Réttindi barna

Fréttamynd

Löng bið barna eftir geð­heil­brigðis­þjónustu ekki á­sættan­leg

Eftirspurn eftir geðheilbrigðisþjónustu barna innan heilsugæslunnar er langt umfram framboð. Starfsfólki hefur verið fjölgað og auknar fjárveitingar til málaflokksins en það ekki haldið í við þróun. Í ágúst 2024 biðu 2.020 börn eftir þjónustu hjá Geðheilsumiðstöð barna samanborið við 738 í desember 2021. Tilvísanir hafa sömuleiðis tvöfaldast á tveimur árum.

Innlent
Fréttamynd

Börnin bíða, bíða og bíða

Börnum sem bíða eftir því að komast að hjá Geðheilsumiðstöð barna eða í greiningu hjá Ráðgjafar- og greiningarstöð fjölgar á milli ára. Biðtíminn er ekki mældur í dögum, vikum eða mánuðum heldur árum.

Innlent
Fréttamynd

„Ég ætla ekki að fara með þér niður í bæ ef þú ert með hníf“

Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir mikilvægt að skólasamfélag, heimilin og allt samfélagið komi að þjóðarátaki gegn vopnaburði og ofbeldi meðal ungmenna. Jafningjastuðningu sé einnig mikilvægur. Besta forvörnin fyrir ungmennin sé þó alltaf að ganga ekki með vopn á sér. Afleiðingarnar af því geti verið svo alvarlegar.

Innlent
Fréttamynd

Börnin sem borðuðu kanna­bis-bangsana enn á spítala

Börnin sem flutt voru á slysadeild eftir að hafa borðað gúmmíbangsa með THC eða kannabis eru enn á spítala en ekki talin í lífshættu. Börnin eru yngri en tíu ára gömul. Valtýr Stefánsson Thors yfirlæknir barnalækninga við Landspítalann segir þau vita hvernig börnin komust í bangsana. Hann á von á því að börnin verði útskrifuð fljótlega.

Innlent
Fréttamynd

Blendnar til­finningar fyrir lang­þráð ferða­lag

Tinna Rúnarsdóttir heldur á þriðjudag út til Srí Lanka til að hitta fjölskyldu sína þar. Tinna er ættleidd frá Srí Lanka árið 1984 en kom til landsins í upphafi árs 1985. Í vor ákvað hún að hefja leit að blóðforeldrum sínum á Srí Lanka. Stuttu eftir að hún hóf leitina komst hún að því að báðir foreldrar hennar væru látnir. Móðir hennar hafði verið myrt 2002 en faðir hennar lést stuttu eftir fæðingu hennar.

Innlent
Fréttamynd

Gagn­rýnin sér­stök

Mennta- og barnamálaráðherra segir gagnrýni umboðsmanns barna í hans garð sérstaka enda sé hún meðvituð um stöðu málsins. Umboðsmaður fái kynningu á samræmdu matsferli grunnskóla í næstu viku.

Innlent
Fréttamynd

Sagði móður ekki heila á geði og fær skömm í hattinn

Ummæli Auðar Bjargar Jónsdóttur lögmanns, sem gætti hagsmuna föður drengs í forsjármáli, í garð móður drengsins þóttu aðfinnsluverð að mati úrskurðarnefndar lögmanna. Nefndin segir að hún hafi gengið of langt með gífuryrðum um andlega heilsu móðurinnar.

Innlent
Fréttamynd

Um­­­boðs­­maður barna krefst svara um nýtt náms­mat

Umboðsmaður barna hefur sent mennta- og barnamálaráðherra bréf þar sem óskað er eftir upplýsingum um innleiðingu nýs samræmds námsmats. Einnig er óskað eftir því að ráðuneytið leggi fram skýrslu um framkvæmd skólastarfs í grunnskólum, sem ráðuneytið hefur ekki skilað af sér síðan 2019. Lögum samkvæmt á að leggja slíka skýrslu fram á þriggja ára fresti.

Innlent
Fréttamynd

„Væri ekki að fara ef ekki væri fyrir góð­vild fólks“

Tinna Rúnarsdóttir, sem ættleidd var frá Sri Lanka fyrir fjörutíu árum, er á leið út á vit ættingja sinna. Hún hóf leit að blóðforeldrum sínum fyrr á árinu en við hana kom í ljós að móðir hennar hefði verið myrt fyrir meira en tuttugu árum. Tinna er atvinnulaus fjögurra barna móðir og hefur því sett af stað söfnun vegna ferðarinnar. Hún þakkar allan stuðninginn sem hún hefur þegar fengið. 

Innlent
Fréttamynd

Klámáhorf barna enn að dragast saman

Þrír af hverjum fjórum strákum í framhaldsskóla hafa horft á klám. Hlutfall stelpna er nokkru lægra eða 41 prósent. Lægra hlutfall bæði stráka og stelpa á unglingastigi og á framhaldsskólaaldri segjast hafa horft á klám nú en 2021.

Innlent
Fréttamynd

Fleiri for­eldrar í vanda með máluppeldi en áður

Tinna Sigurðardóttir talmeinafræðingur segi foreldra þurfa meiri og betri leiðbeiningar fyrir talþjálfun barna sinna. Tinna rekur Tröppu, fyrirtæki sem sérhæfir sig í fjarþjónustu fyrir börn, og hefur gert það síðustu tíu árin. Hún segir ekki margt hafa breyst í vanda barna en að foreldrar þurfi meiri aðstoð nú en áður. 

Innlent
Fréttamynd

Gera út­tekt á mat í skólum Ár­borgar: Gjörunnin mat­væli þrisvar í viku

Foreldrar og kennarar í Árborg hafa mörg miklar áhyggjur af matnum sem nú er boðið upp á í grunn- og leikskólum bæjarfélagsins. Til stendur að gera úttekt á innihaldi og næringu matarins en um ár er síðan matráðum leikskólanna var sagt upp í hagræðingarskyni. Þá þurfti sveitarfélagið að gera ýmsar ráðstafanir vegna bágrar fjárhagsstöðu.

Innlent
Fréttamynd

Klára frekar barn­eignir í Noregi en að flytja aftur heim

Dóra Sóldís Ásmundardóttir og maðurinn hennar Sindri Ingólfsson búa í Osló Noregi og eiga tvö börn, Flóka og Öglu Guðrúnu, undir þriggja ára aldri. Þau hafa komið sér vel fyrir í Noregi og eiga ekki endilega von á því að koma heim strax.

Innlent
Fréttamynd

Bið­tími barna eftir heyrnarþjónustu styst lítil­lega

Biðtími barna eftir heyrnarþjónustu hjá Heyrnar- og talmeinastöð Íslands hefur styst lítillega frá því í nóvember á síðasta ári. Þrettán samtök skoruðu þá á ráðherra að tryggja rekstrargrundvöll stofnunarinnar. Fram kemur í nýju svari ráðherra að enn séu um tvö þúsund einstaklingar á bið eftir þjónustu í allt að tvö ár, og að börn bíði nú í þrjá mánuði í stað fimm. 

Innlent
Fréttamynd

Þrettán ung­liða­hreyfingar for­dæma breytingar á út­lendinga­lögum

Þrettán íslenskar ungliðahreyfingar krefjast þess að ný útlendingalög verði samin í samráði við sérfræðinga í málaflokknum, mannréttindasamtök og hagsmunaaðila. Þau fordæma breytingarnar sem á að gera á útlendingalögunum og krefjast þess að allar lagabreytingar séu gerðar með mannréttindi að leiðarljósi.

Innlent
Fréttamynd

Stórar og flóknar til­finningar sem að­stand­endur glíma við

„Margir þeirra sem leita til okkar þurfa fyrst og fremst áheyrn. Þau koma til okkar og segja: Ég hef engan að tala við. Ég get ekki rætt þetta við fjölskylduna eða vini mína. Fólki finnst erfitt að tjá sig um þetta og upplifir líka að aðrir vilji ekki hlusta,“ segir Eiríkur Steinarsson sem er fjölskyldufræðingur hjá Bjargráð ásamt Jennýju Þórkötlu Magnúsdóttur.

Innlent
Fréttamynd

Vítisvist á Ung­linga­heimili ríkisins

Maður sem var sem unglingur vistaður á Unglingaheimili ríkisins í Kópavogi lýsir  vítisvist. Innilokunum, barsmíðum og kynferðislegu ofbeldi. Tveir starfsmenn hafi sparkað úr honum tennurnar þegar þeim mistókst að koma fram vilja sínum.  Sanngirnisbætur sem hann fékk á sínum tíma hafi ekki einu sinni dugað fyrir tannlækniskostnaði. 

Innlent
Fréttamynd

Vilja banna snjallsíma fyrir yngri en 16 ára

Breskir þingmenn kalla nú eftir því að farsímar verði alfarið bannaðir fyrir börn sem eru 16 ára og yngri og bannaðir alveg í skólum. Þá er einnig kallað eftir því að aðgangur að samfélagsmiðlum verði bundinn við sama aldur.

Erlent
Fréttamynd

„Það er svo ó­trú­lega erfitt að vera synjað um að hitta börnin sín”

„Hvað hafa börnin mín gert? Það var ég sem braut af mér en ekki börnin mín. En samt voru það börnin mín sem þurftu örugglega að gjalda mest fyrir þetta. Það er mjög erfitt fyrir mig að díla við það, ég er bara hérna einn á meðan fjölskyldan mín er heima að líða ömurlega. Ég er ekki í neinni aðstöðu til að vera til staðar fyrir börnin,“ segir íslenskur karlmaður sem afplánar dóm í fangelsi.

Innlent
Fréttamynd

Eru stjórn­völd að virða réttindi barna á flótta?

„Börn sem þurfa að flýja heimaland sitt sem flóttamenn eiga rétt á vernd og stuðningi við að nýta sér þau réttindi sem þau eiga samkvæmt Barnasáttmálanum í nýja landinu.“ Svona hljóðar 22. grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem fjallar um börn sem flóttamenn.

Skoðun
Fréttamynd

Stutt við barna­fjöl­skyldur

Á Alþingi var vikunni mælt fyrir frumvarpi til fjáraukalaga fyrir árið 2024, en við vinnslu fjárlaga lá ekki fyrir með hvaða hætti stjórnvöld myndu koma að gerð kjarasamninga. Með frumvarpi til fjáraukalaga er nú verið að leita aukinna fjárheimilda til Alþingis vegna samninganna.

Skoðun
Fréttamynd

Ráð­herra kynnir nýtt mæla­borð far­sældar barna

Mennta- og barnamálaráðuneytið kynnir í dag nýtt Mælaborð farsældar barna. Um er að ræða nýtt verkfæri sem er hannað til að styðja við innleiðingu farsældarlaganna og innleiða gagnadrifna stefnumótun hvað hag barna varðar. Kynning hefst klukkan 9 og er hægt að horfa í beinu streymi.

Innlent