Innlent

Ísraelar gagnrýndir fyrir klasasprengjur

Ísraelar eru harðlega gagnrýndir fyrir að hafa dreift verulegu magni af klasasprengjum í Suður-Líbanon rétt áður en löngu boðað vopnahlé tók gildi. Jónas Þorvaldsson, íslenskur sprengjusérfræðingur sem starfaði við að eyða þessum sprengjum í Írak lýsir þeim sem miklum skaðvaldi sem aðallega limlesti og drepi börn.

Ósprungnar klasasprengjur eru gjarnan skrautlegar og handleika börn þau gjarnan sem leikföng með skelfilegum afleiðingum. Síðustu þrjá daga hernaðaraðgerða Ísraela gegn Hisbollah í Líbanon dreyfðu þeir gríðarlegu magni af litlum kalasprengum yfir landsvæðið. Jan Egeland, yfirmaður hjálparstarfs Sameinuðu þjóðanna í Líbanon gagnrýndi þetta tæpitungulaust og sagði þetta siðlausa aðgerð sem honum blöskraði. Þessum klasasprengjum var varpað yfir Líbanon á síðustu þremur dögum hernaðaraðgerða - þegar vopnahléð var í sjónmáli og allir vissu að hverju stefndi. Allt að 70 prósent sprengnanna springja ekki við lendingu og áætlar Egeland að allt að hundrað þúsund sprengjur liggi eins og hráviði á víð og dreif. Jónas Þorvaldsson, sprengjusérfræðingur gæslunnar hefur þurft að kljást við þennan ófögnuð í Írak. Hann segir að börn sæki í þessar sprengjur enda sé þær gjarnan skrautlegar og litgfagrar. Hann telur aðspurðu að líklegt sé að sprengjurnar séu vísvitandi hafðar litfagrar til þess að fólk handleiki þær fremur. Yfirleitt springa þessar sprengjur þegar þær eru handleiknar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×