Hátekjufólk borgar hlutfallslega lægri skatta en meðalmaður 31. ágúst 2006 14:00 MYND/NFS Íslensk skattalöggjöf eykur ójöfnuð launafólks en skattbyrði hátekjufólks hefur lækkað frá árinu 1993 en hækkað hjá láglaunafólki. Þetta segir Stefán Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands.Stefán gagnrýnir skattastefnu íslenskra stjórnvalda í aðsendri grein í Morgunblaðinu í morgun. Hann segir lækkun skattbyrðarinnar hjá hátekjufólki margfalt meiri hér á landi en til að mynda í Bandaríkjunum en þar stóð Bush stjórnin fyrir skattlækkunum sem voru afar umdeildar. Stefán gengur svo langt að segja að hér á landi sé rekin róttæk ójafnaðarstefna og ef sama stefna verður rekin áfram þurfi ekki mörg ár þar til að tekjuskiptingin á Íslandi verði álíka ójöfn og í Bandaríkjunum sem mundi þykja tíðindi um alla Evrópu.Þegar breytt skattbyrði er skoðuð kemur í ljós að skattbyrði hátekjufólks hefur lækkað frá árinu 1993 en skapi hækkað hjá öðrum hópum. Á þessu línuriti sjáum við hlutfall heildarskatta Íslendinga sem prósentur af heildartekjum þeirra. Bláu súlurnar sína hlutfall skatta af heildartekjum árið 1993 en þær gulu hlutfallið eins og það er nú. Eins og sjá má þá fer meira af tekjum fólks í skatta nú en fyrir 13 árum nema þegar litið er til hátekjufólks en þar hefur hlutfallið lækkað verulega. Eins vekur athygli að allra tekjuhæstu hóparnir greiða hlutfallslega minna í skatta en meðaltekjuhópurinn. Súlan lengst til hægri sýnir hlutfall skatta á tekjur þeirra eitt prósent fjölskyldna sem eru með hæstu tekjurnar. Sá hópur greiðir tæplega 16 prósent af tekjum sínum í skatta en meðalhópurinn um 25 prósent. Fyrir 13 árum þá greiddu hæstlaunaðasti hópurinn um 35 prósent tekna sinna í skatta og meðalhópurinn um 20 prósent.Stefán segir í grein sinni að nýjustu tölur frá Ríkisskattstjóra bendi til þess að ójöfnuðurinn hafi enn aukist á árinu 2005 og segir hann aukningu ójöfnuðar hraðari hér á landi en annars staðar í Evrópu. Fréttir Innlent Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Íslensk skattalöggjöf eykur ójöfnuð launafólks en skattbyrði hátekjufólks hefur lækkað frá árinu 1993 en hækkað hjá láglaunafólki. Þetta segir Stefán Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands.Stefán gagnrýnir skattastefnu íslenskra stjórnvalda í aðsendri grein í Morgunblaðinu í morgun. Hann segir lækkun skattbyrðarinnar hjá hátekjufólki margfalt meiri hér á landi en til að mynda í Bandaríkjunum en þar stóð Bush stjórnin fyrir skattlækkunum sem voru afar umdeildar. Stefán gengur svo langt að segja að hér á landi sé rekin róttæk ójafnaðarstefna og ef sama stefna verður rekin áfram þurfi ekki mörg ár þar til að tekjuskiptingin á Íslandi verði álíka ójöfn og í Bandaríkjunum sem mundi þykja tíðindi um alla Evrópu.Þegar breytt skattbyrði er skoðuð kemur í ljós að skattbyrði hátekjufólks hefur lækkað frá árinu 1993 en skapi hækkað hjá öðrum hópum. Á þessu línuriti sjáum við hlutfall heildarskatta Íslendinga sem prósentur af heildartekjum þeirra. Bláu súlurnar sína hlutfall skatta af heildartekjum árið 1993 en þær gulu hlutfallið eins og það er nú. Eins og sjá má þá fer meira af tekjum fólks í skatta nú en fyrir 13 árum nema þegar litið er til hátekjufólks en þar hefur hlutfallið lækkað verulega. Eins vekur athygli að allra tekjuhæstu hóparnir greiða hlutfallslega minna í skatta en meðaltekjuhópurinn. Súlan lengst til hægri sýnir hlutfall skatta á tekjur þeirra eitt prósent fjölskyldna sem eru með hæstu tekjurnar. Sá hópur greiðir tæplega 16 prósent af tekjum sínum í skatta en meðalhópurinn um 25 prósent. Fyrir 13 árum þá greiddu hæstlaunaðasti hópurinn um 35 prósent tekna sinna í skatta og meðalhópurinn um 20 prósent.Stefán segir í grein sinni að nýjustu tölur frá Ríkisskattstjóra bendi til þess að ójöfnuðurinn hafi enn aukist á árinu 2005 og segir hann aukningu ójöfnuðar hraðari hér á landi en annars staðar í Evrópu.
Fréttir Innlent Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira