Annatími fram undan vegna vals á framboðslista 31. ágúst 2006 12:45 Það verður einnig annatími hjá stjórnmálaflokkunum næstu vikurnar og mánuðina þar sem víða verða teknar ákvarðanir um hvernig valið skuli á framboðslista fyrir alþingiskosningar næsta vor. Frjálslyndir virðast lengst á veg komnir í undirbúningi. Kosningavetur fer senn í hönd og því má búast við átökum bæði milli flokka og innan þeirra í aðdraganda kosninganna. Allir eru flokkarnir farnir að huga að framboðsmálum og eins fram hefur komið efnir Samfylkingin til prófkjörs fyrir Reykjavíkurkjördæmin þann 11. nóvember. Frjálslyndi flokkurinn er nokkuð á veg kominn í sínum undirbúningi en innan hans fer nú fram svokölluð forkönnun þar sem bréf hefur verið sent til allra félagsmanna og þeir beðnir um benda á fulltrúa í sínu kjördæmi sem komi til greina á framboðslista fyrir kosningarnar. Félagsmenn hafa frest til 10. september til að skila inn tilnefningu og í framhaldinu verður stillt upp á lista. Hjá Sjálfstæðisflokknum verður fyrirkomulag framboðsmála einnig ákveðið hjá kjördæmaráðum en aðalfundir þeirra verða í lok september og í október. Svipaða sögu er að segja af Framsóknarflokknum en þar verður það í höndum kjördæmissambanda að ákveða hvernig valið skuli á framboðslista. Samböndin halda kjördæmisþing í október eða nóvember næstkomandi. Hjá vinstri - grænum er unnið að hugmyndum um forval og er sú vinna lengst komin á suðvesturhorninu. Þar er enn verið að skoða hugmyndir um sameiginlegt forval í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og Suðvesturkjördæmi að sögn Drífu Snædal, framkvæmdastýru flokksins, en tillögur um forval verða kynntar á félagsfundi 12. september í Reykjavík. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Sjá meira
Það verður einnig annatími hjá stjórnmálaflokkunum næstu vikurnar og mánuðina þar sem víða verða teknar ákvarðanir um hvernig valið skuli á framboðslista fyrir alþingiskosningar næsta vor. Frjálslyndir virðast lengst á veg komnir í undirbúningi. Kosningavetur fer senn í hönd og því má búast við átökum bæði milli flokka og innan þeirra í aðdraganda kosninganna. Allir eru flokkarnir farnir að huga að framboðsmálum og eins fram hefur komið efnir Samfylkingin til prófkjörs fyrir Reykjavíkurkjördæmin þann 11. nóvember. Frjálslyndi flokkurinn er nokkuð á veg kominn í sínum undirbúningi en innan hans fer nú fram svokölluð forkönnun þar sem bréf hefur verið sent til allra félagsmanna og þeir beðnir um benda á fulltrúa í sínu kjördæmi sem komi til greina á framboðslista fyrir kosningarnar. Félagsmenn hafa frest til 10. september til að skila inn tilnefningu og í framhaldinu verður stillt upp á lista. Hjá Sjálfstæðisflokknum verður fyrirkomulag framboðsmála einnig ákveðið hjá kjördæmaráðum en aðalfundir þeirra verða í lok september og í október. Svipaða sögu er að segja af Framsóknarflokknum en þar verður það í höndum kjördæmissambanda að ákveða hvernig valið skuli á framboðslista. Samböndin halda kjördæmisþing í október eða nóvember næstkomandi. Hjá vinstri - grænum er unnið að hugmyndum um forval og er sú vinna lengst komin á suðvesturhorninu. Þar er enn verið að skoða hugmyndir um sameiginlegt forval í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og Suðvesturkjördæmi að sögn Drífu Snædal, framkvæmdastýru flokksins, en tillögur um forval verða kynntar á félagsfundi 12. september í Reykjavík.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Sjá meira