Bókaútgáfa

Fréttamynd

Hillary Clin­ton gestur Ragnars og Yrsu á Iceland Noir

Yrsa Sigurðardóttir segir Iceland Noir ekki lengur litla glæpahátíð. Sérstakur viðburður verður degi eftir að hátíðinni lýkur í ár þar sem Hillary Clinton og Louise Penny ræða pólitíska spennusögu sína, Ríki óttans. Viðburðurinn fer fram þann 19. nóvember. 

Lífið
Fréttamynd

„Með því að leyfa mér að hlusta á hjartað mitt, fylltist ég eldmóði og ástríðu“

„Ég lofaði danskri vinkonu minni að eftir forsetaframboðið myndi ég ekki stökkva strax í næsta starf, að ég myndi gefa mér að minnsta kosti ár til að hugsa vel hvað tæki við yrði ég ekki forseti. Þetta var gott ráð því eftir framboðið buðust mér áhugaverð hlutverk og eftir um níu mánuði var ég nánast búin að ganga frá ráðningu í spennandi starf í Bandaríkjunum en þá vildi svo til að ég ökklabraut mig,“ segir Halla Tómasdóttir, forstjóri og fyrrum forsetaframbjóðandi.

Atvinnulíf
Fréttamynd

And­látið markaði skrifin mikið

Eva Björg Sigurðardóttir barnabókahöfundur, kennari og margra barna móðir er óneitanlega upptekin kona. Samhliða fullu starfi stefnir hún á að skrifa fimm barnabækur sem sjálfstætt starfandi útgefandi en hún segir andlát föður síns markað skrif sín mikið.

Lífið
Fréttamynd

Frændur og ungir feður: Búa til ævintýri þar sem söguhetjan eru börnin sjálf

„Dóttir mín elskar að lesa. Og mér finnst mjög annt um þann tíma sem ég les með henni því þetta er ákveðin gæðastund. Hún vill samt mikið stjórna því hvað við erum að lesa og þar af leiðandi erum við oft að lesa sömu bækurnar. Ég vissi að hún myndi elska að eiga bók með nafninu sínu þar sem hún væri sjálf í aðalhlutverki,“ segir Sölvi Víðisson, annar stofnandi Ævintýri.is, en þar er hægt að panta sérhannaðar bækur fyrir hvert barn.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Ekkert hand­rit hentaði sem verð­launa­saga

Íslensku barnabókaverðlaunin verða ekki veitt í ár. Dómnefnd Verðlaunasjóðs íslenskra barnabóka hefur nú lesið þau handrit sem bárust í samkeppnina í ár og er niðurstaða hennar sú að ekkert þeirra henti sem verðlaunasaga.

Menning
Fréttamynd

Tæp­lega 98 þúsund bækur seldust

97.827 bækur seldust á Bókamarkaði Félags íslenskra bókaútgefenda á Laugardalsvelli í ár sem jafngildir því að um 26 prósent allra íbúa landsins hafi náð sér í bók eða ríflega fjórðungur landsmanna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gerður Krist­ný, Kristín Svava og Arn­­dís hlutu Fjöru­verð­­launin 2023

Rithöfundarnir Gerður Kristný, Kristín Svava Tómasdóttir og Arndís Þórarinsdóttir fengu í dag afhent Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna (sís og trans) og trans, kynsegin og intersex fólks á Íslandi. Þau voru afhent í sautjánda sinn við hátíðlega athöfn í Tjarnarsal ráðhússins í Reykjavík í dag, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna.

Menning
Fréttamynd

Tuttugu og fimm þúsund bækur á fjórum dögum

Bækur flæða um húsakynni Knattspyrnusambands Íslands þar sem bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda fer nú fram. Nú þegar hafa selst 25.000 bækur á fjórum dögum. Stefnan er sett á hundrað þúsund.

Menning
Fréttamynd

Kveður bókabransann með hámglápi og langþráðu fríi

Egill Örn Jóhannsson hefur verið framkvæmdastjóri Forlagsins frá stofnun útgáfunnar. Í gær var greint frá því að hann hafi sagt upp störfum hjá bókaútgáfunni og eiginkona hans, Þórhildur Garðarsdóttir, fjármálastjóri Forlagsins, jafnframt.

Menning
Fréttamynd

Harry búinn að brenna allar brýr að baki sér

Bókin sem öll heimsbyggðin er að tala um, "Varaskeifa" eftir Harry Bretaprins, kom í bókabúðir á Íslandi í dag. Áhugakona um bresku konungsfjölskylduna segir að Harry sé með bókinni búinn að brenna allar brýr að baki sér hvað fjölskylduna varðar.

Lífið
Fréttamynd

Síðasti Bók­sölu­listinn fyrir jól

Nú æsast heldur betur leikar í bóksölunni. Hér getur að líta síðasta Bóksölulistann sem birtist fyrir þessi jólin en jólabókaflóðið er nú að nálgast hápunkt sinn. Að mati sérfræðings Vísis í bóksölu, Bryndísar Loftsdóttur hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda, liggur fyrir að hinn svokallaði Svarti foli þetta árið, sá sem kemur helst á óvart, er sjálfur forsætisráðherra þjóðarinnar, Katrín Jakobsdóttir.

Menning
Fréttamynd

Einar Kárason segist núll og nix í augum Rannís-fólks

Einar Kárason rithöfundur fékk við síðustu úthlutun listamannalauna, fyrir árið 2023, sex mánuði eða hálft ár. Einar telur það skítt fyrir mann sem hefur gert ritstörf að ævistarfi sínu. Og hann liggur ekki á þeirri skoðun sinni heldur lætur þá sem standa að úthlutuninni heyra það.

Menning
Fréttamynd

„Draumar rætast en sjaldnast af sjálfu sér“

„Hvatvísin kemur mér reglulega í klandur, en hefur að sama skapi drifið flesta draumana mína áfram,“ segir Kristborg Bóel Steindórsdóttir sem var að senda frá sér tvær bækur. Önnur er Gestabók og hin nefnist Draumar. 

Lífið
Fréttamynd

Ellefu ára rit­höfundur með sína fyrstu skáld­sögu

Þrátt fyrir að Halla María Lárusdóttir sé ekki nema 11 ára gömul þá er hún búin að gefa út sína fyrstu skáldsögu, auk þess að myndskreyta bókina. Sögupersóna bókarinnar, Kolbrún lendir í allskyns ævintýrum í sögunni þar sem hálsmen spilar stórt hlutverk.

Innlent
Fréttamynd

Glæpamenn geta líka verið „woke“

Jón Atli Jónasson var að senda frá sér hörkukrimma sem heitir Brotin. Þetta er harðsoðin glæpasaga og ef að er gáð er umfjöllunarefnið ef til vill ekki svo ýkja fjarri þeim íslenska veruleika sem við blasir. Höfundurinn er í það minnsta á því að þetta sé raunsæi.

Menning
Fréttamynd

Hannes segir Eirík hafa borið þungan hug til Geirs

Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur sent frá sér mikla bók um Landsdómsmálið. Niðurstaðan kemur bókarhöfundi ekki á óvart. Geir H. Haarde er saklaus. Í bókinni er allt tekið til sem bendir í þá átt. Meðal þess er hæfi Eiríks Tómassonar hæstaréttardómara, Hannes telur engum vafa undirorpið að hann hafi verið bullandi vanhæfur til að fella dóma yfir Geir.

Innlent
Fréttamynd

Bókaþjóðin elskar Birgittu

Salan á barnabókum söngkonunnar Birgittu Haukdal er nú þegar orðin 20 þúsund eintök. Í stefnir að hún muni selja 30 þúsund eintök áður en þessi vertíð er á enda, sem er fáheyrt. Sjálf bókaþjóðin elskar Birgittu.

Menning