Telur dóm veita tvö hundruð flóttamönnum sem átti að vísa úr landi rétt á efnismeðferð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. október 2022 11:21 Helgi Þorsteinsson Silva lögmaður. Vísir Palestínumaður, sem sótti um alþjóðlega vernd hér á landi en fékk ekki efnismeðferð, bar ekki ábyrgð á miklum töfum á meðferð máls hans. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi í málinu í gær. Lögmaður segir málið fordæmisgefandi í málum allra þeirra sem sótt hafa um hæli hér á landi og ílengdust vegna kórónuveirufaraldursins. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt í máli Palestínumannsins Suleiman Al Masri, sem er einn þeirra tvö hundruð flóttamanna sem stjórnvöld ætluðu að senda úr landi í vor. Suleiman stefndi íslenska ríkinu fyrir að ætla að vísa sér úr landi, en ríkið hélt því fram að Suleiman væri ábyrgur fyrir miklum töfum á meðferð máls hans. Helgi Þorsteinsson, lögmaður Suleimans, segir í samtali við fréttastofu að dómurinn sé fordæmisgefandi fyrir þann fjölmenna hóp sem senda átti úr landi á sama tíma og Suleiman. Þetta þýði að allir tvö hundruð hælisleitendurnir í hópnum gætu átt rétt á efnismeðferð hjá Útlendingastofnun. „Dómur þessi er fordæmisgefandi fyrir þann fjölmenna hóp hælisleitenda sem ílengdist hér á landi vegna faraldurs kórónuveiru þar sem aðstæður eru sambærilegar frá máli til máls og verklag stjórnvalda í grunninn það sama. Að fengnum dómnum er ljóst að stjórnvöldum er ekki stætt á öðru en að bregðast við og koma í veg fyrir mestu fjöldabrottvísanir Íslandssögunnar,“ segir Helgi. Fram kemur í dómnum, sem var kveðinn upp af héraðsdómi í gær, að dómurinn telji ekki réttmætt af ríkinu að leggja til grundvallar ákvörðun sinni um að vísa honum úr landi að hann væri ábyrgur fyrir töfum sem leiddi til að ekki varð af flutningi hans innan tólf mánaða frestsins svokallaða. Suleiman sótti um alþjóðlega vernd hér á landi 24. október 2020 en hann hafði þegar fengið alþjóðlega vernd í Grikklandi. 19. janúar 2021 ákvað Útlendingastofnun að taka umsókn Suleimans ekki til efnismeðferðar og vísa honum úr landi. Byggði það að miklu leyti á því að Suleiman hefði þegar fengið vernd í Grikklandi. Suleiman skaut ákvörðuninni til kærunefndar útlendingamála í febrúar sama ár en nefndin staðfesti ákvörðun stofnunarinnar. Suleiman var svo boðaður í viðtal hjá stoðdeild ríkislögreglustjóra í apríl 2021, sem hann mætti ekki í, en stuttu síðar var honum tjáð símleiðis að hann þyrfti að fara í sýnatöku fyrir Covid-19 vegna yfirstandandi heimsfaraldurs. Það væri skilyrði fyrir því að hægt væri að senda hann til Grikklands. Hafi ekki skilið lykilskjal Suleiman segist hafa, með almennum hætti, sagt fulltrúum ríkislögreglustjóra að hann vildi ekki fara aftur til Grikklands. Fulltrúarnir hafi í kjölfarið fyllt skjal, sem ríkið byggði mál sitt á, út með þeim hætti að Suleiman sýndi ekki samstarfsvilja og hygðist ekki mæta til sýnatöku. Þá hafi Suleiman ekki vitað hvar sýnatökustaðurinn væri og ekki hafi verið útskýrt fyrir honum að stjórnvöld gætu litið svo á að hann hefði vísvitandi tafið mál sitt með því að mæta ekki í sýnatökuna. Haft er eftir Suleiman í dómnum að honum hafi þótt lögreglan draga úr mikilvægi áðurnefnds skjals og tjáð honum að um formsatriði væri að ræða. Þá hafi honum ekki verið gefið svigrúm til að bera skjalið undir túlk eða lögmann en skjalið hafi í megindráttum verið á íslensku. Hann hafi því neitað að skrifa undir það. Hann hafi auk þess ekki fengið tækifæri til að kynna sér efni skjalsins, ekki einu sinni með því að þýða það í Google translate. 24. október 2021 hafi Suleiman óskað eftir því að mál hans yrði tekið upp að nýju hjá kærunefnd útlendingamála. Nefndin hafi hafnað beiðni hans aftur, þrátt fyrir að tólf mánuðir væru liðnir frá því að hann sótti fyrst um vernd, og byggði það á því að hann hefði neitað að fara í sýnatöku og þannig sjálfur ábyrgur fyrir frestun á málsmeðferðinni. Héraðsdómur féllst ekki á þessi rök yfirvalda og segir í niðurstöðu hans að af þessari ástæðu verði fallist á að úrskurður kærunefndar frá 18. nóvember 2021, þar sem efnismeðferð var hafnað, verði ógiltur. Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Dómsmál Tengdar fréttir Engum verið fylgt úr landi enn sem komið er Í lok síðasta mánaðar stóð til að vísa alls 197 hælisleitendum úr landi, þar af 44 til Grikklands. Stoðdeild Ríkislögreglustjóra ákvað að byrja á hópnum sem senda átti til Grikklands en enn sem komið er hefur engum verið fylgt þangað. 21. júní 2022 11:05 Gagnrýna að settur forstjóri Útlendingastofnunar sé nú formaður eftirlitsnefndar Tólf félagasamtök gagnrýna harðlega skipun Þorsteins Gunnarssonar í embætti formanns kærunefndar útlendingamála og fara fram á að hann segi af sér vegna vanhæfis. 6. september 2021 12:32 Lögregla hafnar því að hafa notað rafbyssu við handtöku hælisleitendanna Lögreglan þvertekur fyrir að hafa notað rafbyssu við handtöku á tveimur hælisleitendum í húsakynnum Útlendingastofnunar í gær. Þeir voru sendir úr landi til Grikklands í morgun. 7. júlí 2021 18:07 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt í máli Palestínumannsins Suleiman Al Masri, sem er einn þeirra tvö hundruð flóttamanna sem stjórnvöld ætluðu að senda úr landi í vor. Suleiman stefndi íslenska ríkinu fyrir að ætla að vísa sér úr landi, en ríkið hélt því fram að Suleiman væri ábyrgur fyrir miklum töfum á meðferð máls hans. Helgi Þorsteinsson, lögmaður Suleimans, segir í samtali við fréttastofu að dómurinn sé fordæmisgefandi fyrir þann fjölmenna hóp sem senda átti úr landi á sama tíma og Suleiman. Þetta þýði að allir tvö hundruð hælisleitendurnir í hópnum gætu átt rétt á efnismeðferð hjá Útlendingastofnun. „Dómur þessi er fordæmisgefandi fyrir þann fjölmenna hóp hælisleitenda sem ílengdist hér á landi vegna faraldurs kórónuveiru þar sem aðstæður eru sambærilegar frá máli til máls og verklag stjórnvalda í grunninn það sama. Að fengnum dómnum er ljóst að stjórnvöldum er ekki stætt á öðru en að bregðast við og koma í veg fyrir mestu fjöldabrottvísanir Íslandssögunnar,“ segir Helgi. Fram kemur í dómnum, sem var kveðinn upp af héraðsdómi í gær, að dómurinn telji ekki réttmætt af ríkinu að leggja til grundvallar ákvörðun sinni um að vísa honum úr landi að hann væri ábyrgur fyrir töfum sem leiddi til að ekki varð af flutningi hans innan tólf mánaða frestsins svokallaða. Suleiman sótti um alþjóðlega vernd hér á landi 24. október 2020 en hann hafði þegar fengið alþjóðlega vernd í Grikklandi. 19. janúar 2021 ákvað Útlendingastofnun að taka umsókn Suleimans ekki til efnismeðferðar og vísa honum úr landi. Byggði það að miklu leyti á því að Suleiman hefði þegar fengið vernd í Grikklandi. Suleiman skaut ákvörðuninni til kærunefndar útlendingamála í febrúar sama ár en nefndin staðfesti ákvörðun stofnunarinnar. Suleiman var svo boðaður í viðtal hjá stoðdeild ríkislögreglustjóra í apríl 2021, sem hann mætti ekki í, en stuttu síðar var honum tjáð símleiðis að hann þyrfti að fara í sýnatöku fyrir Covid-19 vegna yfirstandandi heimsfaraldurs. Það væri skilyrði fyrir því að hægt væri að senda hann til Grikklands. Hafi ekki skilið lykilskjal Suleiman segist hafa, með almennum hætti, sagt fulltrúum ríkislögreglustjóra að hann vildi ekki fara aftur til Grikklands. Fulltrúarnir hafi í kjölfarið fyllt skjal, sem ríkið byggði mál sitt á, út með þeim hætti að Suleiman sýndi ekki samstarfsvilja og hygðist ekki mæta til sýnatöku. Þá hafi Suleiman ekki vitað hvar sýnatökustaðurinn væri og ekki hafi verið útskýrt fyrir honum að stjórnvöld gætu litið svo á að hann hefði vísvitandi tafið mál sitt með því að mæta ekki í sýnatökuna. Haft er eftir Suleiman í dómnum að honum hafi þótt lögreglan draga úr mikilvægi áðurnefnds skjals og tjáð honum að um formsatriði væri að ræða. Þá hafi honum ekki verið gefið svigrúm til að bera skjalið undir túlk eða lögmann en skjalið hafi í megindráttum verið á íslensku. Hann hafi því neitað að skrifa undir það. Hann hafi auk þess ekki fengið tækifæri til að kynna sér efni skjalsins, ekki einu sinni með því að þýða það í Google translate. 24. október 2021 hafi Suleiman óskað eftir því að mál hans yrði tekið upp að nýju hjá kærunefnd útlendingamála. Nefndin hafi hafnað beiðni hans aftur, þrátt fyrir að tólf mánuðir væru liðnir frá því að hann sótti fyrst um vernd, og byggði það á því að hann hefði neitað að fara í sýnatöku og þannig sjálfur ábyrgur fyrir frestun á málsmeðferðinni. Héraðsdómur féllst ekki á þessi rök yfirvalda og segir í niðurstöðu hans að af þessari ástæðu verði fallist á að úrskurður kærunefndar frá 18. nóvember 2021, þar sem efnismeðferð var hafnað, verði ógiltur.
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Dómsmál Tengdar fréttir Engum verið fylgt úr landi enn sem komið er Í lok síðasta mánaðar stóð til að vísa alls 197 hælisleitendum úr landi, þar af 44 til Grikklands. Stoðdeild Ríkislögreglustjóra ákvað að byrja á hópnum sem senda átti til Grikklands en enn sem komið er hefur engum verið fylgt þangað. 21. júní 2022 11:05 Gagnrýna að settur forstjóri Útlendingastofnunar sé nú formaður eftirlitsnefndar Tólf félagasamtök gagnrýna harðlega skipun Þorsteins Gunnarssonar í embætti formanns kærunefndar útlendingamála og fara fram á að hann segi af sér vegna vanhæfis. 6. september 2021 12:32 Lögregla hafnar því að hafa notað rafbyssu við handtöku hælisleitendanna Lögreglan þvertekur fyrir að hafa notað rafbyssu við handtöku á tveimur hælisleitendum í húsakynnum Útlendingastofnunar í gær. Þeir voru sendir úr landi til Grikklands í morgun. 7. júlí 2021 18:07 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Engum verið fylgt úr landi enn sem komið er Í lok síðasta mánaðar stóð til að vísa alls 197 hælisleitendum úr landi, þar af 44 til Grikklands. Stoðdeild Ríkislögreglustjóra ákvað að byrja á hópnum sem senda átti til Grikklands en enn sem komið er hefur engum verið fylgt þangað. 21. júní 2022 11:05
Gagnrýna að settur forstjóri Útlendingastofnunar sé nú formaður eftirlitsnefndar Tólf félagasamtök gagnrýna harðlega skipun Þorsteins Gunnarssonar í embætti formanns kærunefndar útlendingamála og fara fram á að hann segi af sér vegna vanhæfis. 6. september 2021 12:32
Lögregla hafnar því að hafa notað rafbyssu við handtöku hælisleitendanna Lögreglan þvertekur fyrir að hafa notað rafbyssu við handtöku á tveimur hælisleitendum í húsakynnum Útlendingastofnunar í gær. Þeir voru sendir úr landi til Grikklands í morgun. 7. júlí 2021 18:07