Alma afnemur tilvísanakerfi fyrir börn vegna heilbrigðisþjónustu Lovísa Arnardóttir skrifar 26. maí 2025 14:05 Alma segir tilvísanakerfið hafa leitt til þess að börn efnaminni fjölskyldna biðu á meðan börn efnameiri fjölskyldna fengu þjónustu fyrr því hægt var að greiða fyrir hana. Vísir/Vilhelm Alma D. Möller heilbrigðisráðherra hefur afnumið tilvísanakerfi fyrir börn vegna heilbrigðisþjónustu. Samhliða verður skipaður starfshópur til að móta tillögur um hliðvörslu í heilbrigðiskerfinu til framtíðar. Formaður Félags heimilislækna fagnar ákvörðuninni. Með afnámi tilvísanaskyldu verður þjónusta sérgreinalækna við börn gjaldfrjáls, óháð tilvísun. Reglugerð um afnám tilvísanakerfis fyrir börn tekur gildi 1. júlí. Frá þessu er greint í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Í tilkynningu stjórnarráðsins segir að tilvísanakerfið fyrir börn hafi tekið gildi árið 2017 og þá hafi verið horft til þess að heilsugæslan ætti að vera fyrsti viðkomustaður fólks í heilbrigðiskerfinu. Vísa ætti fólki í annað úrræði gæti heilsugæslan ekki leyst vandann. Kerfið hafi verið tengt greiðsluþátttökukerfi og það því verið þannig að barn sem hitti sérfræðilækni með tilvísun greiddi ekkert fyrir það en barn sem fór án tilvísunar greiddi fyrir það. Fyrir ári síðan hafi tilvísanakerfi fyrir börn verið breytt í þeim tilgangi að einfalda það og auka skilvirkni. Meðal annars hafi tilvísanaskylda verið felld niður sem skilyrði fyrir greiðsluþátttöku hjá tilteknum sérfræðigreinum. Skiptar skoðanir hafi verið um árangur þeirra breytinga. Alma D. Möller heilbrigðisráðherra segir í tilkynningunni ljóst að núverandi fyrirkomulag tilvísana barna hafi hvorki þjónað þeim tilgangi né skilað þeim árangri sem að var stefnt. Börn efnalítilla foreldra bíða Í dag leiði tilvísanakerfið til þess að börn efnalítilla foreldra sem þurfa tilvísun af fjárhagslegum ástæðum bíða í mörgum tilvikum lengur eftir þjónustu en börn foreldra sem hafa fjárhagslega burði til að fara með börn sín til sérfræðinga án tilvísunar og greiða fyrir þjónustuna. „Það þarf að ákveða hvernig megi haga hliðvörslu í heilbrigðiskerfinu á skynsamlegan, faglegan og skilvirkan hátt. Því hef ég ákveðið að stofna starfshóp um það málefni sem mikilvægt er að vinni hratt og vel og geti skilað tillögum fyrir lok þessa árs. Ég hef þegar átt viðtöl við forsvarsmenn lækna, þar á meðal formann félags heimilislækna og mun halda samtalinu áfram“ segir Alma D. Möller. Hún segir einnig nauðsynlegt að skoða hvernig efla megi þjónustu heilsugæslunnar til að sinna börnum og enn fremur að bæta vegvísun í heilbrigðiskerfinu gagnvart börnum og foreldrum þeirra. Alma leggur áherslu á að heilsugæslan getur leyst úr stærstum hluta erinda þeirra sem til hennar leita. Hún hvetur því foreldra til að nýta áfram góða þjónustu heilsugæslunnar fyrir börn sín. Heimilislæknar fagna „Við fögnum innilega þessari ákvörðun ráðherra og því að hlustað hafi verið á óskir heimilislækna um að auka skilvirkni í heilbrigðiskerfinu og bæta þjónustu heilsugæslunnar með því að draga úr óþarfa pappírslálagi. Við hlökkum til frekara samstarfs,“ segir Margrét Ólafía Tómasdóttir, formaður Félags íslenskra heimilislækna. Heilbrigðismál Réttindi barna Börn og uppeldi Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Sjá meira
Með afnámi tilvísanaskyldu verður þjónusta sérgreinalækna við börn gjaldfrjáls, óháð tilvísun. Reglugerð um afnám tilvísanakerfis fyrir börn tekur gildi 1. júlí. Frá þessu er greint í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Í tilkynningu stjórnarráðsins segir að tilvísanakerfið fyrir börn hafi tekið gildi árið 2017 og þá hafi verið horft til þess að heilsugæslan ætti að vera fyrsti viðkomustaður fólks í heilbrigðiskerfinu. Vísa ætti fólki í annað úrræði gæti heilsugæslan ekki leyst vandann. Kerfið hafi verið tengt greiðsluþátttökukerfi og það því verið þannig að barn sem hitti sérfræðilækni með tilvísun greiddi ekkert fyrir það en barn sem fór án tilvísunar greiddi fyrir það. Fyrir ári síðan hafi tilvísanakerfi fyrir börn verið breytt í þeim tilgangi að einfalda það og auka skilvirkni. Meðal annars hafi tilvísanaskylda verið felld niður sem skilyrði fyrir greiðsluþátttöku hjá tilteknum sérfræðigreinum. Skiptar skoðanir hafi verið um árangur þeirra breytinga. Alma D. Möller heilbrigðisráðherra segir í tilkynningunni ljóst að núverandi fyrirkomulag tilvísana barna hafi hvorki þjónað þeim tilgangi né skilað þeim árangri sem að var stefnt. Börn efnalítilla foreldra bíða Í dag leiði tilvísanakerfið til þess að börn efnalítilla foreldra sem þurfa tilvísun af fjárhagslegum ástæðum bíða í mörgum tilvikum lengur eftir þjónustu en börn foreldra sem hafa fjárhagslega burði til að fara með börn sín til sérfræðinga án tilvísunar og greiða fyrir þjónustuna. „Það þarf að ákveða hvernig megi haga hliðvörslu í heilbrigðiskerfinu á skynsamlegan, faglegan og skilvirkan hátt. Því hef ég ákveðið að stofna starfshóp um það málefni sem mikilvægt er að vinni hratt og vel og geti skilað tillögum fyrir lok þessa árs. Ég hef þegar átt viðtöl við forsvarsmenn lækna, þar á meðal formann félags heimilislækna og mun halda samtalinu áfram“ segir Alma D. Möller. Hún segir einnig nauðsynlegt að skoða hvernig efla megi þjónustu heilsugæslunnar til að sinna börnum og enn fremur að bæta vegvísun í heilbrigðiskerfinu gagnvart börnum og foreldrum þeirra. Alma leggur áherslu á að heilsugæslan getur leyst úr stærstum hluta erinda þeirra sem til hennar leita. Hún hvetur því foreldra til að nýta áfram góða þjónustu heilsugæslunnar fyrir börn sín. Heimilislæknar fagna „Við fögnum innilega þessari ákvörðun ráðherra og því að hlustað hafi verið á óskir heimilislækna um að auka skilvirkni í heilbrigðiskerfinu og bæta þjónustu heilsugæslunnar með því að draga úr óþarfa pappírslálagi. Við hlökkum til frekara samstarfs,“ segir Margrét Ólafía Tómasdóttir, formaður Félags íslenskra heimilislækna.
Heilbrigðismál Réttindi barna Börn og uppeldi Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Sjá meira