Alma afnemur tilvísanakerfi fyrir börn vegna heilbrigðisþjónustu Lovísa Arnardóttir skrifar 26. maí 2025 14:05 Alma segir tilvísanakerfið hafa leitt til þess að börn efnaminni fjölskyldna biðu á meðan börn efnameiri fjölskyldna fengu þjónustu fyrr því hægt var að greiða fyrir hana. Vísir/Vilhelm Alma D. Möller heilbrigðisráðherra hefur afnumið tilvísanakerfi fyrir börn vegna heilbrigðisþjónustu. Samhliða verður skipaður starfshópur til að móta tillögur um hliðvörslu í heilbrigðiskerfinu til framtíðar. Formaður Félags heimilislækna fagnar ákvörðuninni. Með afnámi tilvísanaskyldu verður þjónusta sérgreinalækna við börn gjaldfrjáls, óháð tilvísun. Reglugerð um afnám tilvísanakerfis fyrir börn tekur gildi 1. júlí. Frá þessu er greint í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Í tilkynningu stjórnarráðsins segir að tilvísanakerfið fyrir börn hafi tekið gildi árið 2017 og þá hafi verið horft til þess að heilsugæslan ætti að vera fyrsti viðkomustaður fólks í heilbrigðiskerfinu. Vísa ætti fólki í annað úrræði gæti heilsugæslan ekki leyst vandann. Kerfið hafi verið tengt greiðsluþátttökukerfi og það því verið þannig að barn sem hitti sérfræðilækni með tilvísun greiddi ekkert fyrir það en barn sem fór án tilvísunar greiddi fyrir það. Fyrir ári síðan hafi tilvísanakerfi fyrir börn verið breytt í þeim tilgangi að einfalda það og auka skilvirkni. Meðal annars hafi tilvísanaskylda verið felld niður sem skilyrði fyrir greiðsluþátttöku hjá tilteknum sérfræðigreinum. Skiptar skoðanir hafi verið um árangur þeirra breytinga. Alma D. Möller heilbrigðisráðherra segir í tilkynningunni ljóst að núverandi fyrirkomulag tilvísana barna hafi hvorki þjónað þeim tilgangi né skilað þeim árangri sem að var stefnt. Börn efnalítilla foreldra bíða Í dag leiði tilvísanakerfið til þess að börn efnalítilla foreldra sem þurfa tilvísun af fjárhagslegum ástæðum bíða í mörgum tilvikum lengur eftir þjónustu en börn foreldra sem hafa fjárhagslega burði til að fara með börn sín til sérfræðinga án tilvísunar og greiða fyrir þjónustuna. „Það þarf að ákveða hvernig megi haga hliðvörslu í heilbrigðiskerfinu á skynsamlegan, faglegan og skilvirkan hátt. Því hef ég ákveðið að stofna starfshóp um það málefni sem mikilvægt er að vinni hratt og vel og geti skilað tillögum fyrir lok þessa árs. Ég hef þegar átt viðtöl við forsvarsmenn lækna, þar á meðal formann félags heimilislækna og mun halda samtalinu áfram“ segir Alma D. Möller. Hún segir einnig nauðsynlegt að skoða hvernig efla megi þjónustu heilsugæslunnar til að sinna börnum og enn fremur að bæta vegvísun í heilbrigðiskerfinu gagnvart börnum og foreldrum þeirra. Alma leggur áherslu á að heilsugæslan getur leyst úr stærstum hluta erinda þeirra sem til hennar leita. Hún hvetur því foreldra til að nýta áfram góða þjónustu heilsugæslunnar fyrir börn sín. Heimilislæknar fagna „Við fögnum innilega þessari ákvörðun ráðherra og því að hlustað hafi verið á óskir heimilislækna um að auka skilvirkni í heilbrigðiskerfinu og bæta þjónustu heilsugæslunnar með því að draga úr óþarfa pappírslálagi. Við hlökkum til frekara samstarfs,“ segir Margrét Ólafía Tómasdóttir, formaður Félags íslenskra heimilislækna. Heilbrigðismál Réttindi barna Börn og uppeldi Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Með afnámi tilvísanaskyldu verður þjónusta sérgreinalækna við börn gjaldfrjáls, óháð tilvísun. Reglugerð um afnám tilvísanakerfis fyrir börn tekur gildi 1. júlí. Frá þessu er greint í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Í tilkynningu stjórnarráðsins segir að tilvísanakerfið fyrir börn hafi tekið gildi árið 2017 og þá hafi verið horft til þess að heilsugæslan ætti að vera fyrsti viðkomustaður fólks í heilbrigðiskerfinu. Vísa ætti fólki í annað úrræði gæti heilsugæslan ekki leyst vandann. Kerfið hafi verið tengt greiðsluþátttökukerfi og það því verið þannig að barn sem hitti sérfræðilækni með tilvísun greiddi ekkert fyrir það en barn sem fór án tilvísunar greiddi fyrir það. Fyrir ári síðan hafi tilvísanakerfi fyrir börn verið breytt í þeim tilgangi að einfalda það og auka skilvirkni. Meðal annars hafi tilvísanaskylda verið felld niður sem skilyrði fyrir greiðsluþátttöku hjá tilteknum sérfræðigreinum. Skiptar skoðanir hafi verið um árangur þeirra breytinga. Alma D. Möller heilbrigðisráðherra segir í tilkynningunni ljóst að núverandi fyrirkomulag tilvísana barna hafi hvorki þjónað þeim tilgangi né skilað þeim árangri sem að var stefnt. Börn efnalítilla foreldra bíða Í dag leiði tilvísanakerfið til þess að börn efnalítilla foreldra sem þurfa tilvísun af fjárhagslegum ástæðum bíða í mörgum tilvikum lengur eftir þjónustu en börn foreldra sem hafa fjárhagslega burði til að fara með börn sín til sérfræðinga án tilvísunar og greiða fyrir þjónustuna. „Það þarf að ákveða hvernig megi haga hliðvörslu í heilbrigðiskerfinu á skynsamlegan, faglegan og skilvirkan hátt. Því hef ég ákveðið að stofna starfshóp um það málefni sem mikilvægt er að vinni hratt og vel og geti skilað tillögum fyrir lok þessa árs. Ég hef þegar átt viðtöl við forsvarsmenn lækna, þar á meðal formann félags heimilislækna og mun halda samtalinu áfram“ segir Alma D. Möller. Hún segir einnig nauðsynlegt að skoða hvernig efla megi þjónustu heilsugæslunnar til að sinna börnum og enn fremur að bæta vegvísun í heilbrigðiskerfinu gagnvart börnum og foreldrum þeirra. Alma leggur áherslu á að heilsugæslan getur leyst úr stærstum hluta erinda þeirra sem til hennar leita. Hún hvetur því foreldra til að nýta áfram góða þjónustu heilsugæslunnar fyrir börn sín. Heimilislæknar fagna „Við fögnum innilega þessari ákvörðun ráðherra og því að hlustað hafi verið á óskir heimilislækna um að auka skilvirkni í heilbrigðiskerfinu og bæta þjónustu heilsugæslunnar með því að draga úr óþarfa pappírslálagi. Við hlökkum til frekara samstarfs,“ segir Margrét Ólafía Tómasdóttir, formaður Félags íslenskra heimilislækna.
Heilbrigðismál Réttindi barna Börn og uppeldi Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira