lítil viðbrögð ferðamanna við rauðu ljósi. Ljósið á að koma í veg fyrir að fólk komi sér í hættu við erfiðar veðuraðstæður. Aðgerðirnar hafi skilað árangri Ragnhildur Hrund segist viss um að þær aðgerðir sem gripið var til fyrr í sumar að bæta öryggi hafi að einhverju leyti skilað árangi. Ákveðið var að koma fyrir hliði, bæta við vefmyndavélum og þræða göngustíga þannig að fara þurfi framhjá viðvörunarskiltum til að fara niður í fjöruna. Var það gert eftir að níu ára gömul stúlka frá Þýskalandi lést eftir að alda í Reynisfjöru hrifsaði hana með sér. Þá var sömuleiðis tekin ákvörðun um að lækka mörkin fyrir því að viðvörunarljós verði sett á rautt í fjörunni, en þegar það er gert er fjörunni lokað. Ragnhildur Hrund segir að á vefmyndavélunum megi sjá að fjöldinn fyrir neðan lokunina sé síbreytilegur. Flestir fari þó að fyrirmælum og virði fjöruna fyrir sér af pallinum þegar lokað er niður í fjöru. „En ég held að það hafi verið að virka eitthvað – þær aðgerðir sem gripið var til í sumar. Nú þegar hliðið er komið þá er lítið sem fólk getur afsakað sig með. Það er að setja sig í hættu sjálft og taka meðvitaða ákvörðun um að fara þangað,“ segir Ragnhildur Hrund. Hlíf Ingibjörnsdóttir leiðsögumaður varð vitni að því klukkan átta í morgun í Reynisfjöru að aðeins blikkaði gult ljós þrátt fyrir úfinn sjó og mikla öldu. Sjá má myndbandið að neðan. Viðvörunarskilti í Reynisfjöru.Hlíf Ingibjörnsdóttir Reynisfjara Öryggi á ferðamannastöðum Ferðaþjónusta Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Rautt ljós mun loga 30 prósent oftar í Reynisfjöru eftir endurmat á hættustigum. Nýju viðvörunarskilti var komið upp í fjörunni á laugardag. 11. ágúst 2025 06:24 Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Sérfræðingur á sviði öryggismála hjá Ferðamálastofu hefur mikla trú á að þær aðgerðir sem landeigendur Reynisfjöru ákváðu að grípa til í gær muni koma til með að bæta öryggi töluvert á svæðinu. Hann segir að kjarninn í góðum gæða -og öryggiskerfum sé að rýna hvað betur megi gera þegar slys verða. 6. ágúst 2025 12:44 Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Hanna Katrín Friðriksson, ráðherra ferðamála, er slegin vegna banaslyssins í Reynisfjöru um liðna helgi og segir að eitt af því sem sé til alvarlegrar skoðunar sé að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru þegar aðstæður eru slæmar. 5. ágúst 2025 20:42 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Fleiri fréttir Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Sjá meira
Mjög hvasst hefur verið á Suðurlandi í dag þar sem leifar fellibylsins Erin hafa herjað á landið. Gul viðvörun er í gildi bæði á Suður- og Suðausturlandi vegna hvassviðrisins. Ragnhildur Hrund Jónsdóttir ábúandi í Prestshúsum og landeigandi í Reynisfjöru.Vísir/Sigurjón Fjörunni lokað fyrr í dag Ragnhildur Hrund Jónsdóttir, ábúandi í Prestshúsum og landeigandi í Reynisfjöru, segir í samtali við fréttastofu að hliðinu niður í fjöru hafi verið lokað fyrr í dag vegna hættunnar í fjörunni. „Maðurinn minn var þarna og rak fólk til baka. Við erum að reyna að hefta för fólks eins og við getum niður í fjöru, en fólk er þarna að setja sig í mjög meðvitaða hættu þegar það fer þangað niður. Framhjá viðvörunarskiltum, rauðu ljósi og lokuðu hliðinu,“ segir Ragnhildur. Myndband sem leiðsögumaðurinn Roger Niell tók í Reynisfjöru um hálf eitt í dag sýnir lítil viðbrögð ferðamanna