Innlent

Ók inn í skrifstofur Sinfóníunnar

Töluverðar skemmdir urðu á skrifstofum Sinfóníuhljómsveitar Íslands við Hagatorg rétt fyrir klukkan fimm í dag þegar körfubíll rak hliðartékk sinn inn í vesturhorn hússins og reif það niður.

Að sögn Þrastar Ólafssonar framkvæmdarstjóra Sinfóníunnar var starfsólki ekki meint af atvikinu en var þó mjög brugðið. Ekki er vitað um skemmdir enn sem komið er en Þröstur segir þær umtalsverðar. Verið er að loka fyrir hornið en Þröstur segir atvikið hafa gerst á versta tíma þar sem undirbúningur starfsársins er í hámarki en það hefst á morgun.

 

Bjartur Máni
Bjartur Máni
Bjartur Máni



Fleiri fréttir

Sjá meira


×