Vonar að sveitarfélögin leysi úr NPA-vandanum Bjarki Sigurðsson skrifar 22. september 2024 13:14 Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra. Vísir/Vilhelm Ríkið uppfyllir allar sínar skyldur hvað varðar fjármögnun NPA-samninga að sögn félagsmálaráðherra. Hann vonast til þess að sveitarfélögin leysi úr vandanum sem blasir við þeim hvað varðar fjármögnun samninganna. NPA-samningur er þegar fatlaður einstaklingur semur við sveitarfélag sitt um aðstoð í daglegu lífi. Samningarnir geta verið afar dýrir þar sem margir með samningana þurfa aðstoð allan sólarhringinn. Eftir að sveitarfélögin skrifa undir samningana við einstaklingana geta liðið mörg ár þar til þeir taka gildi, þar sem erfitt er að fjármagna þá. Í núverandi fyrirkomulagi er ríkinu skylt að fjármagna 25 prósent í hverjum samningi og sveitarfélögunum 75 prósent. Í fréttum Stöðvar 2 síðustu daga hefur verið rætt við einstaklinga sem bíða nú eftir fjármögnun sinna samninga. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra segir ríkið hafa fjármagnað sinn hluta af öllum þeim samningum sem komið hafa á borð ráðuneytisins. „Ég er alveg sammála því að þetta er ekki ásættanlegt að fólk þurfi að bíða svona lengi eftir þjónustu sem búið er að samþykkja. Ég vonast bara til þess að það leysist úr þessu, meðal annars með því að ríkið er búið að samþykkja sinn hluta fjármögnunarinnar. En ég heyri frá sveitarfélögunum að þetta er erfitt í sumum tilfellum að klára fjármögnunina. En vonandi leysist úr því hjá þeim,“ segir Guðmundur Ingi. Það hefur ekki borist til tals að auka framlag ríkisins. Ráðuneytið sé þó í stöðugu samtali við sveitarfélögin um málið. Hann kallar eftir því NPA-biðlistarnir verði gerðir opnir þeim sem eru á þeim. „Ef eitthvað breytist á þeim biðlista, þá vitir þú að breytingin er að eiga sér stað og hvers vegna hún á sér stað. Ég held að það væri heppilegra fyrirkomulag,“ segir Guðmundur Ingi. Málefni fatlaðs fólks Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Heilbrigðismál Sveitarstjórnarmál Félagsmál Tengdar fréttir „Kerfið er algjörlega að bregðast fólkinu“ Dæmi eru um að aðstandendur hafi endað á örorku og fatlaðir einstaklingar fallið frá á meðan beðið er eftir NPA-þjónustu. Maður sem bíður eftir þjónustu segir of lítið fjármagn til sveitarfélaga valda því að þau nái ekki að standa undir lögbundinni þjónustu. 19. september 2024 20:03 „Fatlaða fólkið verður fyrir miskanum“ Það er óboðlegt að fatlaðir fái ekki lögbundna NPA-þjónustu og bíði árum saman á meðan ríki og sveitarfélög bendi á hvort annað varðandi hver ber ábyrgð. Þetta segir formaður NPA-Miðstöðvar. Tugir eru á biðlista eftir þjónustu, þrátt fyrir að mótframlag frá ríkinu vegna NPA-samninga sé ekki fullnýtt. 19. september 2024 13:49 Endalaus þrautaganga Haraldar eftir svörum Haraldur Ingi Þorleifsson, frumkvöðull og baráttumaður, lýsir þrautagöngu sinni við það að fá svör um notendastýrða persónulega aðstoð, eða NPA. Biðlistar eftir þjónustunni eru langir, þrátt fyrir að hún sé lögbundinn. Hann gagnrýnir stjórnvöld harðlega. 18. september 2024 23:18 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira
NPA-samningur er þegar fatlaður einstaklingur semur við sveitarfélag sitt um aðstoð í daglegu lífi. Samningarnir geta verið afar dýrir þar sem margir með samningana þurfa aðstoð allan sólarhringinn. Eftir að sveitarfélögin skrifa undir samningana við einstaklingana geta liðið mörg ár þar til þeir taka gildi, þar sem erfitt er að fjármagna þá. Í núverandi fyrirkomulagi er ríkinu skylt að fjármagna 25 prósent í hverjum samningi og sveitarfélögunum 75 prósent. Í fréttum Stöðvar 2 síðustu daga hefur verið rætt við einstaklinga sem bíða nú eftir fjármögnun sinna samninga. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra segir ríkið hafa fjármagnað sinn hluta af öllum þeim samningum sem komið hafa á borð ráðuneytisins. „Ég er alveg sammála því að þetta er ekki ásættanlegt að fólk þurfi að bíða svona lengi eftir þjónustu sem búið er að samþykkja. Ég vonast bara til þess að það leysist úr þessu, meðal annars með því að ríkið er búið að samþykkja sinn hluta fjármögnunarinnar. En ég heyri frá sveitarfélögunum að þetta er erfitt í sumum tilfellum að klára fjármögnunina. En vonandi leysist úr því hjá þeim,“ segir Guðmundur Ingi. Það hefur ekki borist til tals að auka framlag ríkisins. Ráðuneytið sé þó í stöðugu samtali við sveitarfélögin um málið. Hann kallar eftir því NPA-biðlistarnir verði gerðir opnir þeim sem eru á þeim. „Ef eitthvað breytist á þeim biðlista, þá vitir þú að breytingin er að eiga sér stað og hvers vegna hún á sér stað. Ég held að það væri heppilegra fyrirkomulag,“ segir Guðmundur Ingi.
Málefni fatlaðs fólks Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Heilbrigðismál Sveitarstjórnarmál Félagsmál Tengdar fréttir „Kerfið er algjörlega að bregðast fólkinu“ Dæmi eru um að aðstandendur hafi endað á örorku og fatlaðir einstaklingar fallið frá á meðan beðið er eftir NPA-þjónustu. Maður sem bíður eftir þjónustu segir of lítið fjármagn til sveitarfélaga valda því að þau nái ekki að standa undir lögbundinni þjónustu. 19. september 2024 20:03 „Fatlaða fólkið verður fyrir miskanum“ Það er óboðlegt að fatlaðir fái ekki lögbundna NPA-þjónustu og bíði árum saman á meðan ríki og sveitarfélög bendi á hvort annað varðandi hver ber ábyrgð. Þetta segir formaður NPA-Miðstöðvar. Tugir eru á biðlista eftir þjónustu, þrátt fyrir að mótframlag frá ríkinu vegna NPA-samninga sé ekki fullnýtt. 19. september 2024 13:49 Endalaus þrautaganga Haraldar eftir svörum Haraldur Ingi Þorleifsson, frumkvöðull og baráttumaður, lýsir þrautagöngu sinni við það að fá svör um notendastýrða persónulega aðstoð, eða NPA. Biðlistar eftir þjónustunni eru langir, þrátt fyrir að hún sé lögbundinn. Hann gagnrýnir stjórnvöld harðlega. 18. september 2024 23:18 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira
„Kerfið er algjörlega að bregðast fólkinu“ Dæmi eru um að aðstandendur hafi endað á örorku og fatlaðir einstaklingar fallið frá á meðan beðið er eftir NPA-þjónustu. Maður sem bíður eftir þjónustu segir of lítið fjármagn til sveitarfélaga valda því að þau nái ekki að standa undir lögbundinni þjónustu. 19. september 2024 20:03
„Fatlaða fólkið verður fyrir miskanum“ Það er óboðlegt að fatlaðir fái ekki lögbundna NPA-þjónustu og bíði árum saman á meðan ríki og sveitarfélög bendi á hvort annað varðandi hver ber ábyrgð. Þetta segir formaður NPA-Miðstöðvar. Tugir eru á biðlista eftir þjónustu, þrátt fyrir að mótframlag frá ríkinu vegna NPA-samninga sé ekki fullnýtt. 19. september 2024 13:49
Endalaus þrautaganga Haraldar eftir svörum Haraldur Ingi Þorleifsson, frumkvöðull og baráttumaður, lýsir þrautagöngu sinni við það að fá svör um notendastýrða persónulega aðstoð, eða NPA. Biðlistar eftir þjónustunni eru langir, þrátt fyrir að hún sé lögbundinn. Hann gagnrýnir stjórnvöld harðlega. 18. september 2024 23:18