Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Mun að óbreyttu mæla með bólu­setningu fimm til ellefu ára

Fyrstu skammtar bóluefnis Pfizer gegn kórónuveirunni, sem sérstaklega er gert fyrir ung börn, munu berast hingað til lands í lok desember. Sóttvarnalæknir telur líklegt að börnum á aldrinum fimm til ellefu ára verði boðin bólusetning, nema eitthvað sérstakt mæli gegn því.

Innlent
Fréttamynd

Rauður föstudagur á mörkuðum vestanhafs

Hlutabréfamarkaðir voru rauðglóandi við opnun vestanhafs á þessum svarta föstudegi. Úrvalsvísitalan Dow Jones lækkaði um 900 stig eða 2,5 prósent eftir opnun. Sambærilega sögu er að segja af vísitölum S&P og Nastdaq sem lækkuðu um 1,8 prósent annars vegar og 1,5 prósent hins vegar.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Friðhelgi bólusettra

Í vikunni bárust fréttir af þeirri ráðstöfun Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur að kalla eftir bólusetningarvottorði frá þeim sem ætla að koma inn í úthlutunarstöð nefndarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

ESB boðar flugbann og WHO fundar um nýja afbrigðið

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, greindi frá því á Twitter í morgun að framkvæmdastjórnin myndi leggja til, í samráði við aðildarríki sambandsins, að banna flug frá suðurhluta Afríku.

Erlent
Fréttamynd

Bry­an Adams greinist aftur með kórónu­veiruna

Kanadíski söngvarinn Bryan Adams greindist með kórónuveiruna í dag. Söngvarinn tók próf þegar hann lenti á Ítalíu í morgun sem reyndist jákvætt. Adams ber sig vel en segist fara á spítala til öryggis.

Lífið
Fréttamynd

Bólu­setninga­bílinn farinn af stað

Bólusetningabíll Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu fór í sína fyrstu ferð í dag en fjölmörg fyrirtæki og stofnanir hafa þegar bókað heimsókn frá bílnum.

Innlent
Fréttamynd

Ekki allir sem mæta í bólusetningu þiggja sprautuna

Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu fylgist með því hvort fólk sem mætir í Laugardalshöll í bólusetningu yfirgefi svæðið án þess að fá sprautu. Er fólki stundum fylgt á klósettið til að ganga úr skugga um að fólk láti sig ekki hverfa eftir að hafa skráð sig inn en áður en þau fá sprautu.

Innlent
Fréttamynd

Andlát vegna Covid-19

Karlmaður á áttræðisaldri, sem greinst hafði með Covid-19, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi fyrr í vikunni.

Innlent
Fréttamynd

Fimm leiðir til að vinna bug á far­aldurs­þreytu

Þessa dagana glíma margir við heimsfaraldursþreytu. Við höfum þurft að búa við óvissu í bráðum tvö ár þar sem ýmist er verið að herða eða slaka á sóttvarnareglum, þar sem við höfum unnið heima og á vinnustaðnum í bland og þar sem margir hafa þurft að sæta sóttkví og einangrun.

Skoðun
Fréttamynd

135 greindust innan­lands

135 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 72 af þeim 135 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 53 prósent. 63 voru utan sóttkvíar, eða 47 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Enn fleiri smit á sunnan­verðum Vest­fjörðum

Fleiri hafa greinst með kórónuveiruna á sunnanverðum Vestfjörðum á undanförnum dögum, en nú eru 22 einstaklingar með staðfest smit. Flest smitin eru á Patreksfirði og heimsóknarbann er á legudeild heilbrigðisstofnunarinnar í bænum.

Fréttir
Fréttamynd

Engar á­kærur vegna smita í skíða­bænum Ischgl

Saksóknari hefur tekið ákvörðun um að ákæra ekki vegna fjölda Covid-smita í skíðabænum Ischgl í Austurríki. Níu einstaklingar, þar af fjórir embættismenn, höfðu verið til rannsóknar eftir þúsundir ferðamanna smituðust af kórónuveirunni í bænum.

Erlent