Með banvænan sjúkdóm í stöðugri baráttu við Kópavogsbæ Bjarki Sigurðsson skrifar 21. september 2024 19:20 Arnar Þórðarson greindist með MND í júlí 2021. Vísir/Ragnar Dagur Maður með MND hefur í þrjú ár þurft að berjast við Kópavogsbæ til að fá fulla ummönun vegna veikinda hans. Hann er hræddur um að kerfið sé að ganga frá eiginkonu hans sem er eini stuðningurinn sem hann fær. Arnar Þórðarson greindist með MND í júlí 2021, þá 58 ára gamall. Einkenni sjúkdómsins, sem eru meðal annars þróttleysi í vöðvum, erfiðleiki við að kyngja og hægar og ósamhæfðar hreyfingar, urðu meiri og meiri sem á leið. Lífslíkur þeirra sem eru með MND eru tvö til fimm ár en þrjú þeirra hefur Arnar eytt í að berjast við kerfið um að fá þá þjónustu sem hann á rétt á. Samkvæmt þjónustuþarfarmati þarf hann aðstoð allan sólarhringinn. Konan eini umönnunaraðilinn Hann fær hins vegar bara einn umönnunaraðila frá sveitarfélaginu sínu, Kópavogi. Það er eiginkonan hans sem fær greitt fyrir 40 tíma á viku en hún sagði upp í sinni vinnu til þess að sinna Arnari. „Það er mikið álag á konuna. Miklu meira en ég þoli að horfa upp á. Hún er orðin hálfpartinn veik með mér. Af því að hún getur aldrei slakað á,“ segir Arnar. Arnar og eiginkona hans, Katrín. Eftir mikla baráttu síðustu ár fékk Arnar samþykkta NPA-aðstoð. Hún tekur þó ekki gildi strax þar sem eftir á að fjármagna samninginn af hálfu sveitarfélagsins. Dæmi eru um að einstaklingar bíði í nokkur ár eftir þessari fjármögnun, líkt og fjallað hefur verið um í fréttum síðustu daga. „Samkvæmt líkum, þá á ég tvö ár eftir ólifað. Mér finnst svolítið seint í rassinn gripið að fara að veita mér einhverja aðstoð eftir að ljósin slökkna hjá mér,“ segir Arnar. Dýrmætur tími fer í slagsmál við kerfið Hann segir þær upplýsingar sem hann fái frá Kópavogsbæ ekki benda til þess að þau hafi áhuga á því að aðstoða hann í gegnum veikindin. „Þó að ég sé með viðurkenndan ólæknandi banvænan sjúkdóm. Ég er ekki með mænuskaða og á eftir að lifa næstu fjörutíu ár. Ég er dáinn eftir tvö ár ef að líkum lætur. Ég get ekki eytt þessum tíma í að slást við einhver kerfi. Það verður einhver að grípa inn í og hjálpa okkur,“ segir Arnar. Hjónin á góðri stundu. Fyrst og fremst vilji hann ekki keyra eiginkonu sína í andlegt gjaldþrot í gegnum þetta erfiða tímabil. „Ég elska mína konu. Hún er þvílíkt búin að halda í mig lífinu í gegnum mjög erfiða tíma. Það er klárt að hún hefur haldið mér á lífi. Ég á henni allt að þakka og ég mun berjast á hæl og hnakka fyrir hana núna. Það er eiginlega það sem heldur mér gangandi. Að berjast fyrir konuna og fjölskylduna. Skítt með mig, ég er búinn hvort sem er. Það er svolítið óásættanlegt að bæjarfélagið sé að salta í sárin hjá okkur að óþörfu. Til hvers?” spyr Arnar. Fjölskyldan náði á hörkunni einni að komast í frí til Barselóna. Málefni fatlaðs fólks Heilbrigðismál Kópavogur Sveitarstjórnarmál Félagsmál Tengdar fréttir Biðin óásættanleg og vill skýr svör frá ríkinu Allt of margir bíða eftir lögbundinni NPA þjónustu frá sveitarfélögunum og er staðan algjörlega óásættanleg. Þetta segir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sveitarfélögin fari fram á skýr svör frá ríkinu um hvort fjármagna eigi málaflokkinn eða ekki. 20. september 2024 12:03 „Fatlaða fólkið verður fyrir miskanum“ Það er óboðlegt að fatlaðir fái ekki lögbundna NPA-þjónustu og bíði árum saman á meðan ríki og sveitarfélög bendi á hvort annað varðandi hver ber ábyrgð. Þetta segir formaður NPA-Miðstöðvar. Tugir eru á biðlista eftir þjónustu, þrátt fyrir að mótframlag frá ríkinu vegna NPA-samninga sé ekki fullnýtt. 19. september 2024 13:49 Endalaus þrautaganga Haraldar eftir svörum Haraldur Ingi Þorleifsson, frumkvöðull og baráttumaður, lýsir þrautagöngu sinni við það að fá svör um notendastýrða persónulega aðstoð, eða NPA. Biðlistar eftir þjónustunni eru langir, þrátt fyrir að hún sé lögbundinn. Hann gagnrýnir stjórnvöld harðlega. 18. september 2024 23:18 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Fleiri fréttir Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Sjá meira
Arnar Þórðarson greindist með MND í júlí 2021, þá 58 ára gamall. Einkenni sjúkdómsins, sem eru meðal annars þróttleysi í vöðvum, erfiðleiki við að kyngja og hægar og ósamhæfðar hreyfingar, urðu meiri og meiri sem á leið. Lífslíkur þeirra sem eru með MND eru tvö til fimm ár en þrjú þeirra hefur Arnar eytt í að berjast við kerfið um að fá þá þjónustu sem hann á rétt á. Samkvæmt þjónustuþarfarmati þarf hann aðstoð allan sólarhringinn. Konan eini umönnunaraðilinn Hann fær hins vegar bara einn umönnunaraðila frá sveitarfélaginu sínu, Kópavogi. Það er eiginkonan hans sem fær greitt fyrir 40 tíma á viku en hún sagði upp í sinni vinnu til þess að sinna Arnari. „Það er mikið álag á konuna. Miklu meira en ég þoli að horfa upp á. Hún er orðin hálfpartinn veik með mér. Af því að hún getur aldrei slakað á,“ segir Arnar. Arnar og eiginkona hans, Katrín. Eftir mikla baráttu síðustu ár fékk Arnar samþykkta NPA-aðstoð. Hún tekur þó ekki gildi strax þar sem eftir á að fjármagna samninginn af hálfu sveitarfélagsins. Dæmi eru um að einstaklingar bíði í nokkur ár eftir þessari fjármögnun, líkt og fjallað hefur verið um í fréttum síðustu daga. „Samkvæmt líkum, þá á ég tvö ár eftir ólifað. Mér finnst svolítið seint í rassinn gripið að fara að veita mér einhverja aðstoð eftir að ljósin slökkna hjá mér,“ segir Arnar. Dýrmætur tími fer í slagsmál við kerfið Hann segir þær upplýsingar sem hann fái frá Kópavogsbæ ekki benda til þess að þau hafi áhuga á því að aðstoða hann í gegnum veikindin. „Þó að ég sé með viðurkenndan ólæknandi banvænan sjúkdóm. Ég er ekki með mænuskaða og á eftir að lifa næstu fjörutíu ár. Ég er dáinn eftir tvö ár ef að líkum lætur. Ég get ekki eytt þessum tíma í að slást við einhver kerfi. Það verður einhver að grípa inn í og hjálpa okkur,“ segir Arnar. Hjónin á góðri stundu. Fyrst og fremst vilji hann ekki keyra eiginkonu sína í andlegt gjaldþrot í gegnum þetta erfiða tímabil. „Ég elska mína konu. Hún er þvílíkt búin að halda í mig lífinu í gegnum mjög erfiða tíma. Það er klárt að hún hefur haldið mér á lífi. Ég á henni allt að þakka og ég mun berjast á hæl og hnakka fyrir hana núna. Það er eiginlega það sem heldur mér gangandi. Að berjast fyrir konuna og fjölskylduna. Skítt með mig, ég er búinn hvort sem er. Það er svolítið óásættanlegt að bæjarfélagið sé að salta í sárin hjá okkur að óþörfu. Til hvers?” spyr Arnar. Fjölskyldan náði á hörkunni einni að komast í frí til Barselóna.
Málefni fatlaðs fólks Heilbrigðismál Kópavogur Sveitarstjórnarmál Félagsmál Tengdar fréttir Biðin óásættanleg og vill skýr svör frá ríkinu Allt of margir bíða eftir lögbundinni NPA þjónustu frá sveitarfélögunum og er staðan algjörlega óásættanleg. Þetta segir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sveitarfélögin fari fram á skýr svör frá ríkinu um hvort fjármagna eigi málaflokkinn eða ekki. 20. september 2024 12:03 „Fatlaða fólkið verður fyrir miskanum“ Það er óboðlegt að fatlaðir fái ekki lögbundna NPA-þjónustu og bíði árum saman á meðan ríki og sveitarfélög bendi á hvort annað varðandi hver ber ábyrgð. Þetta segir formaður NPA-Miðstöðvar. Tugir eru á biðlista eftir þjónustu, þrátt fyrir að mótframlag frá ríkinu vegna NPA-samninga sé ekki fullnýtt. 19. september 2024 13:49 Endalaus þrautaganga Haraldar eftir svörum Haraldur Ingi Þorleifsson, frumkvöðull og baráttumaður, lýsir þrautagöngu sinni við það að fá svör um notendastýrða persónulega aðstoð, eða NPA. Biðlistar eftir þjónustunni eru langir, þrátt fyrir að hún sé lögbundinn. Hann gagnrýnir stjórnvöld harðlega. 18. september 2024 23:18 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Fleiri fréttir Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Sjá meira
Biðin óásættanleg og vill skýr svör frá ríkinu Allt of margir bíða eftir lögbundinni NPA þjónustu frá sveitarfélögunum og er staðan algjörlega óásættanleg. Þetta segir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sveitarfélögin fari fram á skýr svör frá ríkinu um hvort fjármagna eigi málaflokkinn eða ekki. 20. september 2024 12:03
„Fatlaða fólkið verður fyrir miskanum“ Það er óboðlegt að fatlaðir fái ekki lögbundna NPA-þjónustu og bíði árum saman á meðan ríki og sveitarfélög bendi á hvort annað varðandi hver ber ábyrgð. Þetta segir formaður NPA-Miðstöðvar. Tugir eru á biðlista eftir þjónustu, þrátt fyrir að mótframlag frá ríkinu vegna NPA-samninga sé ekki fullnýtt. 19. september 2024 13:49
Endalaus þrautaganga Haraldar eftir svörum Haraldur Ingi Þorleifsson, frumkvöðull og baráttumaður, lýsir þrautagöngu sinni við það að fá svör um notendastýrða persónulega aðstoð, eða NPA. Biðlistar eftir þjónustunni eru langir, þrátt fyrir að hún sé lögbundinn. Hann gagnrýnir stjórnvöld harðlega. 18. september 2024 23:18