Stjörnurnar streyma á Sólheima Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. ágúst 2024 21:04 Eyþór Ingi er einn af þeim þekktum tónlistarmönnum, sem hefur skemmt á Sólheimum í Grímsnesi í sumar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það iðar allt af lífi og fjöri á menningarveislu Sólheima í Grímsnesi í sumar þar sem boðið er upp á ókeypis tónlistardagskrá alla laugardaga með landsþekktu listafólki. Á hverjum laugardegi í allt sumar er menningarveisla á Sólheimum en þá er boðið upp á tónleika með frábæru listafólki. Eyþór Ingi Gunnlaugsson er til dæmis einn af þeim tónlistarmönnum, sem hefur spilað á Sólheimum á Péturstorgi þar sem fjöldi fólks mætti til að hlusta á hann syngja og spila og herma eftir fólki eins og Páli Óskari. „Það er svo gaman að koma hérna, þetta er eins og að koma í einhvern strumpaheim. Þetta er svo fallegt allt saman, blómin og kærleikurinn hérna,” segir Eyþór Ingi. Næsta laugardag, 10. ágúst munu Björn Jörundur og Daníel Ágúst syngja saman á Sólheimum klukkan 14:00 og laugardaginn 17. ágúst munu Þorgeir Ástvaldsson og Ásgeir Páll skemmta á Sólheimum ásamt vinum Ragga Bjarna líka klukkan 14:00. „Þetta er ofboðslega vel þegið af nærumhverfinu og fólk er að koma úr Reykjavík og víða að til að njóta þess með okkur.Almennt séð á Sólheimar mjög ríkan og góðan sess í hjarta Íslendinga. Þetta er einhvern veginn staður, sem allir vilja sameinast um að eiga,” segir Sigurjón Örn Þórsson, stjórnarformaður Sólheima. En hvað búa margir á Sólheimum? „Þetta er byggðarhverfi upp á tæplega 100 einstaklinga, sem eiga hér lögheimili. Af þeim eru 45 með fötlun, þannig að þetta er svona blandað samfélag,” segir Sigurjón Örn. Sigurjón Örn Þórsson, stjórnarformaður Sólheima segir að Sólheimar eigi mjög ríkan og góðan sess í hjarta Íslendinga.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er alltaf biðlisti að koma á Sólheima eða hvað? „Já því miður. Við vildum gjarnan að fleiri fengju notið þessarar frábæru aðstöðu, sem Sólheimar bjóða upp á en því miður er það svo að við höfum eingöngu rými fyrir 45,” segir Sigurjón Örn. Heimasíða Sólheima Grímsnes- og Grafningshreppur Málefni fatlaðs fólks Tónlist Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Fleiri fréttir Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Sjá meira
Á hverjum laugardegi í allt sumar er menningarveisla á Sólheimum en þá er boðið upp á tónleika með frábæru listafólki. Eyþór Ingi Gunnlaugsson er til dæmis einn af þeim tónlistarmönnum, sem hefur spilað á Sólheimum á Péturstorgi þar sem fjöldi fólks mætti til að hlusta á hann syngja og spila og herma eftir fólki eins og Páli Óskari. „Það er svo gaman að koma hérna, þetta er eins og að koma í einhvern strumpaheim. Þetta er svo fallegt allt saman, blómin og kærleikurinn hérna,” segir Eyþór Ingi. Næsta laugardag, 10. ágúst munu Björn Jörundur og Daníel Ágúst syngja saman á Sólheimum klukkan 14:00 og laugardaginn 17. ágúst munu Þorgeir Ástvaldsson og Ásgeir Páll skemmta á Sólheimum ásamt vinum Ragga Bjarna líka klukkan 14:00. „Þetta er ofboðslega vel þegið af nærumhverfinu og fólk er að koma úr Reykjavík og víða að til að njóta þess með okkur.Almennt séð á Sólheimar mjög ríkan og góðan sess í hjarta Íslendinga. Þetta er einhvern veginn staður, sem allir vilja sameinast um að eiga,” segir Sigurjón Örn Þórsson, stjórnarformaður Sólheima. En hvað búa margir á Sólheimum? „Þetta er byggðarhverfi upp á tæplega 100 einstaklinga, sem eiga hér lögheimili. Af þeim eru 45 með fötlun, þannig að þetta er svona blandað samfélag,” segir Sigurjón Örn. Sigurjón Örn Þórsson, stjórnarformaður Sólheima segir að Sólheimar eigi mjög ríkan og góðan sess í hjarta Íslendinga.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er alltaf biðlisti að koma á Sólheima eða hvað? „Já því miður. Við vildum gjarnan að fleiri fengju notið þessarar frábæru aðstöðu, sem Sólheimar bjóða upp á en því miður er það svo að við höfum eingöngu rými fyrir 45,” segir Sigurjón Örn. Heimasíða Sólheima
Grímsnes- og Grafningshreppur Málefni fatlaðs fólks Tónlist Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Fleiri fréttir Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Sjá meira