„Fatlaða fólkið verður fyrir miskanum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. september 2024 13:49 Rúnar Björn Herrera Þorkelsson er formaður NPA miðstöðvarinnar. EGILL AÐALSTEINSSON Það er óboðlegt að fatlaðir fái ekki lögbundna NPA-þjónustu og bíði árum saman á meðan ríki og sveitarfélög bendi á hvort annað varðandi hver ber ábyrgð. Þetta segir formaður NPA-Miðstöðvar. Tugir eru á biðlista eftir þjónustu, þrátt fyrir að mótframlag frá ríkinu vegna NPA-samninga sé ekki fullnýtt. Haraldur Ingi Þorleifsson, frumkvöðull og baráttumaður, lýsti þrautagöngu sinni við það að fá svör um notendastýrða persónulega aðstoð, eða NPA, á samfélagsmiðlum í gær. Þar gangrýnir hann stjórnvöld og langa biðlista eftir þjónustunni sem er lögbundinn. Fjallað var einnig um málefni NPA í Kastljósi á Rúv í gærkvöldi þar sem aðstandandi lýsti raunum sínum af kerfinu og margra ára bið eftir viðunandi þjónustu. Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, er formaður NPA-miðstöðvar en hann segir ástandið óboðlegt. „Það er náttúrlega alveg óásættanlegt að það séu biðlistar sem spanna margra ára bil eftir sjálfsögðum mannréttindum,“ segir Rúnar. 1. janúar í fyrra tóku gildi breytingar á lögum frá 2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Þær felast í því að bráðabirgðaákvæði um innleiðingartímabil NPA var framlengt út þetta ár, 2024 og að á árinu muni ríkissjóður veita framlag vegna allt að 172 NPA-samninga. Samkvæmt upplýsingum frá félagsmálaráðuneytinu eru 128 NPA-samningar í gildi í dag, sem fjármagnaðir eru af ríki á móti sveitarfélögum. Þannig er heimild fyrir 25% fjármögnun frá ríkinu ekki nýtt vegna ríflega fjörutíu samninga þar sem ekki hafi borist fleiri umsóknir frá sveitarfélögunum. Allar umsóknir hafi verið samþykktar „Það er búið að vera innleiðingarferli síðan 2012 þannig að þetta er búið að vera í innleiðingu meira en áratug. Og þá bara er spurningin, hvað ætlum við að taka marga áratugi í þetta,“ segir Rúnar. Þá segir hann fráleitt að enn sé miðað við sama fjölda samninga og í upphafi. Í takt við fólksfjölgun og raunfjölda þeirra sem þurfi á slíkri þjónustu að halda í erlendum samanburði muni þeim að öllum líkindum fara fjölgandi sem þurfi á NPA-samningi að halda. Samkvæmt upplýsingum frá félagsmálaráðuneytinu hefur verið opið fyrir umsóknir sveitarfélaga síðan í fyrra vor um 25 prósent framlag ríkisins vegna NPA samninga. Allar slíkar umsóknir hafi verið samþykktar jafnóðum. Sveitarfélögum sé frjálst að gera NPA samninga án fjárhagslegrar aðkomu ríkisins, en ekkert sveitarfélag hefur gert það eftir því sem ráðuneytið kemst næst. „Bæði ríki og sveitarfélög eru að vísa á hvert annað og eru ekki að upplifa skyldur sínar og fatlaða fólkið verður fyrir miskanum,“ segir Rúnar. Málefni fatlaðs fólks Sveitarstjórnarmál Heilbrigðismál Félagsmál Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Sjá meira
Haraldur Ingi Þorleifsson, frumkvöðull og baráttumaður, lýsti þrautagöngu sinni við það að fá svör um notendastýrða persónulega aðstoð, eða NPA, á samfélagsmiðlum í gær. Þar gangrýnir hann stjórnvöld og langa biðlista eftir þjónustunni sem er lögbundinn. Fjallað var einnig um málefni NPA í Kastljósi á Rúv í gærkvöldi þar sem aðstandandi lýsti raunum sínum af kerfinu og margra ára bið eftir viðunandi þjónustu. Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, er formaður NPA-miðstöðvar en hann segir ástandið óboðlegt. „Það er náttúrlega alveg óásættanlegt að það séu biðlistar sem spanna margra ára bil eftir sjálfsögðum mannréttindum,“ segir Rúnar. 1. janúar í fyrra tóku gildi breytingar á lögum frá 2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Þær felast í því að bráðabirgðaákvæði um innleiðingartímabil NPA var framlengt út þetta ár, 2024 og að á árinu muni ríkissjóður veita framlag vegna allt að 172 NPA-samninga. Samkvæmt upplýsingum frá félagsmálaráðuneytinu eru 128 NPA-samningar í gildi í dag, sem fjármagnaðir eru af ríki á móti sveitarfélögum. Þannig er heimild fyrir 25% fjármögnun frá ríkinu ekki nýtt vegna ríflega fjörutíu samninga þar sem ekki hafi borist fleiri umsóknir frá sveitarfélögunum. Allar umsóknir hafi verið samþykktar „Það er búið að vera innleiðingarferli síðan 2012 þannig að þetta er búið að vera í innleiðingu meira en áratug. Og þá bara er spurningin, hvað ætlum við að taka marga áratugi í þetta,“ segir Rúnar. Þá segir hann fráleitt að enn sé miðað við sama fjölda samninga og í upphafi. Í takt við fólksfjölgun og raunfjölda þeirra sem þurfi á slíkri þjónustu að halda í erlendum samanburði muni þeim að öllum líkindum fara fjölgandi sem þurfi á NPA-samningi að halda. Samkvæmt upplýsingum frá félagsmálaráðuneytinu hefur verið opið fyrir umsóknir sveitarfélaga síðan í fyrra vor um 25 prósent framlag ríkisins vegna NPA samninga. Allar slíkar umsóknir hafi verið samþykktar jafnóðum. Sveitarfélögum sé frjálst að gera NPA samninga án fjárhagslegrar aðkomu ríkisins, en ekkert sveitarfélag hefur gert það eftir því sem ráðuneytið kemst næst. „Bæði ríki og sveitarfélög eru að vísa á hvert annað og eru ekki að upplifa skyldur sínar og fatlaða fólkið verður fyrir miskanum,“ segir Rúnar.
Málefni fatlaðs fólks Sveitarstjórnarmál Heilbrigðismál Félagsmál Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Sjá meira