Þórólfur kominn með örvunarskammt: „Ég er Astra maður þannig að ég er að svíkja lit“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 29. nóvember 2021 12:31 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fékk örvunarskammt af bóluefni Moderna í dag. Þriðja vika örvunarbólusetningarátaks yfirvalda hófst í dag í Laugardalshöll. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu segir bólusetningarnar ganga vel en sóttvarnalæknir var meðal þeirra sem fengu sinn þriðja skammt í dag. Alls greindust 95 smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær en af þeim sem greindust voru 42 utan sóttkvíar við greiningu. Um er að ræða þriðja daginn í röð þar sem daglegur fjöldi smitaðra innanlands er undir 100. Fjórtán greindust með virk smit á landamærunum. Nítján eru nú á sjúkrahúsi, tveir eru á gjörgæslu og eru þeir báðir í öndunarvél. Fólk streymdi að Laugardalshöllinni í morgun fyrir örvunarskammt bóluefnis en Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir daginn byrja vel. „Þetta fer bara vel af stað eins og aðra daga og á fyrsta klukkutíma voru komnir um 1500 manns þannig að dagurinn lítur vel út,“ segir Ragnheiður. „Þetta er þriðja vikan sem er að fara af stað núna hjá okkur og fyrstu tvær vikur hafa bara gengið nokkuð vel.“ Síðastliðnar tvær vikur hafa um 20 þúsund manns verið að mæta í örvunarskammt frá mánudegi til miðvikudags á höfuðborgarsvæðinu. Þá hefur fólk einnig geta mætt á fimmtudögum og föstudögum ef þau komast ekki aðra daga og segir Ragnheiður að um þúsund manns mæti þá daga. Hún ítrekar mikilvægi þess að fólk mæti í örvunarskammt þegar þau fá boð. Til stendur að lang flestir muni fá boð í örvunarbólusetningu fyrir jól en þeir sem fengu Janssen og síðan örvun í ágúst, og börn á aldrinum 12 til fimmtán ára, fá boð eftir áramót. Býst ekki við að taka veikindadag á morgun Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var meðal þeirra sem mættu í örvunarskammt í morgun. „Tilfinningin er bara mjög góð, ég vona bara að ég verði vel örvaður og að þetta muni hjálpa okkur. Ég hef fulla trú á því,“ segir Þórólfur. Þórólfur var fullbólusettur með AstraZeneca fyrr á árinu og grínaðist með að hann væri að svíkja lit með því að fá Moderna í örvun. „Ég er Astra maður þannig að ég er að svíkja lit og fer núna í Moderna.“ Býstu við að taka veikindadag á morgun? „Nei, ég á ekki von á því,“ segir Þórólfur léttur í bragði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík Tengdar fréttir Mögulegt að slakað verði á sóttkvíarreglum fyrir þríbólusetta Mögulegt er að þeir sem hafa fengið örvunarskammt sleppi við sóttkví ef breytingar sem nú eru til skoðunar koma til framkvæmda. Sóttvarnalæknir segist binda miklar vonir við örvunarbólusetningu. 27. nóvember 2021 12:50 Muni skýrast á næstu vikum hvort herða þurfi aðgerðir vegna Ómíkron Sóttvarnalæknir segir að það muni skýrast á næstu vikum hvort grípa þurfi til frekari aðgerða vegna útbreiðslu Ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Það eigi enn eftir að koma í ljós hvernig afbrigðið hagar sér en svo virðist sem það sé meira smitandi. 28. nóvember 2021 17:35 Mun að óbreyttu mæla með bólusetningu fimm til ellefu ára Fyrstu skammtar bóluefnis Pfizer gegn kórónuveirunni, sem sérstaklega er gert fyrir ung börn, munu berast hingað til lands í lok desember. Sóttvarnalæknir telur líklegt að börnum á aldrinum fimm til ellefu ára verði boðin bólusetning, nema eitthvað sérstakt mæli gegn því. 26. nóvember 2021 16:21 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Alls greindust 95 smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær en af þeim sem greindust voru 42 utan sóttkvíar við greiningu. Um er að ræða þriðja daginn í röð þar sem daglegur fjöldi smitaðra innanlands er undir 100. Fjórtán greindust með virk smit á landamærunum. Nítján eru nú á sjúkrahúsi, tveir eru á gjörgæslu og eru þeir báðir í öndunarvél. Fólk streymdi að Laugardalshöllinni í morgun fyrir örvunarskammt bóluefnis en Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir daginn byrja vel. „Þetta fer bara vel af stað eins og aðra daga og á fyrsta klukkutíma voru komnir um 1500 manns þannig að dagurinn lítur vel út,“ segir Ragnheiður. „Þetta er þriðja vikan sem er að fara af stað núna hjá okkur og fyrstu tvær vikur hafa bara gengið nokkuð vel.“ Síðastliðnar tvær vikur hafa um 20 þúsund manns verið að mæta í örvunarskammt frá mánudegi til miðvikudags á höfuðborgarsvæðinu. Þá hefur fólk einnig geta mætt á fimmtudögum og föstudögum ef þau komast ekki aðra daga og segir Ragnheiður að um þúsund manns mæti þá daga. Hún ítrekar mikilvægi þess að fólk mæti í örvunarskammt þegar þau fá boð. Til stendur að lang flestir muni fá boð í örvunarbólusetningu fyrir jól en þeir sem fengu Janssen og síðan örvun í ágúst, og börn á aldrinum 12 til fimmtán ára, fá boð eftir áramót. Býst ekki við að taka veikindadag á morgun Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var meðal þeirra sem mættu í örvunarskammt í morgun. „Tilfinningin er bara mjög góð, ég vona bara að ég verði vel örvaður og að þetta muni hjálpa okkur. Ég hef fulla trú á því,“ segir Þórólfur. Þórólfur var fullbólusettur með AstraZeneca fyrr á árinu og grínaðist með að hann væri að svíkja lit með því að fá Moderna í örvun. „Ég er Astra maður þannig að ég er að svíkja lit og fer núna í Moderna.“ Býstu við að taka veikindadag á morgun? „Nei, ég á ekki von á því,“ segir Þórólfur léttur í bragði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík Tengdar fréttir Mögulegt að slakað verði á sóttkvíarreglum fyrir þríbólusetta Mögulegt er að þeir sem hafa fengið örvunarskammt sleppi við sóttkví ef breytingar sem nú eru til skoðunar koma til framkvæmda. Sóttvarnalæknir segist binda miklar vonir við örvunarbólusetningu. 27. nóvember 2021 12:50 Muni skýrast á næstu vikum hvort herða þurfi aðgerðir vegna Ómíkron Sóttvarnalæknir segir að það muni skýrast á næstu vikum hvort grípa þurfi til frekari aðgerða vegna útbreiðslu Ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Það eigi enn eftir að koma í ljós hvernig afbrigðið hagar sér en svo virðist sem það sé meira smitandi. 28. nóvember 2021 17:35 Mun að óbreyttu mæla með bólusetningu fimm til ellefu ára Fyrstu skammtar bóluefnis Pfizer gegn kórónuveirunni, sem sérstaklega er gert fyrir ung börn, munu berast hingað til lands í lok desember. Sóttvarnalæknir telur líklegt að börnum á aldrinum fimm til ellefu ára verði boðin bólusetning, nema eitthvað sérstakt mæli gegn því. 26. nóvember 2021 16:21 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Mögulegt að slakað verði á sóttkvíarreglum fyrir þríbólusetta Mögulegt er að þeir sem hafa fengið örvunarskammt sleppi við sóttkví ef breytingar sem nú eru til skoðunar koma til framkvæmda. Sóttvarnalæknir segist binda miklar vonir við örvunarbólusetningu. 27. nóvember 2021 12:50
Muni skýrast á næstu vikum hvort herða þurfi aðgerðir vegna Ómíkron Sóttvarnalæknir segir að það muni skýrast á næstu vikum hvort grípa þurfi til frekari aðgerða vegna útbreiðslu Ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Það eigi enn eftir að koma í ljós hvernig afbrigðið hagar sér en svo virðist sem það sé meira smitandi. 28. nóvember 2021 17:35
Mun að óbreyttu mæla með bólusetningu fimm til ellefu ára Fyrstu skammtar bóluefnis Pfizer gegn kórónuveirunni, sem sérstaklega er gert fyrir ung börn, munu berast hingað til lands í lok desember. Sóttvarnalæknir telur líklegt að börnum á aldrinum fimm til ellefu ára verði boðin bólusetning, nema eitthvað sérstakt mæli gegn því. 26. nóvember 2021 16:21
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent