Einn helsti rithöfundur Albaníu er allur Jakob Bjarnar skrifar 1. júlí 2024 10:17 Ismail Kadare, albanski rithöfundurinn, er allur. Getty Images/Leonardo Cendamo Albanski rithöfundurinn Ismail Kadare er látinn. Hann er fæddur 1936 og lést 1. júlí á þessu ári. Kadare hefur verið talinn eitt helsta skáld og hugsuður 20. og 21. aldarinnar, en hann hefur barist mjög gegn alræði í skrifum sínum. Hann fékkst við skáldsagnaritun, ljóð, pistla og var auk þess handritshöfundur og leikskáld. Kadare hafði átt við vanheilsu að stríða undanfarin ár en hjartað gaf sig. Einn þeirra sem ekki hefur farið dult með hrifningu sína á Kadare er hinn fjölfróði Egill Helgason sjónvarpsmaður sem telur synd og skömm að hann hafi aldrei fengið Nóbelsverðlaunin eins og hann átti svo innilega skilið. Í greinarkorni sem Egill tók saman um Kadare kemur fram að Kadare hafi ýmis búið í Albanínu og Frakklandi. „Kadare er einn af frumlegustu rithöfundum sem nú er uppi – og hann hefur frá miklu að segja. Er frá dularfullri þjóð með dularfulla sögu og dularfullar hugsanir.“ Ein bóka Kadares fjallar um fræðimenn sem fara í albönsk fjöll til að leita að söngvurum sem þylja kvæði í anda Hómers, löng söguljóð sem þeir kunna utan að. „Hún gerist í kringum 1930, Kadare er að leika sér með kenningar um munnlega geymd sem voru vinsælar um tíma. Bókin heitir á ensku The File on H – H er ekki minni maður en sjálfur Hómer. Og Egill heldur áfram að rifja upp bækur eftir Kadare sem hann þekkir: „Önnur bók eftir hann fjallar um fall manns sem átti að verða arftaki hins mikla leiðsögumanns – Envers Hoxha. Og auðvitað fellur fjölskylda hans með honum líka. Allir þurfa alltaf að hafa vara á sér; hvert orð, hver svipur, hver hugsun getur steypt manni í glötun.“ Og áfram heldur Egill í upprifjun sinni á bókum eftir þennan mikla meistara: „Sú þriðja sem ég hef lesið eftir Kadare segir frá stórri og dimmri höll þar sem öllum draumum í ríkinu er safnað saman. Hún er mjög í anda Kafka, en um leið metafóra um hina alltumlykjandi alræðisstjórn sem Albanía bjó við. Kadare er höfundur sem vandist við að geta ekki sagt hlutina beint út. Stundum gerir það bækur forvitnilegri.“ Og Egill segir að endingu: „Albanía var kannski akkúrat staðurinn til að geta af sér annan Kafka.“ Bókaútgáfa Andlát Albanía Bókmenntir Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Hann fékkst við skáldsagnaritun, ljóð, pistla og var auk þess handritshöfundur og leikskáld. Kadare hafði átt við vanheilsu að stríða undanfarin ár en hjartað gaf sig. Einn þeirra sem ekki hefur farið dult með hrifningu sína á Kadare er hinn fjölfróði Egill Helgason sjónvarpsmaður sem telur synd og skömm að hann hafi aldrei fengið Nóbelsverðlaunin eins og hann átti svo innilega skilið. Í greinarkorni sem Egill tók saman um Kadare kemur fram að Kadare hafi ýmis búið í Albanínu og Frakklandi. „Kadare er einn af frumlegustu rithöfundum sem nú er uppi – og hann hefur frá miklu að segja. Er frá dularfullri þjóð með dularfulla sögu og dularfullar hugsanir.“ Ein bóka Kadares fjallar um fræðimenn sem fara í albönsk fjöll til að leita að söngvurum sem þylja kvæði í anda Hómers, löng söguljóð sem þeir kunna utan að. „Hún gerist í kringum 1930, Kadare er að leika sér með kenningar um munnlega geymd sem voru vinsælar um tíma. Bókin heitir á ensku The File on H – H er ekki minni maður en sjálfur Hómer. Og Egill heldur áfram að rifja upp bækur eftir Kadare sem hann þekkir: „Önnur bók eftir hann fjallar um fall manns sem átti að verða arftaki hins mikla leiðsögumanns – Envers Hoxha. Og auðvitað fellur fjölskylda hans með honum líka. Allir þurfa alltaf að hafa vara á sér; hvert orð, hver svipur, hver hugsun getur steypt manni í glötun.“ Og áfram heldur Egill í upprifjun sinni á bókum eftir þennan mikla meistara: „Sú þriðja sem ég hef lesið eftir Kadare segir frá stórri og dimmri höll þar sem öllum draumum í ríkinu er safnað saman. Hún er mjög í anda Kafka, en um leið metafóra um hina alltumlykjandi alræðisstjórn sem Albanía bjó við. Kadare er höfundur sem vandist við að geta ekki sagt hlutina beint út. Stundum gerir það bækur forvitnilegri.“ Og Egill segir að endingu: „Albanía var kannski akkúrat staðurinn til að geta af sér annan Kafka.“
Bókaútgáfa Andlát Albanía Bókmenntir Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent