Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Jakob Bjarnar skrifar 5. nóvember 2024 08:03 Bragi Páll fer ekki leynt með skoðanir sínar og ef lesendur setja þær fyrir sig og forðast bækur hans á þeim forsendum, þá grætur höfundurinn það ekki. vísir/rax Bragi Páll var að senda frá sér sína fjórðu bók; Næstsíðasta líf Jens Ólafssonar Olsen. Þrándur Þórarinsson málar myndina á kápuna en þar má sjá söguhetjunni eftir að nokkur umskipti hafa átt sér stað. Hann étur skít og öðlast samkennd. Bragi Páll er einstaklega fær penni og hann er áhugamaður um hið líkamlega, það hefur verið viðfangsefni hans en samt er hann ekki beinlínis týpan sem maður sér fyrir sér stunda ræktina af miklum móð. Í það minnsta var hann nýbúinn að setja nagla á dekk reiðhjóls síns, sem hann kallar Kvikindið og var að fara í ræktina þegar blaðamaður Vísis reyndi að ná af honum tali. „Það verður að halda sér í formi.“ Jú, auðvitað verður að halda sér í formi. Blaðamaður Vísis telur sig reyndar ekki hafa tök á því og hann hafði einhvern veginn ímyndað sér að hann ætti sálufélaga í því í Braga Páli; að vera ekki sjálfur persónulega að velta sér upp úr hinu líkamlega. En það er ekki svo. „Já, ég hef stundað ræktina allt frá því ég lét renna af mér 2012. Fyrsta árið mitt edrú þurfti ég að fá frí frá hugsunum mínum og uppgötvaði þá að lyftingar færðu mig algjörlega í holdið og spendýrið. Bragi Páll segir húðflúrin sín ekki koma ræktarfélögum sínum í opna skjöldu, það er helst í þurrgufunn úti á nesi sem hann fær spurningar.vísir/rax Ef ég er mjög þreyttur í skrokknum, úrvinda og með ágengar harðsperrur þá þvælist sjálfsmyndin og krefjandi hugsanir minna fyrir mér. Svo er ég orðinn fertugur og tæpir tveir metrar, því fylgja allskonar liðvandamál og bakverkir, sem ekkert virðist halda í skefjum nema líkamsrækt. Þannig ég þarf að stunda líkamsrækt að lágmarki 2 sinnum í viku, fyrir skrokkinn og sálina.“ Internetið gerir okkur öll að andlitslausum óvinum Bragi Páll er þekktur fyrir það að hafa fengið sér húðflúr sem fela í sér beinskeytt skilaboð. Þannig lét hann tattúra á hægra læri sitt textann: „Hanna Birna, segðu af þér.“ Þetta var þegar Lekamálið svokallaða var í algleymingi. Og nýverið lét Bragi Páll húðflúra Bjarna Benediktsson á hægri rasskinn sína. Þar er Bjarni í gervi Bjarnabófa úr myndasögunum um Andrés Önd. Maður þarf ekki að vera kjarneðlisfræðingur til að átta sig á því hvaða pólitísku skoðanir Bragi Páll aðhyllist. En bregður ræktarfélögunum ekkert í brún þegar þeir sjá þessi tattú? (Bragi hlær og heldur ekki.) „Þeir sem fara með mér vita hvernig ég er innrættur og skreyttur, þannig ég á erfitt með að koma þeim á óvart. Það er kannski helst í þurrgufunni úti á Seltjarnarnesi, þar sem menn mæta á sprellanum, þar fæ ég spurningar, eins og hvað ég hafi á móti Hönnu Birnu og hvort Bjarni Ben eigi virkilega skilið að vera á rassinum á mér? En þá líka kristallast hvað er ofboðslega hollt fyrir bæði einstaklinginn og samfélagið að ræða við samborgara sína. Internetið gerir okkur öll að andlitslausum óvinum, en nakinn í gufunni erum við alveg sjúklega mennsk og saman í pínulitlum björgunarbát. Heimsklassa röflarar á Seltjarnarnesi Og hvernig svarar þú þeim spurningum, í gufunni, á sprellanum? „Ég reyni auðvitað að ögra heimsmynd þeirra, rétt eins og þeir gera við mig, sem er sjúklega hressandi. Ég segi bara eins og er, að ég hafi akkúrat ekkert á móti Hönnu, sem axlaði ábyrgð á sínum hluta upp að eins miklu marki og íhaldinu er unnt, en að listinn yfir það hvað kom Bjarna á bossann sé of langur til þess að þylja upp í svona miklum hita. Það er svo hollt að rífast við fólk, tala nú ekki um svona heimsklassa röflara eins og þeir eiga úti á nesi.“ Bragi Páll segist nota húmorinn til að draga lesendur áfram í hryllingnum.vísir/rax Ég held að ekki sé ofsagt að segja að þér hafi tekist að koma eiginlega öllum Sjálfstæðismönnum upp á móti þér, þeir ... tjahh, hata er kannski svolítið stórt orð, en þú ert enginn uppáhalds karl hjá þeim. Ég held að þú hafir tekið fram úr Hallgrími hvað það varðar? (Og þó réðst hann á bíl Geirs!) „Já, ég fæ nú sjálfur stundum leið á því að sparka í þá, þeir eru svo auðveld skotmörk og stöðugt að skapa ný tækifæri fyrir hirðfífl eins og mig að vera með stæla. Þetta er engin ákvörðun hjá mér, sú vegferð sem Davíð Oddson lagði af stað með flokkinn í og Bjarni hefur haldið áfram með, að fara með nýfrjálshyggjutilraunina eins langt og mögulegt er, hefur haft svo alvarlegar afleiðingar fyrir íslenskt samfélag að almenningur virðist kannski ekki alveg kveikja á því.“ Enginn vill að Hannibal Lecter sigri Þetta er greinilega viðameiri spurning en blaðamaður hafði áttað sig á því nú setur Bragi Páll á mikla ræðu: „Hrafn Jónsson vinur minn hefur stundum líkt þessu við froskinn sem verið er að sjóða í vatni. Hann tekur ekki eftir því að potturinn er sífellt að verða heitari fyrr en skyndilega einhver frakki er byrjaður að löðra á þig smjöri og skola þér niður með hvítvíni. Ef ríkasta fólk landsins og varðhundar þeirra eru fúl út í mig þá hlýt ég að vera á réttri leið.“ Bragi Páll segir þá fáa sem haldi með fógetanum í Nottingham, fólk heldur með Hróa Hetti. „Það vilja ekki margir að Svarthöfði sigri, eða Hannibal Lecter. Þannig finnst mér mjög mikilvægt að halda þrýsting á valdið, að láta þau ekki komast upp með að afvegaleiða og þvæla raunveruleikann þar til enginn ber kennsl á hann lengur. En ég held að fólk sé samt smá að vakna, heiðarlegt fólk hægra megin sér nú aðra valmöguleika og þarf ekki lengur að stíga inn í eða styðja mafíuna sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur alla tíð verið til þess að sjá hugsjónum sínum haldið á lofti.“ Grætur ekki lesendur sem setja skoðanir hans fyrir sig Sko, ég spyr af því að rithöfundar flestir leitast við að halda öllum góðum. Þeir gefa sig flestir út fyrir að vera ópólitískir. Og eru þá kannski að horfa til bóksölu. Þú ert ekki þar? „Já, þetta minnir mig á tilvitnunina í Michael Jordan, að repúblikanar kaupi líka strigaskó, þegar hann var beðinn um afstöðu í pólitík. Ef fólk getur ekki gefið upp afstöðu í meiriháttar mannréttindamálum eða notað rödd sína til þess að lyfta upp bágstöddum, stríðshrjáðum eða fólki sem tilheyrir jaðarhópum þá þurfa þeir einstaklingar bara að eiga það við sína samvisku.“ Bragi Páll telur ekki ólíklegt að hann hlýði kalli föður síns og fari að skrifa ballöður. Kannski.vísir/rax Bragi Páll segist sífellt bera minni virðingu fyrir þeim sem kjósa að þegja og standa hjá þegar til dæmis augljóst þjóðarmorð hefur nú verið í gangi í rúmt ár. „Ef þú vilt ekki opna á þér trantinn og segja að það sé rangt að sprengja börn í landvinningarstríði af því þú vilt vera öruggur um fleiri þýðingar og óskerta bóksölu finn ég raunverulega til með þér. Ef þú átt vini sem styðja ríki sem ástundar þjóðarmorð og þú segir ekkert þá hefur þú afhjúpað þig. Þá stendurðu bara á sprellanum eins og röflararnir úti á Nesi. Ef þú treystir ekki verkum þínum til þess að hljóta náð hjá lesendum nema þú sért algjörlega skoðanalaus, þá er ef til vill ekki úr háum söðli að detta. Þeir einstaklingar sem vilja ekki lesa mig út af skoðunum mínum eru ekki merkilegir lesendur. Ég kæri mig ekki um þá. Græt þá ekki. Ég vil frekar vera samkvæmur minni sannfæringu og sofa vel á næturnar en að ná lengra sem fölsuð útgáfa af sjálfum mér og þurfa að fara með þann raunveruleika í gröfina.“ Já! Sko, hvað myndirðu segja ef ég held því fram að Næstsíðasta líf Jens Ólafssonar Olsen sé hápólitísk saga? „Það er vissulega ein leið til þess að lesa hana, ég hugsa að eitthvað af skoðunum og lífi höfunda hljóti alltaf að leka inn í verk þeirra.“ Aðstæður Braga Páls sjálfs blæða inn í söguna Eins og með flesta höfunda þá sljákkar í Braga Páli þegar hann er spurður um inntak verka sinna. Næstsíðasta líf Jens Ólafssonar Olsen er stutt saga, í raun novella og maður freistast því til að telja hana allegóríu? „Já, það má alveg taka henni þannig,“ segir Bragi og hugsar sig um. „Mér finnst mannkynssagan fyrir tíma ritaðs máls svo spennandi. Þegar forfeður okkar eyddu tugum þúsunda ára í kringum varðeldinn að segja hvort öðru sögur, oft í vísnaformi, þannig auðveldara væri að muna langa sagnabálka. Bragi Páll upplýsir að síðasta bók hans hafi verið konseptverk sem spratt upp úr þunglyndi hans sjálfs; að listsköpunin skipti engu máli.vísir/rax Við vitum náttúrulega mest lítið um þær, en þegar forfeður okkar fóru svo að pára þetta niður, sem gengið hafði kynslóða á milli voru þær sögur oftar en ekki dæmisögur. Við sjáum þetta alveg frá Gilgameskviðu yfir í íslensku þjóðsögurnar. Það er verið að segja okkur hvernig á og á ekki að hegða sér.“ Bragi Páll segist hreinskilnislega ekki vita hvort sagan um Jens sé akkúrat dæmisaga. „En líklega blæða aðstæður mínar og upplifanir á þeim tíma þegar bókin er skrifuð í gegn, eins og hefur oftast verið raunin með mínar bækar.“ Sagan kallar á óheppið og illa innrætt fólk Ein mantran sem farið er með þegar fjallað er um skáldsögur (Kolla gengur fyrir þessu í Kilju Egils) er að maður eigi að öðlast samkennd með persónum. Annars falli sagan. Þú gefur skít í þetta (pun intended), ert beinlínis illur við þínar persónur? „Ég held það geti hjálpað til við að ýta undir ákveðnar kenndir hjá lesendum að búa til persónur sem auðvelt er að tengja við, en það takmarkar svo rosalega rófið og möguleikana í persónusköpun. Ég legg aldrei upp með að búa til óþægilegt, óheppið og illa innrætt fólk, það er einfaldlega það sem sagan þarfnast. Fræið að skáldsögu hjá mér er yfirleitt einhver mjög einföld hugmynd sem ég þarf að vera spenntur fyrir til þess að nenna að setjast niður mánuðum saman og eyða þúsundum klukkustunda í flétta.“ Bragi Páll segir persónurnar mótast eftir þörfum sögunnar, þær birtast bara sjálfar smám saman í höndunum á sér. „Eins og ég sé fornleifafræðingur með tannbursta og agnarsmáa múrskeið. Lesendur sem geta ekki haft gaman af bókum nema þeir tengi við persónurnar eru að útiloka svo margar upplifanir sem bókmenntirnar bjóða upp á. Ég segi eins og Laxness, skemmtilegar og góðar manneskjur eru drepleiðinlegar skáldsagnapersónur. Eins og að finna seðil úti á götu. Engin saga. Bara einhver Pollíönnu froða. En leiðinlegt og ömurlegt fólk, þar er eitthvað í gangi sem ég vil fylgjast með. Sjá hvernig þessi drullusokkur fer í gegnum lífið, það er spennandi.“ Arnaldur seldi í bílförum, að vanda Þú verður eiginlega að útskýra aðeins betur þetta með að þínar aðstæður á ritunartíma blæði inn í söguna? „Já, ef ég tek þetta bók fyrir bók, þá skrifa ég Austur, fyrstu skáldsöguna mína, þegar ég er starfandi sem blaðamaður á Stundinni, fullviss um að ég vildi alls ekki vera blaðamaður. Stöðugt að fara á sjó, fullviss um að ég vildi ekki vera sjómaður. Ég var mjög leitandi, langaði til þess að skrifa en fannst það óyfirstíganlegt verk að setja saman skáldsögu. Austur var klassísk ræflasaga en hún floppaði illa. En Bragi Páll náði vopnum sínum í næstu bók.vísir/rax Þannig hún verður til sem klassísk ræflasaga, aumingi sem lífið kastar til og frá sem er sífellt að lenda í niðurlægjandi og ferlegum aðstæðum án lausnar eða niðurstöðu, af því þannig upplifði ég sjálfan mig.“ Bragi Páll bendir á að Austur hafi eiginlega floppað algjörlega, þó hún hafi á síðustu árum vaxið ásmegin og öðlast lítinn en dyggan aðdáendahóp. „Hún náði semsagt ekki eyrum eða augum lesenda þau jólin, en Arnaldur Indriðason seldi þarna alveg brjálæðislega mikið af bókum, að vanda. Þá fór ég að grínast við vini mína að næsta skáldsaga hjá mér hæfist á því að Arnaldur fyndist myrtur í kjallaraíbúð í Norðurmýri, alveg eins og í Mýrinni. Í henni er ég svo líka að takast á við minn eigin efa sem rithöfund í gegnum aðalpersónuna, Ugga. Hvort ég myndi enda eins og hann, rithöfundur sem enginn vill lesa sem getur þó ekki hætt að skrifa. Einhver sem ætti fyrir löngu að vera farinn að gera eitthvað annað.“ Eins og hann sé að éta sjálfan sig í þágu listarinnar Bragi Páll heldur reyndar enn að það gæti orðið sín örlög, hann á því ekki erfitt með að klæða sig í þá tilfinningu. „Kjöt verður svo til meira sem konseptverk upp úr baráttu minni við þunglyndi, þá upplifun að listsköpun mín skipti í rauninni engu máli og að ég sem spendýr væri ekki að gegna mínu hlutverki á jörðinni nema upp að mjög takmörkuðu marki. Og að með hverri bók, hverju ári, væri ég aðeins nær grafarbakkanum, sífellt að tæta upp úr mér mínar erfiðustu kenndir öðrum til afþreyingar. Rétt eins og ég væri að éta sjálfan mig í þágu listarinnar.“ Í þessu viðtali er Bragi Páll býsna opinn um efni og inntak bóka sinna, sennilega hefur hann kjaftað af sér.vísir/rax Og nú er þessi skáldsaga að koma út, um Jens og svo prestinn Pálínu Eðvarðsdóttur Löve. Afkvæmi síðasta árs. Bókin fjallar um samkennd, eða hvað? „Já, að vera bugaður af samkennd, fylgjast í beinni útsendingu með börnum sundurbútuðum en horfa á sama tíma upp á aðra valhoppa um líf sitt án þess að láta þjáningu annarra setja sig út af laginu. Hversu þægileg tilvist það hljóti að vera og hvort það sé möguleiki að valda fólki samkennd, rétt eins og hún væri smitsjúkdómur. Hvernig færi fyrir þannig persónu?“ Nú er líkt og Bragi Páll fái móral, í miðju kafi. Eins og hann hafi talað af sér. „Já, ég held að þetta sé svona um það bil nákvæmasta útlistun á því hvernig mínar skáldsögur hafa orðið til sem ég hef nokkurn tíma látið frá mér.“ Húmorinn dregur lesendur áfram í hryllinginn Mitt í öllum hryllingnum er svo alveg ískrandi húmor, ég til að mynda átti erfitt með mig þegar Jens er að bruna suður af Langanesi og er stöðvaður af lögreglunni. Sko, ég veit ekki hvort þú leggur uppúr því en þetta er sérlega vel skrifaður kafli. Að bók teljist fyndinn er merkimiði sem flestir rithöfundar sækjast eftir að fá á bækur sínar? „Já, ég dregst að list sem fær mig til að hlæja, þó það sé ekki eina kríterían. Mér finnst mjög gaman að skrifa fyndnar sögur og senur, en hafa þær jafnframt með að minnsta kosti einn fót í raunveruleikanum, sótsvörtum og óþægilegum. Ég reyni að búa til samlokur úr frásögninni, þannig mjög krefjandi kaflar séu brotnir upp með fáránleika og húmor.“ Bragi Páll líkir þessu við það þegar rokkhljómsveitir eru að raða upp lögum á plötur, þar gengur ekki að keyra fólk alveg út með hávaða og trommusólóum, það þarf að skjóta inn einni ballöðu hér og þar áður en hasarinn heldur áfram. Braga Páli sýnist besta leiðin til að fá tilnefningar og þar af leiðandi fleiri mánuði úr ritsjóð vera að skrifa sögulegt fjölskyldudrama, þannig af hverju ekki að spreyta sig á því?vísir/rax „Þannig er oft hægt að lokka lesendur áfram í viðbjóðslegri og kaldranalegri framvindu með voninni um að fá að hlægja aftur. Fólk virðist vera tilbúið að leggja á sig ansi mikla grótesku ef það er möguleiki á húmor. Þannig plata ég lesendur til þess að borða dragúldnar samlokur, uppfullar af sorpi og saur, af því inn á milli er ein splunkuný gúrka og nýhrært mæjónes.“ Sögulegt fjölskyldudrama á leiðinni Nú ertu búinn að skrifa fjórar bækur sem eru svona … viðbjóðslegar, verður framhald á slíkum splatter? „Pabbi segir að ég verði að skrifa ballöðu næst. Hann hefur reyndar verið að segja það í nokkur ár, þannig ætli ég verði ekki að hlusta á hann að lokum. Ég vil líka alls ekki staðna og vera stöðugt að skrifa það sama, um eins fólk í keimlíkum aðstæðum. Þá er ég bara á færibandinu, hættur að vaxa og ögra mér. Næsta saga sem mig langar að skrifa er talsvert öðruvísi en það sem ég hef áður gert, söguleg skáldsaga sem flakkar um tíma og fylgir eftir nokkrum fjölskyldum. Mér hefur sýnst að besta leiðin til þess að fá tilnefningar og þar af leiðandi fleiri mánuði úr ritsjóð sé að skrifa sögulegt fjölskyldudrama, þannig af hverju ekki að spreyta sig á því?“ Það var einmitt næsta spurning; hvernig ganga þessi skrif í úthlutunarnefndirnar? Og eftir að endurgreiðslurnar komu til sögunnar; þurfa rithöfundar nokkuð að selja bækur sínar? Endurgreiðslur fara fyrst og fremst inn í forlögin, og er það vel og heldur þeim stöndugri en ella. En þeir peningar enda ekki í vösum kollega minna. Höfundar eins og ég, sem fá 3 mánuði á ári, 6 ef einhver sér aumur á okkur, við þurfum svo sannarlega að selja sem flest eintök og svo púsla restinni af árinu saman eins og farandverkafólkið sem við erum,“ segir Bragi Páll. En kona hans er Bergþóra Snæbjörnsdóttir rithöfundur. Rannsóknir Braga Páls hafa leitt í ljós að fólk virðist vera tilbúið að leggja á sig ansi mikla grótesku ef það er möguleiki á húmor.vísir/rax „Ég held að úthlutunarnefnd, sem sannarlega er ekki í öfundsverðri aðstöðu, sé kannski ekki að kveikja á því hvað ég er að gera. Ég upplifi mig utan hefðbundinna bókmenntafræðistefna, þó ég sé kannski inni í þeim nokkrum. Það er erfitt að setja á mig auðseljanlegan merkimiða, sem truflar mig ekki neitt.“ Hirðfíflið og flökkugerpið Bragi Páll Bragi Páll segist alveg geta lifað með því að vera utangarðs og bjánast, þannig upplifir hann sig. „Ef ég hefði verið uppi á miðöldum eða áður þá hefði ég viljað vera hirðskáld eða hirðfífl. Eitthvað flökkugerpi, eins og Lilli klifurmús. Ferðast um og sagt mjög ótrúverðugar lygasögur og betlað þess á milli. Kannski er bara fínt að rithöfundum á Íslandi sé haldið við hungurmörk, það heldur okkur heiðarlegum og örvæntingafullum.“ Hér er Bragi Páll kominn hættulega nálægt kenningunni um berklaveika skáldið í kvistherberginu. „Þetta sér til þess að við verðum stanslaust að skrifa og gefa út og troða marvaðann. Mér hefur sýnst að listafólk sem kemst í álnir missir mjög fljótt alla tengingu við það sem gerði þau einstök til að byrja með. Þá hverfur hungrið og greddan sem keyrir fólk oft áfram í að gera sín áhugaverðustu verk. Þægindi og lífsgæði virðast ekki vera góður jarðvegur fyrir ágenga og framsækna list. En svo má þjáningin heldur ekki knésetja fólk. Keyra það í duftið. Þá er allt búið. Þetta er hárfín lína.“ Bókmenntir Bókaútgáfa Höfundatal Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Bragi Páll er einstaklega fær penni og hann er áhugamaður um hið líkamlega, það hefur verið viðfangsefni hans en samt er hann ekki beinlínis týpan sem maður sér fyrir sér stunda ræktina af miklum móð. Í það minnsta var hann nýbúinn að setja nagla á dekk reiðhjóls síns, sem hann kallar Kvikindið og var að fara í ræktina þegar blaðamaður Vísis reyndi að ná af honum tali. „Það verður að halda sér í formi.“ Jú, auðvitað verður að halda sér í formi. Blaðamaður Vísis telur sig reyndar ekki hafa tök á því og hann hafði einhvern veginn ímyndað sér að hann ætti sálufélaga í því í Braga Páli; að vera ekki sjálfur persónulega að velta sér upp úr hinu líkamlega. En það er ekki svo. „Já, ég hef stundað ræktina allt frá því ég lét renna af mér 2012. Fyrsta árið mitt edrú þurfti ég að fá frí frá hugsunum mínum og uppgötvaði þá að lyftingar færðu mig algjörlega í holdið og spendýrið. Bragi Páll segir húðflúrin sín ekki koma ræktarfélögum sínum í opna skjöldu, það er helst í þurrgufunn úti á nesi sem hann fær spurningar.vísir/rax Ef ég er mjög þreyttur í skrokknum, úrvinda og með ágengar harðsperrur þá þvælist sjálfsmyndin og krefjandi hugsanir minna fyrir mér. Svo er ég orðinn fertugur og tæpir tveir metrar, því fylgja allskonar liðvandamál og bakverkir, sem ekkert virðist halda í skefjum nema líkamsrækt. Þannig ég þarf að stunda líkamsrækt að lágmarki 2 sinnum í viku, fyrir skrokkinn og sálina.“ Internetið gerir okkur öll að andlitslausum óvinum Bragi Páll er þekktur fyrir það að hafa fengið sér húðflúr sem fela í sér beinskeytt skilaboð. Þannig lét hann tattúra á hægra læri sitt textann: „Hanna Birna, segðu af þér.“ Þetta var þegar Lekamálið svokallaða var í algleymingi. Og nýverið lét Bragi Páll húðflúra Bjarna Benediktsson á hægri rasskinn sína. Þar er Bjarni í gervi Bjarnabófa úr myndasögunum um Andrés Önd. Maður þarf ekki að vera kjarneðlisfræðingur til að átta sig á því hvaða pólitísku skoðanir Bragi Páll aðhyllist. En bregður ræktarfélögunum ekkert í brún þegar þeir sjá þessi tattú? (Bragi hlær og heldur ekki.) „Þeir sem fara með mér vita hvernig ég er innrættur og skreyttur, þannig ég á erfitt með að koma þeim á óvart. Það er kannski helst í þurrgufunni úti á Seltjarnarnesi, þar sem menn mæta á sprellanum, þar fæ ég spurningar, eins og hvað ég hafi á móti Hönnu Birnu og hvort Bjarni Ben eigi virkilega skilið að vera á rassinum á mér? En þá líka kristallast hvað er ofboðslega hollt fyrir bæði einstaklinginn og samfélagið að ræða við samborgara sína. Internetið gerir okkur öll að andlitslausum óvinum, en nakinn í gufunni erum við alveg sjúklega mennsk og saman í pínulitlum björgunarbát. Heimsklassa röflarar á Seltjarnarnesi Og hvernig svarar þú þeim spurningum, í gufunni, á sprellanum? „Ég reyni auðvitað að ögra heimsmynd þeirra, rétt eins og þeir gera við mig, sem er sjúklega hressandi. Ég segi bara eins og er, að ég hafi akkúrat ekkert á móti Hönnu, sem axlaði ábyrgð á sínum hluta upp að eins miklu marki og íhaldinu er unnt, en að listinn yfir það hvað kom Bjarna á bossann sé of langur til þess að þylja upp í svona miklum hita. Það er svo hollt að rífast við fólk, tala nú ekki um svona heimsklassa röflara eins og þeir eiga úti á nesi.“ Bragi Páll segist nota húmorinn til að draga lesendur áfram í hryllingnum.vísir/rax Ég held að ekki sé ofsagt að segja að þér hafi tekist að koma eiginlega öllum Sjálfstæðismönnum upp á móti þér, þeir ... tjahh, hata er kannski svolítið stórt orð, en þú ert enginn uppáhalds karl hjá þeim. Ég held að þú hafir tekið fram úr Hallgrími hvað það varðar? (Og þó réðst hann á bíl Geirs!) „Já, ég fæ nú sjálfur stundum leið á því að sparka í þá, þeir eru svo auðveld skotmörk og stöðugt að skapa ný tækifæri fyrir hirðfífl eins og mig að vera með stæla. Þetta er engin ákvörðun hjá mér, sú vegferð sem Davíð Oddson lagði af stað með flokkinn í og Bjarni hefur haldið áfram með, að fara með nýfrjálshyggjutilraunina eins langt og mögulegt er, hefur haft svo alvarlegar afleiðingar fyrir íslenskt samfélag að almenningur virðist kannski ekki alveg kveikja á því.“ Enginn vill að Hannibal Lecter sigri Þetta er greinilega viðameiri spurning en blaðamaður hafði áttað sig á því nú setur Bragi Páll á mikla ræðu: „Hrafn Jónsson vinur minn hefur stundum líkt þessu við froskinn sem verið er að sjóða í vatni. Hann tekur ekki eftir því að potturinn er sífellt að verða heitari fyrr en skyndilega einhver frakki er byrjaður að löðra á þig smjöri og skola þér niður með hvítvíni. Ef ríkasta fólk landsins og varðhundar þeirra eru fúl út í mig þá hlýt ég að vera á réttri leið.“ Bragi Páll segir þá fáa sem haldi með fógetanum í Nottingham, fólk heldur með Hróa Hetti. „Það vilja ekki margir að Svarthöfði sigri, eða Hannibal Lecter. Þannig finnst mér mjög mikilvægt að halda þrýsting á valdið, að láta þau ekki komast upp með að afvegaleiða og þvæla raunveruleikann þar til enginn ber kennsl á hann lengur. En ég held að fólk sé samt smá að vakna, heiðarlegt fólk hægra megin sér nú aðra valmöguleika og þarf ekki lengur að stíga inn í eða styðja mafíuna sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur alla tíð verið til þess að sjá hugsjónum sínum haldið á lofti.“ Grætur ekki lesendur sem setja skoðanir hans fyrir sig Sko, ég spyr af því að rithöfundar flestir leitast við að halda öllum góðum. Þeir gefa sig flestir út fyrir að vera ópólitískir. Og eru þá kannski að horfa til bóksölu. Þú ert ekki þar? „Já, þetta minnir mig á tilvitnunina í Michael Jordan, að repúblikanar kaupi líka strigaskó, þegar hann var beðinn um afstöðu í pólitík. Ef fólk getur ekki gefið upp afstöðu í meiriháttar mannréttindamálum eða notað rödd sína til þess að lyfta upp bágstöddum, stríðshrjáðum eða fólki sem tilheyrir jaðarhópum þá þurfa þeir einstaklingar bara að eiga það við sína samvisku.“ Bragi Páll telur ekki ólíklegt að hann hlýði kalli föður síns og fari að skrifa ballöður. Kannski.vísir/rax Bragi Páll segist sífellt bera minni virðingu fyrir þeim sem kjósa að þegja og standa hjá þegar til dæmis augljóst þjóðarmorð hefur nú verið í gangi í rúmt ár. „Ef þú vilt ekki opna á þér trantinn og segja að það sé rangt að sprengja börn í landvinningarstríði af því þú vilt vera öruggur um fleiri þýðingar og óskerta bóksölu finn ég raunverulega til með þér. Ef þú átt vini sem styðja ríki sem ástundar þjóðarmorð og þú segir ekkert þá hefur þú afhjúpað þig. Þá stendurðu bara á sprellanum eins og röflararnir úti á Nesi. Ef þú treystir ekki verkum þínum til þess að hljóta náð hjá lesendum nema þú sért algjörlega skoðanalaus, þá er ef til vill ekki úr háum söðli að detta. Þeir einstaklingar sem vilja ekki lesa mig út af skoðunum mínum eru ekki merkilegir lesendur. Ég kæri mig ekki um þá. Græt þá ekki. Ég vil frekar vera samkvæmur minni sannfæringu og sofa vel á næturnar en að ná lengra sem fölsuð útgáfa af sjálfum mér og þurfa að fara með þann raunveruleika í gröfina.“ Já! Sko, hvað myndirðu segja ef ég held því fram að Næstsíðasta líf Jens Ólafssonar Olsen sé hápólitísk saga? „Það er vissulega ein leið til þess að lesa hana, ég hugsa að eitthvað af skoðunum og lífi höfunda hljóti alltaf að leka inn í verk þeirra.“ Aðstæður Braga Páls sjálfs blæða inn í söguna Eins og með flesta höfunda þá sljákkar í Braga Páli þegar hann er spurður um inntak verka sinna. Næstsíðasta líf Jens Ólafssonar Olsen er stutt saga, í raun novella og maður freistast því til að telja hana allegóríu? „Já, það má alveg taka henni þannig,“ segir Bragi og hugsar sig um. „Mér finnst mannkynssagan fyrir tíma ritaðs máls svo spennandi. Þegar forfeður okkar eyddu tugum þúsunda ára í kringum varðeldinn að segja hvort öðru sögur, oft í vísnaformi, þannig auðveldara væri að muna langa sagnabálka. Bragi Páll upplýsir að síðasta bók hans hafi verið konseptverk sem spratt upp úr þunglyndi hans sjálfs; að listsköpunin skipti engu máli.vísir/rax Við vitum náttúrulega mest lítið um þær, en þegar forfeður okkar fóru svo að pára þetta niður, sem gengið hafði kynslóða á milli voru þær sögur oftar en ekki dæmisögur. Við sjáum þetta alveg frá Gilgameskviðu yfir í íslensku þjóðsögurnar. Það er verið að segja okkur hvernig á og á ekki að hegða sér.“ Bragi Páll segist hreinskilnislega ekki vita hvort sagan um Jens sé akkúrat dæmisaga. „En líklega blæða aðstæður mínar og upplifanir á þeim tíma þegar bókin er skrifuð í gegn, eins og hefur oftast verið raunin með mínar bækar.“ Sagan kallar á óheppið og illa innrætt fólk Ein mantran sem farið er með þegar fjallað er um skáldsögur (Kolla gengur fyrir þessu í Kilju Egils) er að maður eigi að öðlast samkennd með persónum. Annars falli sagan. Þú gefur skít í þetta (pun intended), ert beinlínis illur við þínar persónur? „Ég held það geti hjálpað til við að ýta undir ákveðnar kenndir hjá lesendum að búa til persónur sem auðvelt er að tengja við, en það takmarkar svo rosalega rófið og möguleikana í persónusköpun. Ég legg aldrei upp með að búa til óþægilegt, óheppið og illa innrætt fólk, það er einfaldlega það sem sagan þarfnast. Fræið að skáldsögu hjá mér er yfirleitt einhver mjög einföld hugmynd sem ég þarf að vera spenntur fyrir til þess að nenna að setjast niður mánuðum saman og eyða þúsundum klukkustunda í flétta.“ Bragi Páll segir persónurnar mótast eftir þörfum sögunnar, þær birtast bara sjálfar smám saman í höndunum á sér. „Eins og ég sé fornleifafræðingur með tannbursta og agnarsmáa múrskeið. Lesendur sem geta ekki haft gaman af bókum nema þeir tengi við persónurnar eru að útiloka svo margar upplifanir sem bókmenntirnar bjóða upp á. Ég segi eins og Laxness, skemmtilegar og góðar manneskjur eru drepleiðinlegar skáldsagnapersónur. Eins og að finna seðil úti á götu. Engin saga. Bara einhver Pollíönnu froða. En leiðinlegt og ömurlegt fólk, þar er eitthvað í gangi sem ég vil fylgjast með. Sjá hvernig þessi drullusokkur fer í gegnum lífið, það er spennandi.“ Arnaldur seldi í bílförum, að vanda Þú verður eiginlega að útskýra aðeins betur þetta með að þínar aðstæður á ritunartíma blæði inn í söguna? „Já, ef ég tek þetta bók fyrir bók, þá skrifa ég Austur, fyrstu skáldsöguna mína, þegar ég er starfandi sem blaðamaður á Stundinni, fullviss um að ég vildi alls ekki vera blaðamaður. Stöðugt að fara á sjó, fullviss um að ég vildi ekki vera sjómaður. Ég var mjög leitandi, langaði til þess að skrifa en fannst það óyfirstíganlegt verk að setja saman skáldsögu. Austur var klassísk ræflasaga en hún floppaði illa. En Bragi Páll náði vopnum sínum í næstu bók.vísir/rax Þannig hún verður til sem klassísk ræflasaga, aumingi sem lífið kastar til og frá sem er sífellt að lenda í niðurlægjandi og ferlegum aðstæðum án lausnar eða niðurstöðu, af því þannig upplifði ég sjálfan mig.“ Bragi Páll bendir á að Austur hafi eiginlega floppað algjörlega, þó hún hafi á síðustu árum vaxið ásmegin og öðlast lítinn en dyggan aðdáendahóp. „Hún náði semsagt ekki eyrum eða augum lesenda þau jólin, en Arnaldur Indriðason seldi þarna alveg brjálæðislega mikið af bókum, að vanda. Þá fór ég að grínast við vini mína að næsta skáldsaga hjá mér hæfist á því að Arnaldur fyndist myrtur í kjallaraíbúð í Norðurmýri, alveg eins og í Mýrinni. Í henni er ég svo líka að takast á við minn eigin efa sem rithöfund í gegnum aðalpersónuna, Ugga. Hvort ég myndi enda eins og hann, rithöfundur sem enginn vill lesa sem getur þó ekki hætt að skrifa. Einhver sem ætti fyrir löngu að vera farinn að gera eitthvað annað.“ Eins og hann sé að éta sjálfan sig í þágu listarinnar Bragi Páll heldur reyndar enn að það gæti orðið sín örlög, hann á því ekki erfitt með að klæða sig í þá tilfinningu. „Kjöt verður svo til meira sem konseptverk upp úr baráttu minni við þunglyndi, þá upplifun að listsköpun mín skipti í rauninni engu máli og að ég sem spendýr væri ekki að gegna mínu hlutverki á jörðinni nema upp að mjög takmörkuðu marki. Og að með hverri bók, hverju ári, væri ég aðeins nær grafarbakkanum, sífellt að tæta upp úr mér mínar erfiðustu kenndir öðrum til afþreyingar. Rétt eins og ég væri að éta sjálfan mig í þágu listarinnar.“ Í þessu viðtali er Bragi Páll býsna opinn um efni og inntak bóka sinna, sennilega hefur hann kjaftað af sér.vísir/rax Og nú er þessi skáldsaga að koma út, um Jens og svo prestinn Pálínu Eðvarðsdóttur Löve. Afkvæmi síðasta árs. Bókin fjallar um samkennd, eða hvað? „Já, að vera bugaður af samkennd, fylgjast í beinni útsendingu með börnum sundurbútuðum en horfa á sama tíma upp á aðra valhoppa um líf sitt án þess að láta þjáningu annarra setja sig út af laginu. Hversu þægileg tilvist það hljóti að vera og hvort það sé möguleiki að valda fólki samkennd, rétt eins og hún væri smitsjúkdómur. Hvernig færi fyrir þannig persónu?“ Nú er líkt og Bragi Páll fái móral, í miðju kafi. Eins og hann hafi talað af sér. „Já, ég held að þetta sé svona um það bil nákvæmasta útlistun á því hvernig mínar skáldsögur hafa orðið til sem ég hef nokkurn tíma látið frá mér.“ Húmorinn dregur lesendur áfram í hryllinginn Mitt í öllum hryllingnum er svo alveg ískrandi húmor, ég til að mynda átti erfitt með mig þegar Jens er að bruna suður af Langanesi og er stöðvaður af lögreglunni. Sko, ég veit ekki hvort þú leggur uppúr því en þetta er sérlega vel skrifaður kafli. Að bók teljist fyndinn er merkimiði sem flestir rithöfundar sækjast eftir að fá á bækur sínar? „Já, ég dregst að list sem fær mig til að hlæja, þó það sé ekki eina kríterían. Mér finnst mjög gaman að skrifa fyndnar sögur og senur, en hafa þær jafnframt með að minnsta kosti einn fót í raunveruleikanum, sótsvörtum og óþægilegum. Ég reyni að búa til samlokur úr frásögninni, þannig mjög krefjandi kaflar séu brotnir upp með fáránleika og húmor.“ Bragi Páll líkir þessu við það þegar rokkhljómsveitir eru að raða upp lögum á plötur, þar gengur ekki að keyra fólk alveg út með hávaða og trommusólóum, það þarf að skjóta inn einni ballöðu hér og þar áður en hasarinn heldur áfram. Braga Páli sýnist besta leiðin til að fá tilnefningar og þar af leiðandi fleiri mánuði úr ritsjóð vera að skrifa sögulegt fjölskyldudrama, þannig af hverju ekki að spreyta sig á því?vísir/rax „Þannig er oft hægt að lokka lesendur áfram í viðbjóðslegri og kaldranalegri framvindu með voninni um að fá að hlægja aftur. Fólk virðist vera tilbúið að leggja á sig ansi mikla grótesku ef það er möguleiki á húmor. Þannig plata ég lesendur til þess að borða dragúldnar samlokur, uppfullar af sorpi og saur, af því inn á milli er ein splunkuný gúrka og nýhrært mæjónes.“ Sögulegt fjölskyldudrama á leiðinni Nú ertu búinn að skrifa fjórar bækur sem eru svona … viðbjóðslegar, verður framhald á slíkum splatter? „Pabbi segir að ég verði að skrifa ballöðu næst. Hann hefur reyndar verið að segja það í nokkur ár, þannig ætli ég verði ekki að hlusta á hann að lokum. Ég vil líka alls ekki staðna og vera stöðugt að skrifa það sama, um eins fólk í keimlíkum aðstæðum. Þá er ég bara á færibandinu, hættur að vaxa og ögra mér. Næsta saga sem mig langar að skrifa er talsvert öðruvísi en það sem ég hef áður gert, söguleg skáldsaga sem flakkar um tíma og fylgir eftir nokkrum fjölskyldum. Mér hefur sýnst að besta leiðin til þess að fá tilnefningar og þar af leiðandi fleiri mánuði úr ritsjóð sé að skrifa sögulegt fjölskyldudrama, þannig af hverju ekki að spreyta sig á því?“ Það var einmitt næsta spurning; hvernig ganga þessi skrif í úthlutunarnefndirnar? Og eftir að endurgreiðslurnar komu til sögunnar; þurfa rithöfundar nokkuð að selja bækur sínar? Endurgreiðslur fara fyrst og fremst inn í forlögin, og er það vel og heldur þeim stöndugri en ella. En þeir peningar enda ekki í vösum kollega minna. Höfundar eins og ég, sem fá 3 mánuði á ári, 6 ef einhver sér aumur á okkur, við þurfum svo sannarlega að selja sem flest eintök og svo púsla restinni af árinu saman eins og farandverkafólkið sem við erum,“ segir Bragi Páll. En kona hans er Bergþóra Snæbjörnsdóttir rithöfundur. Rannsóknir Braga Páls hafa leitt í ljós að fólk virðist vera tilbúið að leggja á sig ansi mikla grótesku ef það er möguleiki á húmor.vísir/rax „Ég held að úthlutunarnefnd, sem sannarlega er ekki í öfundsverðri aðstöðu, sé kannski ekki að kveikja á því hvað ég er að gera. Ég upplifi mig utan hefðbundinna bókmenntafræðistefna, þó ég sé kannski inni í þeim nokkrum. Það er erfitt að setja á mig auðseljanlegan merkimiða, sem truflar mig ekki neitt.“ Hirðfíflið og flökkugerpið Bragi Páll Bragi Páll segist alveg geta lifað með því að vera utangarðs og bjánast, þannig upplifir hann sig. „Ef ég hefði verið uppi á miðöldum eða áður þá hefði ég viljað vera hirðskáld eða hirðfífl. Eitthvað flökkugerpi, eins og Lilli klifurmús. Ferðast um og sagt mjög ótrúverðugar lygasögur og betlað þess á milli. Kannski er bara fínt að rithöfundum á Íslandi sé haldið við hungurmörk, það heldur okkur heiðarlegum og örvæntingafullum.“ Hér er Bragi Páll kominn hættulega nálægt kenningunni um berklaveika skáldið í kvistherberginu. „Þetta sér til þess að við verðum stanslaust að skrifa og gefa út og troða marvaðann. Mér hefur sýnst að listafólk sem kemst í álnir missir mjög fljótt alla tengingu við það sem gerði þau einstök til að byrja með. Þá hverfur hungrið og greddan sem keyrir fólk oft áfram í að gera sín áhugaverðustu verk. Þægindi og lífsgæði virðast ekki vera góður jarðvegur fyrir ágenga og framsækna list. En svo má þjáningin heldur ekki knésetja fólk. Keyra það í duftið. Þá er allt búið. Þetta er hárfín lína.“
Bókmenntir Bókaútgáfa Höfundatal Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið