Vill losna við „íslenskar sérreglur“ í útlendingalögum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. október 2022 14:35 Bryndís segir að það hafi komið henni á óvart að í nágrannalöndunum ríki meiri sátt um stefnu útlendingamála en á Íslandi. Vísir/Vilhelm Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar-og menntamálanefndar, segir nauðsynlegt að fjarlægja „íslenskar sérreglur“ í útlendingalögum til að lögin verði áþekkari lögum Norðurlandanna. Allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis heimsótti á dögunum Danmörku og Noreg þar sem nefndarmenn kynntu sér hvernig hvort land um sig stendur að útlendingamálum. Bryndís segir að þar ytra ríki ekki eins mikill ágreiningur um stefnuna og á Íslandi. „Það virðist ekki vera þessi sami pólitíski og samfélagslegi ágreiningur eins og því miður hefur verið hér á síðustu árum enda hefur ráðherra í fjórgang reynt að gera breytingar á útlendingalögum og það hefur aldrei farið í gegnum þingið. Fréttaflutningur til dæmis af brottvísun þeirra sem ekki hafa fengið hæli vekur yfirleitt mikla athygli í samfélaginu og hjá fjölmiðlum.“ Þetta sé ekki jafn algengt í nágrannalöndunum. „Í báðum þessum löndum [Noregi og Danmörk] kemur fólk strax inn í skipulagða búsetu á meðan verið er að kanna hvort umsóknin muni fá málefnalega umfjöllun. Ef umsóknin fær það ekki þá er fólki vísað strax úr landi eða það fer í búsetuúrræði þar sem beðið er eftir því að þau geti yfirgefið landið. Það er til dæmis eitt af því sem þau virðast vera mjög stolt af. Mér fannst það svolítið áberandi í báðum löndunum; þau töluðu um að þau væru með virka endursendingarstefnu.“ Bryndís segir mikilvægt að taka út það sem hún kallar „séríslensk ákvæði“ í útlendingalögum. „Í okkar lögum höfum við ýmis íslensk sérákvæði. Töluvert stór hluti af þeim sem koma hingað að sækja um alþjóðlega vernd hafa þegar fengið alþjóðlega vernd í öðru Evrópulandi og bæði Noregur og Danmörk eru almennt ekki að taka þessar umsóknir til umfjöllunar og það er mjög lág prósenta hjá þeim á meðan það hefur farið allt upp í 50% hjá okkur eitt árið en er kannski yfirleitt í kringum 20%. Ég held til að mynda að þetta sé eitt af þeim ákvæðum sem við þurfum að taka út.“ Hún vilji „hreinsa út“ eitthvað af ákvæðunum og breyta lögunum þannig að þau líkist þeim sem gilda í nágrannalöndunum. „Í okkar tilfelli erum við ekki einu sinni bara að tala um það að fólk hafi sótt um vernd annars staðar heldur er það þannig að margir hafa fengið vernd í öðru landi og þá er auðvitað hægt að gagnrýna að það fólk sé að koma í annað land til að sækja um í sama farveg annars staðar um vernd og væri kannski eðlilegra að opna á möguleikann fyrir það fólk að fá að koma hingað og vinna og starfa án þess að vera inn í verndarkerfinu okkar og þar af leiðandi inn í því mikilvæga kerfi sem við höfum í kringum það fólk sem er að flýja stríð og átök og á í rauninni líf sitt undir.“ Bryndís sagði nefndarmenn hafa heillast að „norsku aðlögunarstefnunni“ þar sem sveitarfélög um allt land fá talsvert af fjármagni til að hlúa að flóttafólki. „Eftir að þau hafa fengið hæli þá taka sveitarfélögin við þeim um allan Noreg og þeim virðist hafa gengið mjög vel að aðlaga bæði flóttamenn og samfélagið að þeirra þörfum og þar hafa sveitarfélögin auðvitað líka þá fengið fjármagn til þess og hafa mikinn hag að því að standa sig vel í því að kenna á norskt samfélag og kenna norsku og sjá til þess að þessu fólki líði vel í þeirra samfélagi.“ Þarna hlýtur lykilatriðið að vera að fjármagn fylgir? „Já, í Noregi virðast sveitarfélögin fá töluvert fjármagn með hverjum og einum flóttamanni og ég held að það sé, svona í ljósi nýjustu frétta af okkar aðstæðum, eitthvað sem við þurfum að skoða mjög vel.“ Alþingi Hælisleitendur Flóttamenn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Dapurlega lítill stuðningur við breiða ríkisstjórn Einungis fjórðungur landsmanna er ánægður með störf ríkisstjórnarinnar samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Prófessor í stjórnmálafræði segir stöðuna nokkuð dapurlega og telur erfiðan þingvetur fram undan. Brestir í stjórnarsamstarfinu hafi komið fram eftir faraldurinn. 6. október 2022 12:30 Fjöldi umdeildra mála á málaskrá ríkisstjórnar í vetur Ríkisstjórnin fyrir hugar að leggja 178 mál fyrir Alþingi í vetur. Mörg málanna eru umdeild eins og frumvörp dómsmálaráðherra um útlendinga, fækkun sýslumannsembætta og um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu. 4. október 2022 19:20 Felldu tillögu minnihlutans: „Þau vilja halda þessu í útlendingafrumvarpinu til að réttlæta ógeðið“ Á síðasta þingfundi löggjafarþingsins felldu stjórnarliðar tillögu minnihlutans um að veita Úkraínumönnum, sem komið hafa til landsins vegna stríðsins, atvinnuleyfi samhliða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Þingkona Pírata telur að brögð séu í tafli og að stjórnarliðar hafi viljað halda sambærilegu ákvæði í útlendingalögum til að réttlæta ýmis önnur ákvæði í því frumvarpi. 21. júní 2022 16:14 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis heimsótti á dögunum Danmörku og Noreg þar sem nefndarmenn kynntu sér hvernig hvort land um sig stendur að útlendingamálum. Bryndís segir að þar ytra ríki ekki eins mikill ágreiningur um stefnuna og á Íslandi. „Það virðist ekki vera þessi sami pólitíski og samfélagslegi ágreiningur eins og því miður hefur verið hér á síðustu árum enda hefur ráðherra í fjórgang reynt að gera breytingar á útlendingalögum og það hefur aldrei farið í gegnum þingið. Fréttaflutningur til dæmis af brottvísun þeirra sem ekki hafa fengið hæli vekur yfirleitt mikla athygli í samfélaginu og hjá fjölmiðlum.“ Þetta sé ekki jafn algengt í nágrannalöndunum. „Í báðum þessum löndum [Noregi og Danmörk] kemur fólk strax inn í skipulagða búsetu á meðan verið er að kanna hvort umsóknin muni fá málefnalega umfjöllun. Ef umsóknin fær það ekki þá er fólki vísað strax úr landi eða það fer í búsetuúrræði þar sem beðið er eftir því að þau geti yfirgefið landið. Það er til dæmis eitt af því sem þau virðast vera mjög stolt af. Mér fannst það svolítið áberandi í báðum löndunum; þau töluðu um að þau væru með virka endursendingarstefnu.“ Bryndís segir mikilvægt að taka út það sem hún kallar „séríslensk ákvæði“ í útlendingalögum. „Í okkar lögum höfum við ýmis íslensk sérákvæði. Töluvert stór hluti af þeim sem koma hingað að sækja um alþjóðlega vernd hafa þegar fengið alþjóðlega vernd í öðru Evrópulandi og bæði Noregur og Danmörk eru almennt ekki að taka þessar umsóknir til umfjöllunar og það er mjög lág prósenta hjá þeim á meðan það hefur farið allt upp í 50% hjá okkur eitt árið en er kannski yfirleitt í kringum 20%. Ég held til að mynda að þetta sé eitt af þeim ákvæðum sem við þurfum að taka út.“ Hún vilji „hreinsa út“ eitthvað af ákvæðunum og breyta lögunum þannig að þau líkist þeim sem gilda í nágrannalöndunum. „Í okkar tilfelli erum við ekki einu sinni bara að tala um það að fólk hafi sótt um vernd annars staðar heldur er það þannig að margir hafa fengið vernd í öðru landi og þá er auðvitað hægt að gagnrýna að það fólk sé að koma í annað land til að sækja um í sama farveg annars staðar um vernd og væri kannski eðlilegra að opna á möguleikann fyrir það fólk að fá að koma hingað og vinna og starfa án þess að vera inn í verndarkerfinu okkar og þar af leiðandi inn í því mikilvæga kerfi sem við höfum í kringum það fólk sem er að flýja stríð og átök og á í rauninni líf sitt undir.“ Bryndís sagði nefndarmenn hafa heillast að „norsku aðlögunarstefnunni“ þar sem sveitarfélög um allt land fá talsvert af fjármagni til að hlúa að flóttafólki. „Eftir að þau hafa fengið hæli þá taka sveitarfélögin við þeim um allan Noreg og þeim virðist hafa gengið mjög vel að aðlaga bæði flóttamenn og samfélagið að þeirra þörfum og þar hafa sveitarfélögin auðvitað líka þá fengið fjármagn til þess og hafa mikinn hag að því að standa sig vel í því að kenna á norskt samfélag og kenna norsku og sjá til þess að þessu fólki líði vel í þeirra samfélagi.“ Þarna hlýtur lykilatriðið að vera að fjármagn fylgir? „Já, í Noregi virðast sveitarfélögin fá töluvert fjármagn með hverjum og einum flóttamanni og ég held að það sé, svona í ljósi nýjustu frétta af okkar aðstæðum, eitthvað sem við þurfum að skoða mjög vel.“
Alþingi Hælisleitendur Flóttamenn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Dapurlega lítill stuðningur við breiða ríkisstjórn Einungis fjórðungur landsmanna er ánægður með störf ríkisstjórnarinnar samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Prófessor í stjórnmálafræði segir stöðuna nokkuð dapurlega og telur erfiðan þingvetur fram undan. Brestir í stjórnarsamstarfinu hafi komið fram eftir faraldurinn. 6. október 2022 12:30 Fjöldi umdeildra mála á málaskrá ríkisstjórnar í vetur Ríkisstjórnin fyrir hugar að leggja 178 mál fyrir Alþingi í vetur. Mörg málanna eru umdeild eins og frumvörp dómsmálaráðherra um útlendinga, fækkun sýslumannsembætta og um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu. 4. október 2022 19:20 Felldu tillögu minnihlutans: „Þau vilja halda þessu í útlendingafrumvarpinu til að réttlæta ógeðið“ Á síðasta þingfundi löggjafarþingsins felldu stjórnarliðar tillögu minnihlutans um að veita Úkraínumönnum, sem komið hafa til landsins vegna stríðsins, atvinnuleyfi samhliða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Þingkona Pírata telur að brögð séu í tafli og að stjórnarliðar hafi viljað halda sambærilegu ákvæði í útlendingalögum til að réttlæta ýmis önnur ákvæði í því frumvarpi. 21. júní 2022 16:14 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Dapurlega lítill stuðningur við breiða ríkisstjórn Einungis fjórðungur landsmanna er ánægður með störf ríkisstjórnarinnar samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Prófessor í stjórnmálafræði segir stöðuna nokkuð dapurlega og telur erfiðan þingvetur fram undan. Brestir í stjórnarsamstarfinu hafi komið fram eftir faraldurinn. 6. október 2022 12:30
Fjöldi umdeildra mála á málaskrá ríkisstjórnar í vetur Ríkisstjórnin fyrir hugar að leggja 178 mál fyrir Alþingi í vetur. Mörg málanna eru umdeild eins og frumvörp dómsmálaráðherra um útlendinga, fækkun sýslumannsembætta og um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu. 4. október 2022 19:20
Felldu tillögu minnihlutans: „Þau vilja halda þessu í útlendingafrumvarpinu til að réttlæta ógeðið“ Á síðasta þingfundi löggjafarþingsins felldu stjórnarliðar tillögu minnihlutans um að veita Úkraínumönnum, sem komið hafa til landsins vegna stríðsins, atvinnuleyfi samhliða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Þingkona Pírata telur að brögð séu í tafli og að stjórnarliðar hafi viljað halda sambærilegu ákvæði í útlendingalögum til að réttlæta ýmis önnur ákvæði í því frumvarpi. 21. júní 2022 16:14