Vill senda flóttafólk til Rúanda Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. október 2022 13:44 Sigmundur Davíð segir óöld ríkja í flóttamannamálum. Vísir/Vilhelm Formaður Miðflokksins segist ekki trúa því að nýopnuð fjöldahjálparmiðstöð fyrir flóttafólk verði tímabundið úrræði. Opnunin sé til marks um stjórnleysi í málefnum flóttafólks. Ísland hafi ranglega verið auglýst sem áfangastaður fyrir þá sem skipuleggi fólksflutninga. Rauði krossinn vinnur nú að því, að beiðni íslenskra stjórnvalda, að opna fjöldahjálpastöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd vegna mikillar fjölgunar í komu flóttafólks til landsins. Fyrstu flóttamennirnir koma í hjálparstöðina í dag. Ætlunin er að hún sé aðeins þriggja daga neyðarúrræði áður en fólk fari í annað úrræði stjórnvalda eða sveitarfélaga. „Það var algjörlega fyrirsjáanlegt hvernig þetta myndi þróast og hefur verið lengi. Þetta er afleiðing af þeim skilaboðum sem íslensk stjórnvöld hafa sent út og eru við lýði hér,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins. „Við erum búin að margbenda á þetta, ár eftir ár að þróunin hafi verið sú að fjöldinn sem er að koma til Íslands er að aukast gríðarlega miðað við hin Norðurlöndinn. Hann var orðinn sexfaldur fyrir nokkrum árum og er nú líklega orðinn tífaldur.“ Glæpagengi nýti sér stefnu íslenskra stjórnvalda Um sextíu prósent þeirra flóttamanna sem komið hafa til landsins í ár er fólk sem flýr stríðsátökin í Úkraínu. Vandamálið sé ótengt stríðsástandinu. „Á síðasta þingi tókst ríkisstjórninni loksins að troða í gegn frumvarpi sem merkir Ísland rækilega sem áfangastað fyrir þá sem skipuleggja og selja svona ferðir og það var með því að leiða í lög að fólk fengi sömu þjónustu, sömu greiðslur, sömu réttindi óháð hvernig það kæmi til landsins,“ segir Sigmundur. „Þetta er enn ein auglýsingin um Ísland sem áfangastað og er sannarlega farið að hafa áhrif.“ Móttaka flóttafólks frá Úkraínu sé eðlisólík móttöku annars flóttafólks, þar sem tekið er á móti nágrannaþjóð í stríði. „Þessi óstjórn á málaflokknum hér á landi er til þess fallin að gera okkur erfiðara fyrir að aðstoða þann mikla fjölda sem augljóst var að kæmi frá Úkraínu. Það er eðlisólíkt því móttaka flóttafólks frá Úkraínu er í meira samræmi við það sem sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um flóttamenn var ætlað að leysa: Að takast á við tímabundið neyðarástand vegna til dæmis stríðs á einu svæði, í löndunum í kring,“ segir Sigmundur. „Hins vegar er hitt er orðið að iðnaði þar sem mjög hættuleg gengi oft og tíðum eru að selja væntingar, selja ferðir til Evrópulanda sem hafa algjörlega misst stjórnina á móttökunni og það þýðir að við getum ekki hjálpað þeim sem þurfa mest á hjálpinni að halda.“ Vill ganga í fótspor Dana Góð lausn væri að fara sömu leið og Danir, til dæmis með samningum við erlend ríki um móttöku flóttafólks. „Það er náttúrulega þegar orðið dálítið seint að grípa inn í á þann hátt sem hefði verið hægt að gera fyrr. Í framhaldinu ættum við að líta til reynslu Dana, danskra sósíaldemókrata og innleiða samskonar stefnu og þeir. Hvetja fólk, vilji það koma til landsins, að sækja um hæli utan landsins en enginn mæti til landsins og sæki um hæli þar. Þá missa menn stjórn á atburðarrásinni,“ segir Sigmundur. Danir gerðu í fyrra, og bresk stjórnvöld sömuleiðis, samning við yfirvöld í Rúanda um að senda þangað hælisleitendur á meðan mál þeirra væru til meðferðar hjá yfirvöldum í Danmörku og Bretlandi. Sigmundur segir þetta fyrirkomulag vel geta hentað hér. „Já, mér finnst þetta koma vel til greina og hef svo sem sagt áður að íslensk stjórnvöld eigi að íhuga aðtaka þátt í þessu með Dönum en þau hafa farið í þveröfuga átt. Þau gera það með því að búa til hvata fyrir fólk að kaupa sér rándýra för með Ísland sem áfangastað vegna þess að hér sé allt í boði óháð hvort þú ferð í gegn um lögformlegt ferli eða kemur á vegum misjafnra aðila,“ segir Sigmundur. „Rúanda hefur verið nefnt og reyndar fleiri lönd. Óháð því um hvaða land er að ræða held ég að við ættum að skoða að taka þátt í þessu með Dönum. Ég tók eftir því að Rúandamenn voru ósáttir með það þegar var gagnrýnt að senda ætti fólk til Rúanda, eins og það væri hræðilegur staður. Þeir hafa náð miklum árangri í Rúanda í uppbyggingu á undanförnum árum.“ Þess ber að geta að Mannréttindadómstóll Evrópu bannaði í sumar flutning flóttafólks til Rúanda og flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna fordæmdi auk þess fyrirætlaða flutninga, og sagði þá brjóta á réttindum fólks samkvæmt mannréttindasáttmála SÞ og flóttamannasamningnum. Ísland á aðild að hvoru tveggja. Fréttin var uppfærð klukkan 14:05. Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Alþingi Miðflokkurinn Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Rauði krossinn vinnur nú að því, að beiðni íslenskra stjórnvalda, að opna fjöldahjálpastöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd vegna mikillar fjölgunar í komu flóttafólks til landsins. Fyrstu flóttamennirnir koma í hjálparstöðina í dag. Ætlunin er að hún sé aðeins þriggja daga neyðarúrræði áður en fólk fari í annað úrræði stjórnvalda eða sveitarfélaga. „Það var algjörlega fyrirsjáanlegt hvernig þetta myndi þróast og hefur verið lengi. Þetta er afleiðing af þeim skilaboðum sem íslensk stjórnvöld hafa sent út og eru við lýði hér,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins. „Við erum búin að margbenda á þetta, ár eftir ár að þróunin hafi verið sú að fjöldinn sem er að koma til Íslands er að aukast gríðarlega miðað við hin Norðurlöndinn. Hann var orðinn sexfaldur fyrir nokkrum árum og er nú líklega orðinn tífaldur.“ Glæpagengi nýti sér stefnu íslenskra stjórnvalda Um sextíu prósent þeirra flóttamanna sem komið hafa til landsins í ár er fólk sem flýr stríðsátökin í Úkraínu. Vandamálið sé ótengt stríðsástandinu. „Á síðasta þingi tókst ríkisstjórninni loksins að troða í gegn frumvarpi sem merkir Ísland rækilega sem áfangastað fyrir þá sem skipuleggja og selja svona ferðir og það var með því að leiða í lög að fólk fengi sömu þjónustu, sömu greiðslur, sömu réttindi óháð hvernig það kæmi til landsins,“ segir Sigmundur. „Þetta er enn ein auglýsingin um Ísland sem áfangastað og er sannarlega farið að hafa áhrif.“ Móttaka flóttafólks frá Úkraínu sé eðlisólík móttöku annars flóttafólks, þar sem tekið er á móti nágrannaþjóð í stríði. „Þessi óstjórn á málaflokknum hér á landi er til þess fallin að gera okkur erfiðara fyrir að aðstoða þann mikla fjölda sem augljóst var að kæmi frá Úkraínu. Það er eðlisólíkt því móttaka flóttafólks frá Úkraínu er í meira samræmi við það sem sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um flóttamenn var ætlað að leysa: Að takast á við tímabundið neyðarástand vegna til dæmis stríðs á einu svæði, í löndunum í kring,“ segir Sigmundur. „Hins vegar er hitt er orðið að iðnaði þar sem mjög hættuleg gengi oft og tíðum eru að selja væntingar, selja ferðir til Evrópulanda sem hafa algjörlega misst stjórnina á móttökunni og það þýðir að við getum ekki hjálpað þeim sem þurfa mest á hjálpinni að halda.“ Vill ganga í fótspor Dana Góð lausn væri að fara sömu leið og Danir, til dæmis með samningum við erlend ríki um móttöku flóttafólks. „Það er náttúrulega þegar orðið dálítið seint að grípa inn í á þann hátt sem hefði verið hægt að gera fyrr. Í framhaldinu ættum við að líta til reynslu Dana, danskra sósíaldemókrata og innleiða samskonar stefnu og þeir. Hvetja fólk, vilji það koma til landsins, að sækja um hæli utan landsins en enginn mæti til landsins og sæki um hæli þar. Þá missa menn stjórn á atburðarrásinni,“ segir Sigmundur. Danir gerðu í fyrra, og bresk stjórnvöld sömuleiðis, samning við yfirvöld í Rúanda um að senda þangað hælisleitendur á meðan mál þeirra væru til meðferðar hjá yfirvöldum í Danmörku og Bretlandi. Sigmundur segir þetta fyrirkomulag vel geta hentað hér. „Já, mér finnst þetta koma vel til greina og hef svo sem sagt áður að íslensk stjórnvöld eigi að íhuga aðtaka þátt í þessu með Dönum en þau hafa farið í þveröfuga átt. Þau gera það með því að búa til hvata fyrir fólk að kaupa sér rándýra för með Ísland sem áfangastað vegna þess að hér sé allt í boði óháð hvort þú ferð í gegn um lögformlegt ferli eða kemur á vegum misjafnra aðila,“ segir Sigmundur. „Rúanda hefur verið nefnt og reyndar fleiri lönd. Óháð því um hvaða land er að ræða held ég að við ættum að skoða að taka þátt í þessu með Dönum. Ég tók eftir því að Rúandamenn voru ósáttir með það þegar var gagnrýnt að senda ætti fólk til Rúanda, eins og það væri hræðilegur staður. Þeir hafa náð miklum árangri í Rúanda í uppbyggingu á undanförnum árum.“ Þess ber að geta að Mannréttindadómstóll Evrópu bannaði í sumar flutning flóttafólks til Rúanda og flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna fordæmdi auk þess fyrirætlaða flutninga, og sagði þá brjóta á réttindum fólks samkvæmt mannréttindasáttmála SÞ og flóttamannasamningnum. Ísland á aðild að hvoru tveggja. Fréttin var uppfærð klukkan 14:05.
Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Alþingi Miðflokkurinn Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira