Vonar að sveitarfélögin leysi úr NPA-vandanum Bjarki Sigurðsson skrifar 22. september 2024 13:14 Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra. Vísir/Vilhelm Ríkið uppfyllir allar sínar skyldur hvað varðar fjármögnun NPA-samninga að sögn félagsmálaráðherra. Hann vonast til þess að sveitarfélögin leysi úr vandanum sem blasir við þeim hvað varðar fjármögnun samninganna. NPA-samningur er þegar fatlaður einstaklingur semur við sveitarfélag sitt um aðstoð í daglegu lífi. Samningarnir geta verið afar dýrir þar sem margir með samningana þurfa aðstoð allan sólarhringinn. Eftir að sveitarfélögin skrifa undir samningana við einstaklingana geta liðið mörg ár þar til þeir taka gildi, þar sem erfitt er að fjármagna þá. Í núverandi fyrirkomulagi er ríkinu skylt að fjármagna 25 prósent í hverjum samningi og sveitarfélögunum 75 prósent. Í fréttum Stöðvar 2 síðustu daga hefur verið rætt við einstaklinga sem bíða nú eftir fjármögnun sinna samninga. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra segir ríkið hafa fjármagnað sinn hluta af öllum þeim samningum sem komið hafa á borð ráðuneytisins. „Ég er alveg sammála því að þetta er ekki ásættanlegt að fólk þurfi að bíða svona lengi eftir þjónustu sem búið er að samþykkja. Ég vonast bara til þess að það leysist úr þessu, meðal annars með því að ríkið er búið að samþykkja sinn hluta fjármögnunarinnar. En ég heyri frá sveitarfélögunum að þetta er erfitt í sumum tilfellum að klára fjármögnunina. En vonandi leysist úr því hjá þeim,“ segir Guðmundur Ingi. Það hefur ekki borist til tals að auka framlag ríkisins. Ráðuneytið sé þó í stöðugu samtali við sveitarfélögin um málið. Hann kallar eftir því NPA-biðlistarnir verði gerðir opnir þeim sem eru á þeim. „Ef eitthvað breytist á þeim biðlista, þá vitir þú að breytingin er að eiga sér stað og hvers vegna hún á sér stað. Ég held að það væri heppilegra fyrirkomulag,“ segir Guðmundur Ingi. Málefni fatlaðs fólks Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Heilbrigðismál Sveitarstjórnarmál Félagsmál Tengdar fréttir „Kerfið er algjörlega að bregðast fólkinu“ Dæmi eru um að aðstandendur hafi endað á örorku og fatlaðir einstaklingar fallið frá á meðan beðið er eftir NPA-þjónustu. Maður sem bíður eftir þjónustu segir of lítið fjármagn til sveitarfélaga valda því að þau nái ekki að standa undir lögbundinni þjónustu. 19. september 2024 20:03 „Fatlaða fólkið verður fyrir miskanum“ Það er óboðlegt að fatlaðir fái ekki lögbundna NPA-þjónustu og bíði árum saman á meðan ríki og sveitarfélög bendi á hvort annað varðandi hver ber ábyrgð. Þetta segir formaður NPA-Miðstöðvar. Tugir eru á biðlista eftir þjónustu, þrátt fyrir að mótframlag frá ríkinu vegna NPA-samninga sé ekki fullnýtt. 19. september 2024 13:49 Endalaus þrautaganga Haraldar eftir svörum Haraldur Ingi Þorleifsson, frumkvöðull og baráttumaður, lýsir þrautagöngu sinni við það að fá svör um notendastýrða persónulega aðstoð, eða NPA. Biðlistar eftir þjónustunni eru langir, þrátt fyrir að hún sé lögbundinn. Hann gagnrýnir stjórnvöld harðlega. 18. september 2024 23:18 Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Sjá meira
NPA-samningur er þegar fatlaður einstaklingur semur við sveitarfélag sitt um aðstoð í daglegu lífi. Samningarnir geta verið afar dýrir þar sem margir með samningana þurfa aðstoð allan sólarhringinn. Eftir að sveitarfélögin skrifa undir samningana við einstaklingana geta liðið mörg ár þar til þeir taka gildi, þar sem erfitt er að fjármagna þá. Í núverandi fyrirkomulagi er ríkinu skylt að fjármagna 25 prósent í hverjum samningi og sveitarfélögunum 75 prósent. Í fréttum Stöðvar 2 síðustu daga hefur verið rætt við einstaklinga sem bíða nú eftir fjármögnun sinna samninga. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra segir ríkið hafa fjármagnað sinn hluta af öllum þeim samningum sem komið hafa á borð ráðuneytisins. „Ég er alveg sammála því að þetta er ekki ásættanlegt að fólk þurfi að bíða svona lengi eftir þjónustu sem búið er að samþykkja. Ég vonast bara til þess að það leysist úr þessu, meðal annars með því að ríkið er búið að samþykkja sinn hluta fjármögnunarinnar. En ég heyri frá sveitarfélögunum að þetta er erfitt í sumum tilfellum að klára fjármögnunina. En vonandi leysist úr því hjá þeim,“ segir Guðmundur Ingi. Það hefur ekki borist til tals að auka framlag ríkisins. Ráðuneytið sé þó í stöðugu samtali við sveitarfélögin um málið. Hann kallar eftir því NPA-biðlistarnir verði gerðir opnir þeim sem eru á þeim. „Ef eitthvað breytist á þeim biðlista, þá vitir þú að breytingin er að eiga sér stað og hvers vegna hún á sér stað. Ég held að það væri heppilegra fyrirkomulag,“ segir Guðmundur Ingi.
Málefni fatlaðs fólks Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Heilbrigðismál Sveitarstjórnarmál Félagsmál Tengdar fréttir „Kerfið er algjörlega að bregðast fólkinu“ Dæmi eru um að aðstandendur hafi endað á örorku og fatlaðir einstaklingar fallið frá á meðan beðið er eftir NPA-þjónustu. Maður sem bíður eftir þjónustu segir of lítið fjármagn til sveitarfélaga valda því að þau nái ekki að standa undir lögbundinni þjónustu. 19. september 2024 20:03 „Fatlaða fólkið verður fyrir miskanum“ Það er óboðlegt að fatlaðir fái ekki lögbundna NPA-þjónustu og bíði árum saman á meðan ríki og sveitarfélög bendi á hvort annað varðandi hver ber ábyrgð. Þetta segir formaður NPA-Miðstöðvar. Tugir eru á biðlista eftir þjónustu, þrátt fyrir að mótframlag frá ríkinu vegna NPA-samninga sé ekki fullnýtt. 19. september 2024 13:49 Endalaus þrautaganga Haraldar eftir svörum Haraldur Ingi Þorleifsson, frumkvöðull og baráttumaður, lýsir þrautagöngu sinni við það að fá svör um notendastýrða persónulega aðstoð, eða NPA. Biðlistar eftir þjónustunni eru langir, þrátt fyrir að hún sé lögbundinn. Hann gagnrýnir stjórnvöld harðlega. 18. september 2024 23:18 Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Sjá meira
„Kerfið er algjörlega að bregðast fólkinu“ Dæmi eru um að aðstandendur hafi endað á örorku og fatlaðir einstaklingar fallið frá á meðan beðið er eftir NPA-þjónustu. Maður sem bíður eftir þjónustu segir of lítið fjármagn til sveitarfélaga valda því að þau nái ekki að standa undir lögbundinni þjónustu. 19. september 2024 20:03
„Fatlaða fólkið verður fyrir miskanum“ Það er óboðlegt að fatlaðir fái ekki lögbundna NPA-þjónustu og bíði árum saman á meðan ríki og sveitarfélög bendi á hvort annað varðandi hver ber ábyrgð. Þetta segir formaður NPA-Miðstöðvar. Tugir eru á biðlista eftir þjónustu, þrátt fyrir að mótframlag frá ríkinu vegna NPA-samninga sé ekki fullnýtt. 19. september 2024 13:49
Endalaus þrautaganga Haraldar eftir svörum Haraldur Ingi Þorleifsson, frumkvöðull og baráttumaður, lýsir þrautagöngu sinni við það að fá svör um notendastýrða persónulega aðstoð, eða NPA. Biðlistar eftir þjónustunni eru langir, þrátt fyrir að hún sé lögbundinn. Hann gagnrýnir stjórnvöld harðlega. 18. september 2024 23:18