við rauðu ljósi. Ljósið á að koma í veg fyrir að fólk komi sér í hættu við erfiðar veðuraðstæður. Aðgerðirnar hafi skilað árangri Ragnhildur Hrund segist viss um að þær aðgerðir sem gripið var til fyrr í sumar að bæta öryggi hafi að einhverju leyti skilað árangi. Ákveðið var að koma fyrir hliði, bæta við vefmyndavélum og þræða göngustíga þannig að fara þurfi framhjá viðvörunarskiltum til að fara niður í fjöruna. Var það gert eftir að níu ára gömul stúlka frá Þýskalandi lést eftir að alda í Reynisfjöru hrifsaði hana með sér. Þá var sömuleiðis tekin ákvörðun um að lækka mörkin fyrir því að viðvörunarljós verði sett á rautt í fjörunni, en þegar það er gert er fjörunni lokað. Ragnhildur Hrund segir að á vefmyndavélunum megi sjá að fjöldinn fyrir neðan lokunina sé síbreytilegur. Flestir fari þó að fyrirmælum og virði fjöruna fyrir sér af pallinum þegar lokað er niður í fjöru. „En ég held að það hafi verið að virka eitthvað – þær aðgerðir sem gripið var til í sumar. Nú þegar hliðið er komið þá er lítið sem fólk getur afsakað sig með. Það er að setja sig í hættu sjálft og taka meðvitaða ákvörðun um að fara þangað,“ segir Ragnhildur Hrund. Hlíf Ingibjörnsdóttir leiðsögumaður varð vitni að því klukkan átta í morgun í Reynisfjöru að aðeins blikkaði gult ljós þrátt fyrir úfinn sjó og mikla öldu. Sjá má myndbandið að neðan. Viðvörunarskilti í Reynisfjöru.Hlíf Ingibjörnsdóttir
Reynisfjara Öryggi á ferðamannastöðum Ferðaþjónusta Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Rautt ljós mun loga 30 prósent oftar í Reynisfjöru eftir endurmat á hættustigum. Nýju viðvörunarskilti var komið upp í fjörunni á laugardag. 11. ágúst 2025 06:24 Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Sérfræðingur á sviði öryggismála hjá Ferðamálastofu hefur mikla trú á að þær aðgerðir sem landeigendur Reynisfjöru ákváðu að grípa til í gær muni koma til með að bæta öryggi töluvert á svæðinu. Hann segir að kjarninn í góðum gæða -og öryggiskerfum sé að rýna hvað betur megi gera þegar slys verða. 6. ágúst 2025 12:44 Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Hanna Katrín Friðriksson, ráðherra ferðamála, er slegin vegna banaslyssins í Reynisfjöru um liðna helgi og segir að eitt af því sem sé til alvarlegrar skoðunar sé að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru þegar aðstæður eru slæmar. 5. ágúst 2025 20:42 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Fleiri fréttir Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Sjá meira
Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Rautt ljós mun loga 30 prósent oftar í Reynisfjöru eftir endurmat á hættustigum. Nýju viðvörunarskilti var komið upp í fjörunni á laugardag. 11. ágúst 2025 06:24
Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Sérfræðingur á sviði öryggismála hjá Ferðamálastofu hefur mikla trú á að þær aðgerðir sem landeigendur Reynisfjöru ákváðu að grípa til í gær muni koma til með að bæta öryggi töluvert á svæðinu. Hann segir að kjarninn í góðum gæða -og öryggiskerfum sé að rýna hvað betur megi gera þegar slys verða. 6. ágúst 2025 12:44
Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Hanna Katrín Friðriksson, ráðherra ferðamála, er slegin vegna banaslyssins í Reynisfjöru um liðna helgi og segir að eitt af því sem sé til alvarlegrar skoðunar sé að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru þegar aðstæður eru slæmar. 5. ágúst 2025 20:42