Eðlilegt að skoða hvalrekaskatt til að koma til móts við heimilin í landinu Helena Rós Sturludóttir skrifar 9. ágúst 2023 12:07 Ágúst Bjarni Garðarson, þingmaður Framsóknarflokksins og starfandi formaður efnahags- og viðskiptanefndar, telur eðlilegt að hvalrekaskattur á bankana verði skoðaður. Starfandi formaður efnahags- og viðskiptanefndar tekur undir með viðskiptaráðherra og segir eðlilegt að skoða að setja svokallaðan hvalrekaskatt á bankana til að bregðast við stöðu heimilanna í landinu. Bankarnir séu að hagnast gríðarlega vegna vaxtahækkana. Lilja Dögg Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra sagði í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær að til greina kæmi að leggja svokallaðan hvalrekaskatt á bankana vegna ofurhagnaðar sem rekja mætti til hærri vaxta. Ekkert lægi þó fyrir um slíkt innan ríkisstjórnarinnar en brýnt væri að ná verðbólgunni niður. Ágúst Bjarni Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins og starfandi formaður efnahags- og viðskiptanefndar, er sammála ráðherra og telur mikilvægt að sú leið verði skoðuð. „Sjálfur hef ég auðvitað sem þingmaður bent á þessa leið líka til þess að bregðast við og koma til móts við heimilin í erfiðri stöðu,“ segir Ágúst Bjarni. Hugmyndin hafi ekki komið á borð efnahags- og viðskiptanefndar og of snemmt sé að segja til um hvort hún skili sér þangað. „Bankarnir eru að hagnast gríðarlega og sá hagnaður er að miklu leyti kominn vegna þeirra vaxtahækkana sem hafa verið og mér finnst það og ég tala persónulega mér finnst eðlilegt að þessi leið sé skoðuð,“ segir Ágúst Bjarni. Ítalía hafi meðal annars ákveðið að fara þessa leið líkt og greint var frá í gær. „Þar er lagður 40 prósent skattur á þennan hagnað bankanna en hvort að það sé endilega einhver tala sem við myndum skoða en ég myndi klárlega styðja það að bankarnir og það yrði farið sambærilega leið til að koma til móts við heimilin,“ segir hann. Ágúst Bjarni segir fleiri flokka hafa viðrað hugmyndir um hvalrekaskatt en hann geti þó ekki talað fyrir hönd annarra. „Við verðum að sjá hvort þessi tiltekna leið fái einhverja umræðu í ríkisstjórn og þá í kjölfarið í nefndum þingsins.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Alþingi Efnahagsmál Íslenskir bankar Fjármál heimilisins Kjaramál Skattar og tollar Tengdar fréttir Hvalrekaskattur til skoðunar vegna gróða orkufyrirtækja Breskir borgarar mega búast við 82 prósenta hækkun á orkukostnaði í október en samkvæmt nýrri könnun eru sex milljónir breskra heimila í vanda stödd og skulda að meðaltali 206 pund til orkufyrirtækja. 10. ágúst 2022 16:33 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Lilja Dögg Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra sagði í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær að til greina kæmi að leggja svokallaðan hvalrekaskatt á bankana vegna ofurhagnaðar sem rekja mætti til hærri vaxta. Ekkert lægi þó fyrir um slíkt innan ríkisstjórnarinnar en brýnt væri að ná verðbólgunni niður. Ágúst Bjarni Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins og starfandi formaður efnahags- og viðskiptanefndar, er sammála ráðherra og telur mikilvægt að sú leið verði skoðuð. „Sjálfur hef ég auðvitað sem þingmaður bent á þessa leið líka til þess að bregðast við og koma til móts við heimilin í erfiðri stöðu,“ segir Ágúst Bjarni. Hugmyndin hafi ekki komið á borð efnahags- og viðskiptanefndar og of snemmt sé að segja til um hvort hún skili sér þangað. „Bankarnir eru að hagnast gríðarlega og sá hagnaður er að miklu leyti kominn vegna þeirra vaxtahækkana sem hafa verið og mér finnst það og ég tala persónulega mér finnst eðlilegt að þessi leið sé skoðuð,“ segir Ágúst Bjarni. Ítalía hafi meðal annars ákveðið að fara þessa leið líkt og greint var frá í gær. „Þar er lagður 40 prósent skattur á þennan hagnað bankanna en hvort að það sé endilega einhver tala sem við myndum skoða en ég myndi klárlega styðja það að bankarnir og það yrði farið sambærilega leið til að koma til móts við heimilin,“ segir hann. Ágúst Bjarni segir fleiri flokka hafa viðrað hugmyndir um hvalrekaskatt en hann geti þó ekki talað fyrir hönd annarra. „Við verðum að sjá hvort þessi tiltekna leið fái einhverja umræðu í ríkisstjórn og þá í kjölfarið í nefndum þingsins.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Alþingi Efnahagsmál Íslenskir bankar Fjármál heimilisins Kjaramál Skattar og tollar Tengdar fréttir Hvalrekaskattur til skoðunar vegna gróða orkufyrirtækja Breskir borgarar mega búast við 82 prósenta hækkun á orkukostnaði í október en samkvæmt nýrri könnun eru sex milljónir breskra heimila í vanda stödd og skulda að meðaltali 206 pund til orkufyrirtækja. 10. ágúst 2022 16:33 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Hvalrekaskattur til skoðunar vegna gróða orkufyrirtækja Breskir borgarar mega búast við 82 prósenta hækkun á orkukostnaði í október en samkvæmt nýrri könnun eru sex milljónir breskra heimila í vanda stödd og skulda að meðaltali 206 pund til orkufyrirtækja. 10. ágúst 2022 16:33