„Það á ekki að fara að gera neitt“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. október 2022 19:01 Bæjarráði Árborgar var tilkynnt í gær að ríkið hefði tekið Kumbaravog til leigu fyrir nokkra tugi hælisleitenda. Rekstraraðili tjáði fréttastofu að það ætti ekki að fara að gera neitt þegar hana bar að garði. Vísir/Egill Óvissa ríkir um hvort ríkið muni taka Kumbaravog til leigu fyrir á sjötta tug hælisleitenda. Bæjarráð Árborgar fékk tilkynningu um að búið væri að ákveða það og bókaði í framhaldinu að það hefði verið gert án samráðs við sig. Rekstaraðili er tvísaga um hvað sé að gerast á Kumbaravogi. Á fundi bæjarráðs Árborgar í gær kom fram að íslenska ríkið hafi tekið Kumbaravog á Stokkseyri á leigu fyrir móttöku hælisleitenda án vitneskju sveitarfélagsins. Til stæði að þeir kæmu á næstu vikum. Bæjarráð benti þar á að staðsetning væri óheppileg vegna þjónustu sem hópurinn þarfnist. Málið var til umfjöllunar í fjölmiðlum í gær. Frá fundargerð Árborgar í gær.Vísir/Kristján Þegar fréttastofa mætti á Kumbaravog í dag mættum við rekstraraðila sem sagði að það hefði aldrei staðið til að leigja ríkinu Kumbaravog fyrir hælisleitendur. Frétt á Vísi um málið væri bull. Við reyndum að fá nánari útskýringar á þessu og viðkomandi sagði að það ætti ekki að fara að gera neitt. Við hringdum svo í rekstraraðilann á leið aftur í bæinn til að reyna að á enn frekari útskýringar á málinu en þá sagði hann að þreifingar hefðu verið í gangi en engir samningar hafi verið undirritaðir við ríkið. Hann gaf ekki frekari útskýringar á af hverju hann hefði áður sagt við fréttastofu að ekkert væri í gangi. Engin fyrirvari Bæjarráð Árborgar hefur hins vegar staðið í þeirri trú frá því í gær eftir tilkynningu frá ráðuneyti, að búið væri að undirrita samninga og hælisleitendurnir væntanlegir á næstu vikum. Þorsteinn Örn Hjartarsson sviðsstjóri velferðarsviðs Árborgar segir það hafa komið á óvart. Þorsteinn Örn Hjartarsson sviðsstjóri velferðarsviðs Árborgar segir það hafa komið á óvart að fá skyndilega tilkynningu frá ríkinu að það hefði tekið Kumbaravog á leigu.Vísir/Egill „Við vorum bara ekki tilbúin á þessum tímapunkti og það var engin fyrirvari að taka að okkur þennan rekstur. En að sjálfsögðu viljum við halda áfram að vinna vel að samræmdri móttöku hælisleitenda og vera í góðu samstarfi við ríkið um það,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn segir enn fremur að staðsetningin sé óhentug. „Við skiljum mjög vel þörfina á að fjölga búsetuúrræðum. En þessi staðsetning hér er ekki góð. Það er mjög langt héðan upp á Selfoss og heilbrigðisþjónustu og annað þess háttar þannig að ef við ætlum að stofna þjónustu í Árborg væri miklu betra að gera það á Selfossi.Ríki og sveitafélög verða að vinna saman að þessum málum þetta tekst ekkert öðruvísi,“ segir Þorsteinn. Flóttafólk á Íslandi Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Árborg Hælisleitendur Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Sjá meira
Á fundi bæjarráðs Árborgar í gær kom fram að íslenska ríkið hafi tekið Kumbaravog á Stokkseyri á leigu fyrir móttöku hælisleitenda án vitneskju sveitarfélagsins. Til stæði að þeir kæmu á næstu vikum. Bæjarráð benti þar á að staðsetning væri óheppileg vegna þjónustu sem hópurinn þarfnist. Málið var til umfjöllunar í fjölmiðlum í gær. Frá fundargerð Árborgar í gær.Vísir/Kristján Þegar fréttastofa mætti á Kumbaravog í dag mættum við rekstraraðila sem sagði að það hefði aldrei staðið til að leigja ríkinu Kumbaravog fyrir hælisleitendur. Frétt á Vísi um málið væri bull. Við reyndum að fá nánari útskýringar á þessu og viðkomandi sagði að það ætti ekki að fara að gera neitt. Við hringdum svo í rekstraraðilann á leið aftur í bæinn til að reyna að á enn frekari útskýringar á málinu en þá sagði hann að þreifingar hefðu verið í gangi en engir samningar hafi verið undirritaðir við ríkið. Hann gaf ekki frekari útskýringar á af hverju hann hefði áður sagt við fréttastofu að ekkert væri í gangi. Engin fyrirvari Bæjarráð Árborgar hefur hins vegar staðið í þeirri trú frá því í gær eftir tilkynningu frá ráðuneyti, að búið væri að undirrita samninga og hælisleitendurnir væntanlegir á næstu vikum. Þorsteinn Örn Hjartarsson sviðsstjóri velferðarsviðs Árborgar segir það hafa komið á óvart. Þorsteinn Örn Hjartarsson sviðsstjóri velferðarsviðs Árborgar segir það hafa komið á óvart að fá skyndilega tilkynningu frá ríkinu að það hefði tekið Kumbaravog á leigu.Vísir/Egill „Við vorum bara ekki tilbúin á þessum tímapunkti og það var engin fyrirvari að taka að okkur þennan rekstur. En að sjálfsögðu viljum við halda áfram að vinna vel að samræmdri móttöku hælisleitenda og vera í góðu samstarfi við ríkið um það,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn segir enn fremur að staðsetningin sé óhentug. „Við skiljum mjög vel þörfina á að fjölga búsetuúrræðum. En þessi staðsetning hér er ekki góð. Það er mjög langt héðan upp á Selfoss og heilbrigðisþjónustu og annað þess háttar þannig að ef við ætlum að stofna þjónustu í Árborg væri miklu betra að gera það á Selfossi.Ríki og sveitafélög verða að vinna saman að þessum málum þetta tekst ekkert öðruvísi,“ segir Þorsteinn.
Flóttafólk á Íslandi Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Árborg Hælisleitendur Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Sjá meira