Fjármálafyrirtæki

Fréttamynd

Bankastjóri Landsbankans segir samkeppni um innlán vera að aukast

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir að ekki hægt sé að skoða innlánavexti banka í tómarúmi heldur þurfi að setja þá í samhengi við útlánavexti sem eru almennt lægri hjá Landsbankanum en öðrum íslenskum fjármálastofnunum. Samkeppnin um innlán sé hins vegar að aukast og bankinn muni taka kjör á bankareikningum til skoðunar.

Innherji
Fréttamynd

Sjálfvirkni rekur fleyg milli innlánsvaxta bankanna

Nýir og sjálfvirkir innlánsreikningar Íslandsbanka, sem hafa gert bankanum kleift að stórbæta vaxtakjörin í samanburði við Arion banka og Landsbankann, varpa ljósi á hversu mikill ávinningur er fólginn í sjálfvirknivæðingu og samkeppni í fjármálakerfinu. Vextirnir eru komnir í nánd við vextina á óbundnum reikningum Auðar, fjármálaþjónustu Kviku banka, sem hefur um nokkurt skeið boðið mun betri kjör en keppinautarnir.

Innherji
Fréttamynd

Tekist á um ríkiseign á bönkunum á Alþingi

Þingmaður Viðreisnar telur enga ástæðu fyrir ríkið að halda áfram að eiga hlut í Íslandsbanka og Landsbanka. Hægt væri að leysa út allt að fjögur hundruð milljarða með sölu þeirra til greiðslu skulda. Forsætisráðherra vill hins vegar að ríkið haldi ráðandi eign í Landsbankanum.

Innlent
Fréttamynd

Seðlabankinn ofmat umfang útlána til fyrirtækja um 150 milljarða

Umfang fyrirtækjalána í fjármálakerfinu jókst um rúmlega 87 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi, samkvæmt leiðréttum tölum frá Seðlabanka Íslands. Þrátt fyrir að aukningin sé sú mesta sem sést hefur á milli fjórðunga frá því í árslok 2016 þá er hún aðeins tæplega þriðjungur af því sem fyrri tölur bankans höfðu sýnt.

Innherji
Fréttamynd

Bjarni ekki stressaður fyrir skýrslunni um Íslandsbanka

Fjármálaráðherra kveðst enn þeirrar skoðunar að íslenska ríkið eigi að selja þann 100 milljarða króna hlut sem það á eftir í Íslandsbanka. Hann segir að færð hafi verið ágæt rök fyrir því að rannsókn Ríkisendurskoðunar hafi tekið sinn tíma og vonast eftir uppbyggilegum ábendingum úr væntanlegri skýrslu.

Innlent
Fréttamynd

Matthías frá Arion banka til Héðins

Matthías Stephensen hefur verið ráðinn fjármálastjóri Héðins. Hann kemur frá Arion banka þar sem hann hefur starað frá 2011, síðast sem forstöðumaður rekstrar og sölu á viðskiptabankasviði, ásamt því að vera innlánastjóri bankans.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stjórnsýsluúttekt á lokametrunum sem muni „vekja athygli“

Úttekt ríkisendurskoðunar á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka er á lokametrunum og styttist mjög í að hún fari í umsagnarferli. Guðmundur Björgvin Helgason, ríkisendurskoðandi, treysti sér ekki til að nefna dagsetningu í þessu samhengi en sagði ljóst að úttektin verði tilbúin fyrir lok þessa mánaðar.

Innlent
Fréttamynd

Samfélaginu stafi raunveruleg ógn af peningaþvætti

Þó nokkur mál hafa komið upp undanfarið hjá lögreglunni þar sem grunur er um stórfellt peningaþvætti og sífellt fleiri tilkynningar berast. Varaseðlabankastjóri segir hagkerfinu stafa raunveruleg ógn af slíkum glæpum

Innlent
Fréttamynd

Arion banki og Íslandsbanki hækka vextina

Arion banki hefur tilkynnt um hækkun inn- og útlánavaxta bankans sem taka gildi í dag, en vaxtahækkanir hjá Íslandsbanka munu taka gildi á föstudaginn. Tilkynnt er um hækkunina í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabankans 24. ágúst síðastliðinn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Rúnar hættir í eigin viðskiptum hjá Arion banka

Rúnar Friðriksson, sem hefur starfað í eigin viðskiptum Arion banka síðustu ár, er hættur hjá bankanum, samkvæmt heimildum Innherja. Hann sagði starfi sínu lausu í dag en það mun skýrast fljótlega hver verður fenginn til að taka við af honum innan bankans. 

Klinkið
Fréttamynd

Katrín segir upp störfum hjá SFF

Katrín Júlíusdóttir hefur sagt starfi sínu, sem framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, lausu eftir tæplega sex ára starf fyrir samtökin. Þetta kemur fram á vef SFF þar sem segir að hún hafi upplýst stjórn samtakanna um þetta fyrr í mánuðinum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fjár­festingar í hærri vöxtum og verð­bólgu

Á dögunum héldum við kollegi minn Björn Berg erindi um fjárfestingar á verðbólgutímum á fundi Ungra fjárfesta. Umhverfi til fjárfestinga hefur tekið heilmiklum breytingum að undanförnu vegna alls þess sem gengið hefur á, allt frá miklum vaxtahækkunum til mestu verðbólgu í áraraðir og stríðsátaka.

Skoðun
Fréttamynd

Koma í veg fyrir „æsing í kerfinu“

Stýrivextir voru hækkaðir í morgun til þess að koma í veg fyrir ofþenslu og æsing í kerfinu að sögn seðlabankastjóra. Fólk eigi að taka minna af lánum, fyrirtæki síður að ráðast í fjárfestingar og stjórnvöld að halda að sér höndum. Vextirnir voru hækkaðir um 75 punkta og hafa ekki verið hærri í sex ár

Viðskipti innlent