„Hann á að vera hér á Íslandi“ Bjarki Sigurðsson skrifar 29. júní 2024 19:24 Stefán Már Gunnlaugsson, formaður Duchenne-samtakanna á Íslandi. Vísir/Viktor Freyr Fjölskylda palestínsks drengs með skæðan vöðvarýrnunarsjúkdóm segir heim hans hafa hrunið þegar honum var tilkynnt endanlega nýverið að fjölskyldunni yrði vísað úr landi. Hundruð sýndu samstöðu með fjölskyldunni á Austurvelli í dag en drengurinn dvelur nú á Barnaspítalanum. Fjöldi fólks var samankominn hér á Austurvelli í dag til að sýna Yazan og fjölskyldu samstöðu. Búið er að ákveða að vísa þeim öllum úr landi. Yazan er ellefu ára og með Duchenne-vöðvarýrunarsjúkdóminn. Fjölskyldan kom til Íslands fyrir ári en nú stendur til að vísa þeim úr landi til Spánar. Duchenne er ólæknandi og framsækinn. Smám saman rýrna allir meginvöðvar líkama Yazans. Þá slaknar verulega á hjartavöðvanum með tímanum. Á fundinum var þess krafist að fjölskyldan fengi að dvelja hér áfram. „Það er ómögulegt að útiloka að það geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir hann, ferðalagið til Spánar. En hitt er öllu alvarlegra, að það sem bíður hans á Spáni er ekkert,“ segir Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og mótmælandi. Sveinn Rúnar Hauksson læknir var meðal gesta fundarins.Vísir/Viktor Freyr „Hann á að vera hér á Íslandi, hér er honum best borgið. Það er ekki nokkur spurning. Allt annað flækir málin bara mjög mikið,“ segir Stefán Már Gunnlaugsson, formaður Duchenne-samtakanna á Íslandi. Stefán Már Gunnlaugsson er formaður Duchenne-samtakanna á ÍslandiVísir/Viktor Freyr „Mannúðin er ekki dáin í íslensku samfélagi þótt stjórnvöld virðist vissulega vera á þeirri vegferð,“ segir María Lilja Þrastardóttir. María Lilja Þrastardóttir vill að Yazan fái að halda áfram að búa hér á landi.Vísir/Viktor Freyr „Ég er að mótmæla hegðun stjórnvalda. Eins og var sagt hérna í ræðu áðan, stjórnvöld sem haga sér eins og skítseiði og sýna ekki mennsku. Þá ber manni að standa upp og láta í sér heyra,“ segir Björn Þráinn. Yazan sjálfur gat ekki sótt fundinn en hann liggur inni á Barnaspítala hringsins. Hann fékk þó að sjá hversu margir sýndu honum stuðning í gegnum myndsímtal. Yazan notast við hjólastól vegna veikinda sinna. Foreldrar hans voru djúpt snortnir yfir stuðningnum en þau segja heim Yazans hafa hrunið þegar hann frétti að ákvörðunin um brottvísun væri endanleg. „Þessir dagar eru mjög erfiðir því ekkert hefur verið staðfest enn varðandi ákvörðun stjórnvalda. Moshen Tamimi er faðir Yasans.Vísir/Viktor Freyr Svo við vitum ekki hvort allur þessi stuðningur og afstaða íslensku þjóðarinnar muni breyta ákvörðunum ríkisstjórnarinnar eða ekki svo við höfum enn áhyggjur,“ segir Moshen Tahimi, faðir Yazan. Palestína Flóttafólk á Íslandi Átök í Ísrael og Palestínu Málefni fatlaðs fólks Reykjavík Mál Yazans Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira
Fjöldi fólks var samankominn hér á Austurvelli í dag til að sýna Yazan og fjölskyldu samstöðu. Búið er að ákveða að vísa þeim öllum úr landi. Yazan er ellefu ára og með Duchenne-vöðvarýrunarsjúkdóminn. Fjölskyldan kom til Íslands fyrir ári en nú stendur til að vísa þeim úr landi til Spánar. Duchenne er ólæknandi og framsækinn. Smám saman rýrna allir meginvöðvar líkama Yazans. Þá slaknar verulega á hjartavöðvanum með tímanum. Á fundinum var þess krafist að fjölskyldan fengi að dvelja hér áfram. „Það er ómögulegt að útiloka að það geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir hann, ferðalagið til Spánar. En hitt er öllu alvarlegra, að það sem bíður hans á Spáni er ekkert,“ segir Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og mótmælandi. Sveinn Rúnar Hauksson læknir var meðal gesta fundarins.Vísir/Viktor Freyr „Hann á að vera hér á Íslandi, hér er honum best borgið. Það er ekki nokkur spurning. Allt annað flækir málin bara mjög mikið,“ segir Stefán Már Gunnlaugsson, formaður Duchenne-samtakanna á Íslandi. Stefán Már Gunnlaugsson er formaður Duchenne-samtakanna á ÍslandiVísir/Viktor Freyr „Mannúðin er ekki dáin í íslensku samfélagi þótt stjórnvöld virðist vissulega vera á þeirri vegferð,“ segir María Lilja Þrastardóttir. María Lilja Þrastardóttir vill að Yazan fái að halda áfram að búa hér á landi.Vísir/Viktor Freyr „Ég er að mótmæla hegðun stjórnvalda. Eins og var sagt hérna í ræðu áðan, stjórnvöld sem haga sér eins og skítseiði og sýna ekki mennsku. Þá ber manni að standa upp og láta í sér heyra,“ segir Björn Þráinn. Yazan sjálfur gat ekki sótt fundinn en hann liggur inni á Barnaspítala hringsins. Hann fékk þó að sjá hversu margir sýndu honum stuðning í gegnum myndsímtal. Yazan notast við hjólastól vegna veikinda sinna. Foreldrar hans voru djúpt snortnir yfir stuðningnum en þau segja heim Yazans hafa hrunið þegar hann frétti að ákvörðunin um brottvísun væri endanleg. „Þessir dagar eru mjög erfiðir því ekkert hefur verið staðfest enn varðandi ákvörðun stjórnvalda. Moshen Tamimi er faðir Yasans.Vísir/Viktor Freyr Svo við vitum ekki hvort allur þessi stuðningur og afstaða íslensku þjóðarinnar muni breyta ákvörðunum ríkisstjórnarinnar eða ekki svo við höfum enn áhyggjur,“ segir Moshen Tahimi, faðir Yazan.
Palestína Flóttafólk á Íslandi Átök í Ísrael og Palestínu Málefni fatlaðs fólks Reykjavík Mál Yazans Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira