Málefni fatlaðs fólks

Fréttamynd

Erfitt að kyngja en …

Það gefur alltaf vafist fyrir okkur döff/táknmálsfólki hvernig eigi að mæla með því að táknmál verði alltaf valið og er í raun ekki valmöguleiki heldur full nauðsyn - lífsnauðsynlegt mál fyrir barn sem heyrir illa- er heyrnarskert eða heyrnarlaust.

Skoðun
Fréttamynd

Gáfust upp á troðningi og skora á Eyjamenn

Dagur Steinn Elfu Ómarsson skorar á forsvarsmenn Þjóðhátíðar að bæta aðstöðu fyrir þá sem mæta á hátíðina í hjólastól. Dagur og tveir starfsmenn hans gáfust upp á troðningnum í dalnum og fóru heim fyrir síðasta kvöldið.

Innlent
Fréttamynd

Kuba borinn út og ÖBÍ undir­býr skaða­bóta­mál

Jakub Polkowski, 23 ára gamall öryrki í Reykjanesbæ, var í síðustu viku borinn út úr húsi sínu ásamt fjölskyldu af sýslumanninum á Suðurnesjum. Jakub og fjölskylda hans fluttu í félagslegt húsnæði á vegum sveitarfélagsins. Lögmaður Öryrkjabandalags Íslands kannar nú skaðabótarétt fjölskyldunnar vegna vinnubragða sýslumanns sem seldi húsið á nauðungaruppboði á þrjár milljónir króna. 

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er bara hörmulegt“

Umræða um launagreiðslur fatlaðs fólks kemur formanni Öryrkjabandalagsins ekki á óvart. Fjöldamörg dæmi séu um að fatlað fólk fái ekki greitt fyrir störf sín. Hún segir skyldu hvíla á stjórnvöldum að bregðast við.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er ekki sann­gjarnt, auð­vitað ekki“

Forstöðumaður Áss, vinnustofu fatlaðs fólks, segist hafa fullan skilning á þeirri gagnrýni sem launagreiðslur félagsins hafa hlotið. Mikilvægt sé að skoða málið í stærra samhengi og stóra spurningin sé hver eigi að borga launin. Fatlaður maður fékk greiddar 120 krónur á tímann.

Innlent
Fréttamynd

Fatlað fólk á ferðalögum sé meðhöndlað eins og farangur

Kona sem notast við hjólastól veigrar sér við að ferðast, þar sem aðgengismál í flugi séu hryllileg. Oft á tíðum sé farið með fatlað fólk eins og farangur og hjólastólar sem notaðir eru til að koma henni til og frá borði minni helst á pyntingartæki.

Innlent
Fréttamynd

Alls ekki ein­angrað til­vik

Kona sem notar hjólastól segir ítrekað farið með fatlað fólk líkt og farangur frekar en manneskjur um borð í flugvélum. Hún fordæmir hversu lítið flugfélög og flugvellir komi til móts við fatlað fólk sem hafi flest erfiða reynslu af flugsamgöngum. 

Innlent
Fréttamynd

Synjun Sjúkra­trygginga í ó­sam­ræmi við lög: „Þetta snýst greini­lega ekki um peninga“

Umboðsmaður Alþingis gaf frá sér álit í vikunni þar sem fram kom að synjun úrskurðarnefndar velferðarmála um styrk til kaupa á hjálpartæki handa stúlku með sjaldgæfa taugasjúkdóminn AHC hafi ekki verið lögmæt. Faðir stúlkunnar vonast til þess að barátta hans við Sjúkratryggingar og úrskurðarnefnd velferðarmála komi til með að ryðja veginn fyrir börn í sömu stöðu og dóttir hans. 

Innlent
Fréttamynd

„Við þurfum að setja upp fötlunar­gler­augun“

Formaður Öryrkjabandalags Íslands segir mál hreyfihamlaðrar konu sem hefur ítrekað verið hafnað um atvinnutækifæri á grundvelli fötlunar hennar ekki vera einsdæmi. Fordómar ríki í samfélaginu sem þurfi að uppræta.

Innlent
Fréttamynd

Fær ekki vinnu vegna fötlunar sinnar

Hreyfihömluð kona á fertugsaldri sem hefur verið atvinnulaus í tæpt ár segir atvinnurekendur ítrekað hafa hafnað henni um starf á grundvelli fötlunar hennar. Hún segir málið skammarlegt og skrítið.

Innlent
Fréttamynd

Maðurinn muni ekki koma ná­lægt reið­skólanum framar

Þroska­skertur maður, sem er sagður hafa brotið kyn­ferðis­lega á níu ára stúlku með fötlun í sumar­búðunum í Reykja­dal í fyrra­sumar, mun ekki koma ná­lægt starf­semi Reið­skóla Reykja­víkur lengur. Hann var aldrei starfs­maður skólans en að­stoðaði við um­hirðu hrossa eftir há­degi og segir skólinn hann aldrei hafa verið einan með nemendum.

Innlent
Fréttamynd

Út­burði fjöl­skyldunnar frestað þar til í ágúst

Útburði pólskrar fjölskyldu sem missti heimili sitt á nauðungaruppboði hefur verið frestað um rúman mánuð. Til stóð að útburðurinn færi fram í fyrramálið en frestunin er í samráði við nýjan eiganda. Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar segir þetta mjög jákvætt þar sem tími gefist nú til að finna mögulegar lausnir á málinu. 

Innlent
Fréttamynd

Útgerðarmaðurinn hyggst ekki draga kaupin til baka

Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar segist óska þess að sýslumaður hefði upplýst sig um stöðu ungs manns sem borinn verður út úr skuldlausi húsi sínu á föstudag. Útgerðarmaður sem keypti húsið á þrjár milljónir á nauðungaruppboði ætlar ekki að endurskoða kaupin.

Innlent
Fréttamynd

Skora á kaupandann að hætta við kaupin

Öryrkjabandalag Íslands skorar á sýslumannsembættið á Suðurnesjum og sveitarfélagið Reykjanesbæ að endurskoða ákvörðun sem leiddi til þess að einbýlishús ungs öryrkja var selt tugmilljónum undir markaðsverði á nauðungaruppboði. Þá skora samtökin á kaupanda hússins að hætta við kaupin.

Innlent
Fréttamynd

Borinn út eftir að sýslumaður seldi einbýlið á þrjár milljónir

Hús ungs öryrkja í Keflavík, sem metið er á 57 milljónir króna, var selt á nauðungaruppboði sýslumanns á þrjár milljónir vegna vanskila á húsnæðisgjöldum. Hann er nú allslaus og bíður útburðar á föstudag. Vinnubrögð sýslumanns, sem segist aðeins vera að framfylgja lögum, eru harðlega gagnrýnd í ljósi þess að maðurinn virðist ófær um að gæta hagsmuna sinna.

Innlent
Fréttamynd

Ekki getað að­hafst í máli Ás­laugar

Háskóli Íslands harmar að tilkynnt hafi verið að Áslaug Ýr Hjartardóttir væri ekki viðstödd brautskráningarathöfn skólans á laugardag og henni snúið frá sviðinu. Fulltrúar skólans hafi ekki verið upplýstir um stöðu mála og því ekki getað aðhafst.

Innlent