Stefna stjórnar (og stjórnarandstöðu) í hælisleitendamálum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 18. október 2022 16:01 Eins og svo oft hefst ekki umræða um mikilvæg mál fyrir alvöru fyrr en í óefni er komið. Þingmenn Miðflokksins hafa árum saman bent á í hvað stefndi í hælisleitendamálum. -Bent á að búið væri að koma Íslandi rækilega á kortið hjá þeim sem skipuleggja fólksflutninga og samanburðinn við hin Norðurlöndin. Eftir að ríkislögreglustjóri lýsti yfir hættuástandi á landamærunum vegna þess mikla straums sem liggur til Íslands, umfram önnur lönd, hefur umræða loksins hafist um málið. Hin stjórnarandstaðan Viðbrögð hinnar stjórnarandstöðunnar eru fyrirsjáanleg. Tal um að það sé einhvers konar mannvonska að velta þessu yfir höfuð fyrir sér. Það þótt verið sé að ræða um hvernig við gerum sem mest gagn fyrir sem flesta þeirra sem eru í mestri neyð fremur en að gera Ísland að söluvöru erlendra glæpagengja og missa öll tök. Hér vitna ég óbeint í forsætisráðherra Danmerkur, Mette Frederiksen. Afstaða ríkisstjórnarflokkanna er hins vegar áhugaverðari: Sjálfstæðisflokkurinn Tveir ráðherrar flokksins, fjármálaráðherra og dómsmálaráðherra hafa viðurkennt að um ófremdarástand sé að ræða og að það sé afleiðing þeirrar stefnu sem ríkisstjórnin hefur rekið. Formaður allsherjar- og menntamálanefndar vill hins vegar enn meiri straum en bara endurskilgreina hann. Dómsmálaráðherra boðar fimmtu tilraun til að ná fram útlendingafrumvarpi sem er löngu orðið útþynnt og mun ekki breyta stöðunni mikið þótt það sé vissulega til bóta. Þó er bara „korter” síðan flokkurinn vann að því með hinum stjórnarflokkunum að troða í gegn, með góðu eða illu, þingmáli sem auglýsti Ísland meira en nokkuð annað sem áfangastað. Það tókst þeim í þriðju tilraun (eftir að Miðflokkurinn hafði náð að stöðva það tvisvar). SPÁ: Sjálfstæðisflokkurinn mun gefa eftir einu sinni sem oftar. Vinstri græn Ráðherrar flokksins tukta samráðherra sína úr Sjálfstæðisflokknum til og segja að Ísland sé hvergi nærri sprungið sem móttökustaður en vilja þó alls ekki móttökumiðstöð. Dómsmálaráðherra fær miklar trakteringar fyrir að nefna slíkt. Að því er virðist gengur stefnan út á að ekki eigi að hafna neinum sem býr við lakari kjör en gerist og gengur á Íslandi. SPÁ: Vg vinnur Framsóknarflokkurinn Sigmar Guðmundsson (Viðreisn) leitaði eftir afstöðu innviðaráðherra til málsins. Svarið sagði allt sem segja þarf um Nýju Framsókn eins og flokkurinn kallar sig nú. Ráðherrann gat ekki með nokkru móti svarað því hvað honum fyndist um málið eða málaflokkinn yfir höfuð. Ráðherranefnd um útlendingamál (sem hann á ekki sæti í) ætti nefnilega eftir að ræða það. SPÁ: Nýja Framsókn mun fylgja hvaða stefnu sem verður ofan á og segja svo að þetta hafi alltaf verið augljóst og einmitt stefna flokksins. Niðurstaða: Það verður viðvarandi óstjórn í þessum málaflokki. Ísland verður áfram helsti áfangastaður Norðurlandanna og við þar með ekki í aðstöðu til að hjálpa þeim sem þurfa mest á hjálp að halda nema fólk taki undir með M(ette). Höfundur er formaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Hælisleitendur Miðflokkurinn Alþingi Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Eins og svo oft hefst ekki umræða um mikilvæg mál fyrir alvöru fyrr en í óefni er komið. Þingmenn Miðflokksins hafa árum saman bent á í hvað stefndi í hælisleitendamálum. -Bent á að búið væri að koma Íslandi rækilega á kortið hjá þeim sem skipuleggja fólksflutninga og samanburðinn við hin Norðurlöndin. Eftir að ríkislögreglustjóri lýsti yfir hættuástandi á landamærunum vegna þess mikla straums sem liggur til Íslands, umfram önnur lönd, hefur umræða loksins hafist um málið. Hin stjórnarandstaðan Viðbrögð hinnar stjórnarandstöðunnar eru fyrirsjáanleg. Tal um að það sé einhvers konar mannvonska að velta þessu yfir höfuð fyrir sér. Það þótt verið sé að ræða um hvernig við gerum sem mest gagn fyrir sem flesta þeirra sem eru í mestri neyð fremur en að gera Ísland að söluvöru erlendra glæpagengja og missa öll tök. Hér vitna ég óbeint í forsætisráðherra Danmerkur, Mette Frederiksen. Afstaða ríkisstjórnarflokkanna er hins vegar áhugaverðari: Sjálfstæðisflokkurinn Tveir ráðherrar flokksins, fjármálaráðherra og dómsmálaráðherra hafa viðurkennt að um ófremdarástand sé að ræða og að það sé afleiðing þeirrar stefnu sem ríkisstjórnin hefur rekið. Formaður allsherjar- og menntamálanefndar vill hins vegar enn meiri straum en bara endurskilgreina hann. Dómsmálaráðherra boðar fimmtu tilraun til að ná fram útlendingafrumvarpi sem er löngu orðið útþynnt og mun ekki breyta stöðunni mikið þótt það sé vissulega til bóta. Þó er bara „korter” síðan flokkurinn vann að því með hinum stjórnarflokkunum að troða í gegn, með góðu eða illu, þingmáli sem auglýsti Ísland meira en nokkuð annað sem áfangastað. Það tókst þeim í þriðju tilraun (eftir að Miðflokkurinn hafði náð að stöðva það tvisvar). SPÁ: Sjálfstæðisflokkurinn mun gefa eftir einu sinni sem oftar. Vinstri græn Ráðherrar flokksins tukta samráðherra sína úr Sjálfstæðisflokknum til og segja að Ísland sé hvergi nærri sprungið sem móttökustaður en vilja þó alls ekki móttökumiðstöð. Dómsmálaráðherra fær miklar trakteringar fyrir að nefna slíkt. Að því er virðist gengur stefnan út á að ekki eigi að hafna neinum sem býr við lakari kjör en gerist og gengur á Íslandi. SPÁ: Vg vinnur Framsóknarflokkurinn Sigmar Guðmundsson (Viðreisn) leitaði eftir afstöðu innviðaráðherra til málsins. Svarið sagði allt sem segja þarf um Nýju Framsókn eins og flokkurinn kallar sig nú. Ráðherrann gat ekki með nokkru móti svarað því hvað honum fyndist um málið eða málaflokkinn yfir höfuð. Ráðherranefnd um útlendingamál (sem hann á ekki sæti í) ætti nefnilega eftir að ræða það. SPÁ: Nýja Framsókn mun fylgja hvaða stefnu sem verður ofan á og segja svo að þetta hafi alltaf verið augljóst og einmitt stefna flokksins. Niðurstaða: Það verður viðvarandi óstjórn í þessum málaflokki. Ísland verður áfram helsti áfangastaður Norðurlandanna og við þar með ekki í aðstöðu til að hjálpa þeim sem þurfa mest á hjálp að halda nema fólk taki undir með M(ette). Höfundur er formaður Miðflokksins.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun