ASÍ hættir einnig í viðskiptum við Íslandsbanka Bjarki Sigurðsson skrifar 18. ágúst 2023 18:31 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka, og Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ. Vísir/Egill/Vilhelm/Arnar Alþýðusamband Íslands hefur ákveðið að hætta viðskiptum við Íslandsbanka, líkt og VR hefur einnig gert. Formaður VR segir bankann ekki hafa tekið nægilega á brotum lykilmanna við sölu á hlut ríkisins í bankanum. Í morgun sendi stjórn VR frá sér tilkynningu þar sem kom fram að stéttarfélagið hafi ákveðið hafi verið að hætta í viðskiptum við Íslandsbanka. Félagið hafði hótað þessu í lok júnímánaðar eftir að greint var frá því að bankinn hafi gerst sekur um alvarlegt lögbrot við sölu ríkisins á hlut í bankanum. Í tilkynningunni segir að viðbrögð bankans hafi verið ófullnægjandi. Ekki nóg gert Í sumar hafa meðal annars bankastjóri Íslandsbanka, einn framkvæmdastjóra bankans og yfirmaður fyrirtækjaráðgjafar hans hætt störfum. Þá hætti helmingur stjórnar einnig störfum vegna sölunnar. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir það þó ekki hafa verið nóg. „Það sem við vildum gera með þessari ákvörðun var að stíga fast til jarðar, setja strik í sandinn. Sýna það skýrt að þessi háttsemi mun hafa afleiðingar, ekki bara núna heldur líka í framtíðinni ef aðrir haga sér með þeim hætti og við eigum í viðskiptum við viðkomandi fyrirtæki. Setja ákveðið fordæmi,“ segir Ragnar. Klippa: ASÍ hætta einnig í viðskiptum við Íslandsbanka Dapurlegt af stjórnendum Hann segir það vera dapurlegt að horfa upp á stjórnendur sem þekkja reglur fjármálafyrirtækja svo vel, brjóta þær jafn mikið og raun ber vitni. „Það eru gerðar gríðarlegar kröfur til starfsfólks sem starfar hjá fjármálafyrirtækjum. Ekki bara af eftirlitsaðilum, Seðlabankanum, fjármálaeftirlitinu, löggjafanum heldur líka stjórnendum sem síðan ganga fram með þeim hætti sem þeir gera. Þetta á ekki að þekkjast í okkar samfélagi sérstaklega ekki miðað við það sem undan hefur gengið, eins og heilt fjármálahrun,“ segir Ragnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur miðstjórn Alþýðusambands Íslands einnig ákveðið að hætta í viðskiptum við bankann. Félagsmenn ASÍ eru 127 þúsund talsins en Finnbjörn A. Hermannsson, formaður sambandsins, gaf ekki kost á sér í viðtal vegna málsins þegar fréttastofa óskaði eftir því fyrr í dag. Stéttarfélög Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar ASÍ Tengdar fréttir „Svona alvarleg lögbrot þurfa að hafa afleiðingar“ Alvarleg lögbrot við Íslandsbankaútboðið þurfa að hafa afleiðingar, segir formaður VR. Stjórn stéttarfélagsins hefur ákeðið að slíta milljarða viðskiptum við bankann og aðrir möguleikar en flutningur í annan banka eru til skoðunar. 18. ágúst 2023 12:59 Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Í morgun sendi stjórn VR frá sér tilkynningu þar sem kom fram að stéttarfélagið hafi ákveðið hafi verið að hætta í viðskiptum við Íslandsbanka. Félagið hafði hótað þessu í lok júnímánaðar eftir að greint var frá því að bankinn hafi gerst sekur um alvarlegt lögbrot við sölu ríkisins á hlut í bankanum. Í tilkynningunni segir að viðbrögð bankans hafi verið ófullnægjandi. Ekki nóg gert Í sumar hafa meðal annars bankastjóri Íslandsbanka, einn framkvæmdastjóra bankans og yfirmaður fyrirtækjaráðgjafar hans hætt störfum. Þá hætti helmingur stjórnar einnig störfum vegna sölunnar. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir það þó ekki hafa verið nóg. „Það sem við vildum gera með þessari ákvörðun var að stíga fast til jarðar, setja strik í sandinn. Sýna það skýrt að þessi háttsemi mun hafa afleiðingar, ekki bara núna heldur líka í framtíðinni ef aðrir haga sér með þeim hætti og við eigum í viðskiptum við viðkomandi fyrirtæki. Setja ákveðið fordæmi,“ segir Ragnar. Klippa: ASÍ hætta einnig í viðskiptum við Íslandsbanka Dapurlegt af stjórnendum Hann segir það vera dapurlegt að horfa upp á stjórnendur sem þekkja reglur fjármálafyrirtækja svo vel, brjóta þær jafn mikið og raun ber vitni. „Það eru gerðar gríðarlegar kröfur til starfsfólks sem starfar hjá fjármálafyrirtækjum. Ekki bara af eftirlitsaðilum, Seðlabankanum, fjármálaeftirlitinu, löggjafanum heldur líka stjórnendum sem síðan ganga fram með þeim hætti sem þeir gera. Þetta á ekki að þekkjast í okkar samfélagi sérstaklega ekki miðað við það sem undan hefur gengið, eins og heilt fjármálahrun,“ segir Ragnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur miðstjórn Alþýðusambands Íslands einnig ákveðið að hætta í viðskiptum við bankann. Félagsmenn ASÍ eru 127 þúsund talsins en Finnbjörn A. Hermannsson, formaður sambandsins, gaf ekki kost á sér í viðtal vegna málsins þegar fréttastofa óskaði eftir því fyrr í dag.
Stéttarfélög Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar ASÍ Tengdar fréttir „Svona alvarleg lögbrot þurfa að hafa afleiðingar“ Alvarleg lögbrot við Íslandsbankaútboðið þurfa að hafa afleiðingar, segir formaður VR. Stjórn stéttarfélagsins hefur ákeðið að slíta milljarða viðskiptum við bankann og aðrir möguleikar en flutningur í annan banka eru til skoðunar. 18. ágúst 2023 12:59 Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
„Svona alvarleg lögbrot þurfa að hafa afleiðingar“ Alvarleg lögbrot við Íslandsbankaútboðið þurfa að hafa afleiðingar, segir formaður VR. Stjórn stéttarfélagsins hefur ákeðið að slíta milljarða viðskiptum við bankann og aðrir möguleikar en flutningur í annan banka eru til skoðunar. 18. ágúst 2023 12:59