Stefna stjórnar (og stjórnarandstöðu) í hælisleitendamálum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 18. október 2022 16:01 Eins og svo oft hefst ekki umræða um mikilvæg mál fyrir alvöru fyrr en í óefni er komið. Þingmenn Miðflokksins hafa árum saman bent á í hvað stefndi í hælisleitendamálum. -Bent á að búið væri að koma Íslandi rækilega á kortið hjá þeim sem skipuleggja fólksflutninga og samanburðinn við hin Norðurlöndin. Eftir að ríkislögreglustjóri lýsti yfir hættuástandi á landamærunum vegna þess mikla straums sem liggur til Íslands, umfram önnur lönd, hefur umræða loksins hafist um málið. Hin stjórnarandstaðan Viðbrögð hinnar stjórnarandstöðunnar eru fyrirsjáanleg. Tal um að það sé einhvers konar mannvonska að velta þessu yfir höfuð fyrir sér. Það þótt verið sé að ræða um hvernig við gerum sem mest gagn fyrir sem flesta þeirra sem eru í mestri neyð fremur en að gera Ísland að söluvöru erlendra glæpagengja og missa öll tök. Hér vitna ég óbeint í forsætisráðherra Danmerkur, Mette Frederiksen. Afstaða ríkisstjórnarflokkanna er hins vegar áhugaverðari: Sjálfstæðisflokkurinn Tveir ráðherrar flokksins, fjármálaráðherra og dómsmálaráðherra hafa viðurkennt að um ófremdarástand sé að ræða og að það sé afleiðing þeirrar stefnu sem ríkisstjórnin hefur rekið. Formaður allsherjar- og menntamálanefndar vill hins vegar enn meiri straum en bara endurskilgreina hann. Dómsmálaráðherra boðar fimmtu tilraun til að ná fram útlendingafrumvarpi sem er löngu orðið útþynnt og mun ekki breyta stöðunni mikið þótt það sé vissulega til bóta. Þó er bara „korter” síðan flokkurinn vann að því með hinum stjórnarflokkunum að troða í gegn, með góðu eða illu, þingmáli sem auglýsti Ísland meira en nokkuð annað sem áfangastað. Það tókst þeim í þriðju tilraun (eftir að Miðflokkurinn hafði náð að stöðva það tvisvar). SPÁ: Sjálfstæðisflokkurinn mun gefa eftir einu sinni sem oftar. Vinstri græn Ráðherrar flokksins tukta samráðherra sína úr Sjálfstæðisflokknum til og segja að Ísland sé hvergi nærri sprungið sem móttökustaður en vilja þó alls ekki móttökumiðstöð. Dómsmálaráðherra fær miklar trakteringar fyrir að nefna slíkt. Að því er virðist gengur stefnan út á að ekki eigi að hafna neinum sem býr við lakari kjör en gerist og gengur á Íslandi. SPÁ: Vg vinnur Framsóknarflokkurinn Sigmar Guðmundsson (Viðreisn) leitaði eftir afstöðu innviðaráðherra til málsins. Svarið sagði allt sem segja þarf um Nýju Framsókn eins og flokkurinn kallar sig nú. Ráðherrann gat ekki með nokkru móti svarað því hvað honum fyndist um málið eða málaflokkinn yfir höfuð. Ráðherranefnd um útlendingamál (sem hann á ekki sæti í) ætti nefnilega eftir að ræða það. SPÁ: Nýja Framsókn mun fylgja hvaða stefnu sem verður ofan á og segja svo að þetta hafi alltaf verið augljóst og einmitt stefna flokksins. Niðurstaða: Það verður viðvarandi óstjórn í þessum málaflokki. Ísland verður áfram helsti áfangastaður Norðurlandanna og við þar með ekki í aðstöðu til að hjálpa þeim sem þurfa mest á hjálp að halda nema fólk taki undir með M(ette). Höfundur er formaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Hælisleitendur Miðflokkurinn Alþingi Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Eins og svo oft hefst ekki umræða um mikilvæg mál fyrir alvöru fyrr en í óefni er komið. Þingmenn Miðflokksins hafa árum saman bent á í hvað stefndi í hælisleitendamálum. -Bent á að búið væri að koma Íslandi rækilega á kortið hjá þeim sem skipuleggja fólksflutninga og samanburðinn við hin Norðurlöndin. Eftir að ríkislögreglustjóri lýsti yfir hættuástandi á landamærunum vegna þess mikla straums sem liggur til Íslands, umfram önnur lönd, hefur umræða loksins hafist um málið. Hin stjórnarandstaðan Viðbrögð hinnar stjórnarandstöðunnar eru fyrirsjáanleg. Tal um að það sé einhvers konar mannvonska að velta þessu yfir höfuð fyrir sér. Það þótt verið sé að ræða um hvernig við gerum sem mest gagn fyrir sem flesta þeirra sem eru í mestri neyð fremur en að gera Ísland að söluvöru erlendra glæpagengja og missa öll tök. Hér vitna ég óbeint í forsætisráðherra Danmerkur, Mette Frederiksen. Afstaða ríkisstjórnarflokkanna er hins vegar áhugaverðari: Sjálfstæðisflokkurinn Tveir ráðherrar flokksins, fjármálaráðherra og dómsmálaráðherra hafa viðurkennt að um ófremdarástand sé að ræða og að það sé afleiðing þeirrar stefnu sem ríkisstjórnin hefur rekið. Formaður allsherjar- og menntamálanefndar vill hins vegar enn meiri straum en bara endurskilgreina hann. Dómsmálaráðherra boðar fimmtu tilraun til að ná fram útlendingafrumvarpi sem er löngu orðið útþynnt og mun ekki breyta stöðunni mikið þótt það sé vissulega til bóta. Þó er bara „korter” síðan flokkurinn vann að því með hinum stjórnarflokkunum að troða í gegn, með góðu eða illu, þingmáli sem auglýsti Ísland meira en nokkuð annað sem áfangastað. Það tókst þeim í þriðju tilraun (eftir að Miðflokkurinn hafði náð að stöðva það tvisvar). SPÁ: Sjálfstæðisflokkurinn mun gefa eftir einu sinni sem oftar. Vinstri græn Ráðherrar flokksins tukta samráðherra sína úr Sjálfstæðisflokknum til og segja að Ísland sé hvergi nærri sprungið sem móttökustaður en vilja þó alls ekki móttökumiðstöð. Dómsmálaráðherra fær miklar trakteringar fyrir að nefna slíkt. Að því er virðist gengur stefnan út á að ekki eigi að hafna neinum sem býr við lakari kjör en gerist og gengur á Íslandi. SPÁ: Vg vinnur Framsóknarflokkurinn Sigmar Guðmundsson (Viðreisn) leitaði eftir afstöðu innviðaráðherra til málsins. Svarið sagði allt sem segja þarf um Nýju Framsókn eins og flokkurinn kallar sig nú. Ráðherrann gat ekki með nokkru móti svarað því hvað honum fyndist um málið eða málaflokkinn yfir höfuð. Ráðherranefnd um útlendingamál (sem hann á ekki sæti í) ætti nefnilega eftir að ræða það. SPÁ: Nýja Framsókn mun fylgja hvaða stefnu sem verður ofan á og segja svo að þetta hafi alltaf verið augljóst og einmitt stefna flokksins. Niðurstaða: Það verður viðvarandi óstjórn í þessum málaflokki. Ísland verður áfram helsti áfangastaður Norðurlandanna og við þar með ekki í aðstöðu til að hjálpa þeim sem þurfa mest á hjálp að halda nema fólk taki undir með M(ette). Höfundur er formaður Miðflokksins.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun