Innlent

Fréttamynd

Grunnskólalögin til endurskoðunnar

Nefnd á vegum menntamálaráðherra vinnur nú að heildarendurskoðun á grunnskólalögum. Nefndinni er ætlað að leggja fram tillögur um lagabreytingar á grundvelli reynslu af rekstri sveitarfélaganna á grunnskólum og áform um breytta námsáætlun til stúdentsprófs.

Innlent
Fréttamynd

Valgerður neitaði að mæta Steingrími

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra neitaði að mæta Steingrími J. Sigfússyni í Kastljósþætti Ríkissjónvarpsins í fyrrakvöld. Þetta kemur fram í opnu bréfi Páls Magnússar útvarpsstjóra til Steingríms J. Sigfússonar alþingingismanns, sem gerði athugasemdir við Kastljósþátt í fyrrakvöld.

Innlent
Fréttamynd

Arnar HU með mesta kvótann

Arnar HU frá Skagaströnd er með alls 6692 tonna kvóta á næsta fiskveiðiári ef miðað er við þorskígildi, en það er hæsti þorskígildiskvóti allra íslenskra skipa. Alls fá 414 skip úthlutað nýjum fiskikvóta en nýtt kvótaár hófst á miðnætti í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Þurftu að slátra hundrað tonnum af laxi

Starfsmenn laxeldisfyrirtækisins Sæsilfurs hf. í Mjóafirði slátruðu í gær hundrað tonnum af laxi. Marglyttur höfðu borist inn í laxeldiskvíarnar í fyrrinótt en þær brenna fiskinn með fálmurum sínum með þeim afleiðingum að honum þarf að slátra. Jón Kjartan Jónsson framkvæmdastjóri Sæsilfurs segir þetta í annað skipti í sex ára sögu fyrirtækisins sem marglytta veldur slíku tjóni.

Innlent
Fréttamynd

20 milljónir króna til Darfur

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita sem svarar 20 milljónum króna til neyðar- og mannúðaraðstoðar í Darfúr.

Innlent
Fréttamynd

Slátra meira en hundrað tonn af fiski

Starfsmenn laxeldisfyrirtækisins Sæsilfurs hf. í Mjóafirði vinna nú að því slátra meira en hundrað tonn af laxi. Ástæðan fyrir því er að marglytta barst með sterkum hafstraumum í nótt og laggðist á kvíarnar.

Innlent
Fréttamynd

Alþjóðlegri æfingu sprengjusérfræðinga lýkur

Íslendingar hafa safnað ómetanlegri reynslu í alþjóðlegri sprengjueyðingaræfingu sem lýkur í dag. Sprengjusérfræðingar frá erlendum herjum sækja í auknum mæli eftir að komast á æfingar á Íslandi og vex hún ár frá ári að umfangi. Áttatíu sprengjueyðingarsérfræðingar tóku þátt í æfingunni en hún er skipulögð af Landhelgisgæslunni.

Innlent
Fréttamynd

Ísraelar gagnrýndir fyrir klasasprengjur

Ísraelar eru harðlega gagnrýndir fyrir að hafa dreift verulegu magni af klasasprengjum í Suður-Líbanon rétt áður en löngu boðað vopnahlé tók gildi. Jónas Þorvaldsson, íslenskur sprengjusérfræðingur sem starfaði við að eyða þessum sprengjum í Írak lýsir þeim sem miklum skaðvaldi sem aðallega limlesti og drepi börn.

Innlent
Fréttamynd

Ók inn í skrifstofur Sinfóníunnar

Töluverðar skemmdir urðu á skrifstofum Sinfóníuhljómsveitar Íslands við Hagatorg rétt fyrir klukkan fimm í dag þegar körfubíll rak hliðartékk sinn inn í vesturhorn hússins og reif það niður

Innlent
Fréttamynd

Taprekstur hjá Nýsi

Fasteignafélagið Nýsir hf. skilaði 937 milljóna króna taprekstri á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er nokkur viðsnúningur frá því í fyrra þegar félagið skilaði 394,7 milljóna króna hagnaði.Helsta ástæða tapsins er óhagstæð gengisþróun vegna erlendra lána.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Steingrímur afboðaður í Kastljós

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, hefur óskað eftir útskýringum frá útvarpsstjóra á því, að hætt var við að hafa Steingrími í Kastljósi í gær, þar sem hann átti að mæta Valgerði Sverrisdóttur, fyrrverandi iðnaðarráðherra. Valgerður sat ein fyrir svörum í þættinum

Innlent
Fréttamynd

Minni hagnaður hjá Milestone

Fjárfestingarfélagið Milestone ehf. hagnaðist um 1,9 milljarða krónur á fyrri helmingi ársins. Á sama tíma fyrir ári nam hagnaðurinn hins vegar tæpum 4,1 milljarði króna. Í uppgjöri félagsins kemur fram að stór hluti af eignasafni Milestone samanstandi af félögum sem skráð eru á markað i og mótast afkoman af almennum markaðsaðstæðum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tap hjá Flögu

Flaga Group tapaði 1,2 milljónum bandaríkjadala eða tæpum 83 milljónum íslenskra króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Á sama tíma í fyrra tapaði félagið rétt rúmri einni milljón dala eða 69 milljónum króna á núvirði. Tap félagsins á öðrum fjórðungi ársins nemur 368.000 dölum eða rúmum 25,4 milljónum íslenskra króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tap Tæknivals minnkar

Tæknival tapaði 27 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Á sama tíma fyrir ári tapaði félagið rétt rúmri 41 milljón króna. Óhagstæð gengisþróun skýrir tapið að miklu leyti.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nágranni sá þjófinn

Það var athugull nágranni sem sá til innbrotsþjófs setja muni í tösku í fjölbýlishúsi í gær. Nágranninn skaut þjófnum skelk í bringu sem lagði á flótta án þess að taka töskuna með sér. Þó að þjófurinn hafi sloppið björguðust verðmætin þökk sé nágrannanum.

Innlent
Fréttamynd

Sýslumaður minnir ökumenn á að fara varlega

Jónas Guðmundsson, sýslumaður í Bolungavík, hefur sent frá sér tilkynningu vegna fyrirhugaðs hópaskstur um Óshlíð í kvöld. Hann segir að lögregla muni ekki hafa önnur afskipti af viðburðinum en að halda upp almennu eftriliti. Einnig býnir hann fyrir ökumönnum að hafa gott bil á milli ökutækja vegna hættu á grjóthruni.

Innlent
Fréttamynd

Nýir stjórnendur hjá Air Atlanta Iceland

Tveir nýir stjórnendur hafa hafið störf hjá Air Atlanta Icelandic. Geir Valur Ágústsson hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Air Atlanta Icelandic og Stefán Eyjólfsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri starfsmannamála fyrirtækisins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lögregla minnir á breyttan útivistartíma barna

Lögreglan í Reykjavík minnir foreldra á að útivistartími barna og unglinga tekur breytingum 1. september. Frá þeim tíma mega 12 ára börn og yngri vera úti til klukkan 20 en 13 til 16 ára unglingar til klukkan 22. Bregða má út af reglunum fyrir síðartalda hópinn þegar unglingar eru á heimleið frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu.

Innlent
Fréttamynd

Milljarður í hagnað hjá HS

Hitaveita Suðurnesja (HS) skilaði tæplega 1,1 milljarðs krónu hagnaði á fyrri helmingi ársins. Þetta er 357 milljónum krónum meiri hagnaður en á sama tíma í fyrra þegar hann nam 709 milljónum króna. Búist er við að brottför varnarliðsins í lok september muni hafa áhrif á starfsemi félagsins en Varnarliðið hefur verið stærsti einstaki kaupandi heits vatns og raforku af hitaveitunni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Afþreyingarhúsum lokað á vellinum

Í dag verður kvikmyndahúsinu á Keflavíkurflugvelli lokað ásamt skyndibitastað, Windbraker klúbbnum og gistihúsi vallarins. Nánast engin starfsemi er þá eftir á vegum Varnarliðsins í herstöðinni.

Innlent
Fréttamynd

Vill að klippt verði á veiðarfæri

Framkvæmdastjóri Landsambands íslenskra útvegsmanna vill að Landhelgisgæslan klippi veiðarfærin aftan úr togurum á Reykjaneshrygg, sem veiða þar án heimilda. Hann segir nauðsynlegt að taka mun harðar á veiðiþjófum en gert hefur verið til að koma í veg fyrir ofveiði.

Innlent
Fréttamynd

Actavis hækkar tilboð í Pliva

Actavis hefur hækkað tilboð sitt í króatíska lyfjafyrirtækið Pliva og hljóðar það nú upp á 795 kúnur á hlut og fengið staðfestingu fjármálaeftirlits Króatíu á því. Tilboðið er 10 prósentum hærra en fyrra tilboð félagsins, sem var 723 kúnur á hlut og jafngildir tilboð félagsins 2,5 milljörðum bandaríkjadala eða um 175 milljörðum íslenskra króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Annatími fram undan vegna vals á framboðslista

Það verður einnig annatími hjá stjórnmálaflokkunum næstu vikurnar og mánuðina þar sem víða verða teknar ákvarðanir um hvernig valið skuli á framboðslista fyrir alþingiskosningar næsta vor. Frjálslyndir virðast lengst á veg komnir í undirbúningi.

Innlent
Fréttamynd

Vestmannaeyjabær fær tæpar 44 miljónir

Að tillögu tekjustofnanefndar frá 17. mars árið 2005 hefur verið ákveðið að greiða árlega 700 miljón króna aukaframlag til Jöfnunarsjóðs á árunum 2006-2008. Tilgangurinn er að jafna aðstöðumun sveitarfélaga sem talin eru í mestri þörf fyrir viðbótarframlag vegna þróunar í rekstarumhverfi þeirra og erfiðra ytri aðstæðna.

Innlent
Fréttamynd

Anna Kristín sækist eftir 1. - 2. sæti

Anna Kristín Gunarsdóttir,þingmaður Samfylkingarinnar hefur ákveðið að gefa kost á sér í 1. - 2. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi kosningar. Ekki liggur fyrir hvernig skipað verður á listann en ýmislegt bendir til að viðhaft verði prófkjör af einhverri gerð. Ákvörðun um það verður tekin 16. september.

Innlent
Fréttamynd

Útlit fyrir harða og spennandi prófkjörsbaráttu

Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi borgarstjóri, sækist eftir fjórða sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir alþingiskosningarnar í vor. Útlit er fyrir harða prófkjörsbaráttu, en að öllum líkindum sækjast flestir núverandi þingmenn flokksins í Reykjavík eftir endurkjöri.

Innlent
Fréttamynd

Tap hjá Olíufélaginu

Olíufélagið ehf. og dótturfélög þess, Olíudreifing og Egó, tapaði 62,4 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er viðsnúningur hjá félaginu en það hagnaðist um 223,9 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Tapið má rekja til óhagstæðrar gengisþróunar og aukins fjármagnskostnaðar.

Viðskipti innlent