Framtíð allt að hundrað manns gæti verið undir Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. september 2022 13:30 Helgi Þorsteinsson Silva, lögmaður. Vísir/Arnar Mál Palestínumanns gegn ríkinu, sem flutt var í héraðsdómi á fimmtudag, gæti haft áhrif á stöðu upp undir hundrað flóttamanna hér á landi sem beðið hafa í óvissu síðan í kórónuveirufaraldrinum, að sögn lögmanns. Hann telur framgöngu stjórnvalda í málunum harkalega. Málið snýst um Palestínumann sem sótti um hæli hér á landi í kórónuveirufaraldrinum, þegar ekki var hægt að flytja fólk úr landi. Helgi Þorsteinsson Silva lögmaður sem flytur málið bendir á að reglur séu þannig að ef stjórnvöld nái ekki að ljúka meðferð slíkra mála innan 12 mánaða þá fái viðkomandi efnismeðferð. Í tilviki Palestínumannsins hafi þessi frestur runnið út - og vísað til þess að maðurinn hefði sjálfur tafið mál sitt, eins og raunar í tilvikum margra annarra í sömu stöðu. „Og málið snýst í rauninni bara um það, þennan núans, hvort það sé hægt að kenna þessu fólki um að það hafi ekki verið hægt að flytja það úr landi, meðal annars vegna reglna þar um í Grikklandi, hvort það hafi verið þeim að kenna,“ segir Helgi. „Hingað til hafa menn bara verið taldir hafa tafið málið ef þeir hafa látið sig hverfa eða mæta ekki í viðtölin og svo framvegis. En þarna erum við með hóp sem gerði ekkert ólöglegt.“ Málið yrði ekki fordæmisgefandi til framtíðar heldur sneri að fólki sem kom hingað til lands á afmörkuðu tímabili í faraldrinum. En vinnist málið gæti þó talsvert stór hópur fengið efnismeðferð, að sögn Helga. „Það er eiginlega alveg bókað. En hversu stór sá hópur er fer eftir því hvernig niðurstaðan er útfærð. En það er alveg öruggt að það yrðu allavega einhverjir tugir. Og eftir því hvernig niðurstaðan kemur út gæti það slagað í hundrað manns.“ Hvernig finnst þér framferði stjórnvalda í þessu máli? „Það er nokkuð harkaleg framganga aðmínu mati. Ég tel, og ég held að margir séu á þeirri skoðun, að stjórnvöld hafi ranglega sakað þennan hóp um að hafa tafið mál sitt,“ segir Helgi Þorsteinsson Silva, lögmaður. Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Dómsmál Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Málið snýst um Palestínumann sem sótti um hæli hér á landi í kórónuveirufaraldrinum, þegar ekki var hægt að flytja fólk úr landi. Helgi Þorsteinsson Silva lögmaður sem flytur málið bendir á að reglur séu þannig að ef stjórnvöld nái ekki að ljúka meðferð slíkra mála innan 12 mánaða þá fái viðkomandi efnismeðferð. Í tilviki Palestínumannsins hafi þessi frestur runnið út - og vísað til þess að maðurinn hefði sjálfur tafið mál sitt, eins og raunar í tilvikum margra annarra í sömu stöðu. „Og málið snýst í rauninni bara um það, þennan núans, hvort það sé hægt að kenna þessu fólki um að það hafi ekki verið hægt að flytja það úr landi, meðal annars vegna reglna þar um í Grikklandi, hvort það hafi verið þeim að kenna,“ segir Helgi. „Hingað til hafa menn bara verið taldir hafa tafið málið ef þeir hafa látið sig hverfa eða mæta ekki í viðtölin og svo framvegis. En þarna erum við með hóp sem gerði ekkert ólöglegt.“ Málið yrði ekki fordæmisgefandi til framtíðar heldur sneri að fólki sem kom hingað til lands á afmörkuðu tímabili í faraldrinum. En vinnist málið gæti þó talsvert stór hópur fengið efnismeðferð, að sögn Helga. „Það er eiginlega alveg bókað. En hversu stór sá hópur er fer eftir því hvernig niðurstaðan er útfærð. En það er alveg öruggt að það yrðu allavega einhverjir tugir. Og eftir því hvernig niðurstaðan kemur út gæti það slagað í hundrað manns.“ Hvernig finnst þér framferði stjórnvalda í þessu máli? „Það er nokkuð harkaleg framganga aðmínu mati. Ég tel, og ég held að margir séu á þeirri skoðun, að stjórnvöld hafi ranglega sakað þennan hóp um að hafa tafið mál sitt,“ segir Helgi Þorsteinsson Silva, lögmaður.
Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Dómsmál Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira