Hælisleitendur

Fréttamynd

Logi fordæmir danska jafnaðarmenn

Þeir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, voru gestir í Sprengisandi í morgun. Þar tókust þeir á um nýja stefnu danskra stjórnvalda í innflytjendamálum.

Innlent
Fréttamynd

Danskir kratar með rós í hatti

Danska þjóðþingið samþykkti í vikunni lög sem heimila að umsækjendur um alþjóðlega vernd verði sendir til ríkis utan Evrópu þar sem þeir bíða niðurstöðu umsókna sinna. Kosningaloforð danskra jafnaðarmanna frá 2019 um móttökustöð hælisleitenda utan Danmerkur færist nær því að verða að veruleika.

Skoðun
Fréttamynd

Læknir braut lög með því að senda ófríska konu úr landi

Landlæknir hefur úrskurðað um að læknir á vegum Útlendingastofnunar hafi brotið lög og reglur með útgáfu vottorðs um að albönsk kona sem gengin var 36 vikur á leið mætti fara í flug. Þetta segir lögmaður albönsku konunnar sem mun taka málið lengra.

Innlent
Fréttamynd

Hópsýking hjá hælisleitendum

Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Um er að ræða hópsmit hjá hælisleitendum á höfuðborgarsvæðinu að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis.

Innlent
Fréttamynd

Sigmundur Davíð vill feta flóttamannaleið Dana

Formaður Miðflokksins hvetur íslensk stjórnvöld að fara sömu leið og Danir, sem samþykktu lög í dag sem heimila að hælisleitendur verði vistaðir í öðru landi á meðan þeir bíða niðurstöðu vegna umsókna sinna. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandið hafa áhyggjur af stefnu Dana.

Innlent
Fréttamynd

Er þetta góð fyrir­mynd?

Fréttir síðustu daga herma að Útlendingastofnun hafi tekið þá ákvörðun að leggja niður grunnþjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd ef viðkomandi umsækjandi neitar að fara í skimun fyrir kórónuveirunni, svonefnt PCR próf.

Skoðun
Fréttamynd

„Við vorum aug­ljós­lega ekki vel­komnir og þeim er sama um okkur“

Ein þeirra sem mætti ó­vænt í kosninga­kaffi Ás­laugar Örnu Sigur­björns­dóttur dóms­mála­ráð­herra síðasta laugar­dag til að spyrja hana spjörunum úr um mál­efni hælis­leit­enda, segir við­tökurnar í kaffinu ekki hafa verið eins góðar og fram­bjóð­endur Sjálf­stæðis­flokksins vildu meina við Vísi um helgina.

Innlent
Fréttamynd

Mótmælendur ruddust inn með spurningar til ráð­herrans

Gestum í kosninga­­kaffi Ás­laugar Örnu Sigur­björns­dóttur dóms­­mála­ráð­herra brá mörgum hverjum nokkuð í brún þegar hópur mótmælenda stormaði inn á við­burðinn og flykktist að ráð­herranum með síma á lofti. Þar var hún spurð spjörunum úr um um­­­deilt frum­­varp sitt um breytingar á út­­lendinga­lögum.

Innlent
Fréttamynd

Út­­lendinga­­stofnun geti vel hætt að senda fólk til Grikk­lands

Rauði krossinn furðar sig á málflutningi Út­lendinga­stofnunar og túlkun hennar á reglu­verki í kring um hælis­um­sóknir á Ís­landi. Lög­fræðingur hjálpar­sam­takanna og tals­maður um­sækj­enda um al­þjóð­lega vernd segir það ekki rétt sem kom fram í máli Út­lendinga­stofnunar í við­tali Vísis sem birtist í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Út­­lendinga­­stofnun getur ekki hætt að senda til Grikk­lands

Út­lendinga­stofnun telur sig al­gjör­lega bundna af gildandi lögum sem hún fylgir í máli Palestínu­mannanna fjór­tán sem voru sviptir allri þjónustu stofnunarinnar, hús­næði og fæði. Hún geti ekki tekið mál ein­stak­linganna til efnis­legrar með­ferðar því þeir hafi hlotið vernd í Grikk­landi og staða faraldursins þar sé ekki nægileg ástæða til.

Innlent
Fréttamynd

Verður ekki sendur aftur heim þar sem hann var pyntaður

Hælisleitandi frá Sri Lanka, sem synjað var um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi í ágúst 2018, mun ekki þurfa að fara úr landi. Þetta dæmdi Landsréttur í dag. Maðurinn er talinn í verulegri hættu í heimalandi sínu en hann tilheyrir þar minnihlutahópi og segist hafa verið pyntaður í haldi yfirvalda.

Innlent
Fréttamynd

Fjór­tán hafa misst þjónustu fyrir að gangast ekki undir Co­vid-próf

Fjórtán einstaklingar hafa misst þjónustu á vegum Útlendingastofnunar eftir að hafa neitað að fara í Covid-19 próf þegar til stóð að senda þá úr landi. Þeir hafa nú misst húsnæði og fæðisgreiðslur á vegum Útlendingastofnunar. Stofnunin neitar því að aðgerðirnar brjóti gegn mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Innlent
Fréttamynd

Áslaug Arna, hvað er glæpur?

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði á Alþingi að umsvif skipulagðrar glæpastarfsemi hér á landi væru áhyggjuefni og að mati ríkislögreglustjóra næmu skattaundanskot um 4% af vergri þjóðarframleiðslu.

Skoðun
Fréttamynd

Flóttafólk svelt til hlýðni

„Nú eru tíu umsækjendur um alþjóðlega vernd komnir á götuna eftir að Útlendingastofnun henti þeim út og svipti þá framfærslu. Skítt með mannúð og mannréttindi, það á að svelta þetta flóttafólk til hlýðni þannig að sé hægt að pína það aftur í óboðlegar aðstæður í gríska hæliskerfið,“ sagði Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata á Alþingi í dag. 

Innlent
Fréttamynd

Palestínumanni vísað á götuna eða til Grikklands

Palestínumaður, sem hefur verið synjað um hæli hér á landi, segist vilja búa á Íslandi með fjölskyldu sinni sem er enn á Gaza. Til stendur að senda hann aftur til Grikklands þar sem lögmaður segir aðstæður vera óboðlegar og mun verri en áður en faraldurinn skall á.

Innlent
Fréttamynd

Bjarnargreiði í góðri trú

Málflutningur Miðflokksins um frumvarp félagsmálaráðherra nr. 116/2012 (móttaka flóttafólks og innflytjendaráð) hefur skapað mikla umræðu.

Skoðun
Fréttamynd

Vilja ekki geyma brottvikna hælisleitendur á Grænlandi

Ríkisstjórn Danmerkur hafnar tillögu Danska Þjóðarflokksins þess efnis að brottviknir hælisleitendur verði sendir í aflagða herstöð á Grænlandi. Þetta kom fram í ræðu ráðherra málefna innflytjenda, sósíaldemókratans Mattias Tesfaye, í danska þinginu.

Erlent
Fréttamynd

Í al­var­legu á­standi eftir að úr­skurðurinn var kveðinn upp

Uhunoma Osayomore, 21 árs hælisleitandi frá Nígeríu, fékk gríðarlegt áfall þegar kærunefnd útlendingamála staðfesti brottvísun hans úr landi á föstudag. Vinir Uhunoma segja frá því í pistli í dag að hann hafi verið lagður inn á bráðageðdeild eftir að hann fékk fréttirnar og andlegri heilsu hans hrakað mjög.

Innlent
Fréttamynd

Ráðherrar á rangri braut

Stefnubreyting á Norðurlöndum í málefnum hælisleitenda sýnist annað hvort hafa farið fram hjá íslenskum ráðamönnum eða hún er þeim þvert um geð. Þetta sést af frumvörpum sem liggja fyrir Alþingi af hálfu félagsmálaráðherra og dómsmálaráðherra og ummælum þessara ráðherra.

Skoðun
Fréttamynd

Hver er réttur hælis­leit­enda?

Spurningunni í fyrirsögn var nýlega varpað fram af ráðherra í dönsku ríkisstjórninni, ríkisstjórn jafnaðarmanna undir forystu Mette Fredriksen.

Skoðun
Fréttamynd

Hvar er verndin?

Í gegnum allar áætlanir, sáttmála og stefnur sem snúa að aðgerðum og hlutverki yfirvalda í baráttunni við mansal er rauður þráður: Að sækja brotafólk til saka og veita þolendum vernd.

Skoðun