Rússland

Fréttamynd

Neyðarástand vegna meiriháttar olíuleka í Síberíu

Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hefur lýst yfir neyðarástandi eftir að um 20.000 tonn af dísilolíu láku út í á í Síberíu norðan heimskautsbaugsins. Olían lak úr tanki sem brast við orkuver við borgina Norilsk á föstudag.

Erlent
Fréttamynd

Frestar fundi G7 aftur

Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í morgun að hann myndi þrátt fyrir allt fresta fundi G7 ríkjanna í ár fram í september. Trump sagði í síðustu viku að líklegast yrði fundurinn haldinn í Washington, þar sem leiðtogarnir myndu hittast augliti til auglits.

Erlent
Fréttamynd

Tvöfalda tölu látinna í faraldrinum í Moskvu

Yfirvöld í Moskvu segja nú að meira en tvöfalt fleiri hafi látið lífið úr Covid-19 en þau hafa haldið fram til þessa. Fréttamenn sem hafa sagt opinberar tölur vanmeta mannskaðann hafa verið sakaðir um að dreifa falsfréttum.

Erlent
Fréttamynd

Endurskrifa söguna í máli Michael Flynn

Rúmum þremur árum eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, rak Michael Flynn, þáverandi þjóðaröryggisráðgjafa sinn, fyrir að ljúga að Mike Pence, varaforseta, og starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna, sem er glæpur, eru Trump-liðar nú að reyna að endurskrifa söguna.

Erlent
Fréttamynd

75 ár liðin frá uppgjöf nasista

Sjötíu og fimm ár eru liðin í dag frá því Nasistar gáfust upp fyrir herjum Bandamanna í seinni heimsstyrjöldinni. Kórónuveirufaraldurinn setur svip sinn á fagnaðarlæti dagsins.

Erlent
Fréttamynd

Faraldurinn enn í vexti í Rússlandi

Fleiri en 100.000 manns hafa nú greinst smitaðir af nýju afbrigði kórónuveiru í Rússlandi. Greint var frá mestri daglegri fjölgun nýrra smita frá upphafi faraldursins í dag. Vladímír Pútín forseti varar við því að faraldurinn hafi enn ekki náð hámarki sínu.

Erlent
Fréttamynd

Metfjöldi nýrra smita í Rússlandi

Smituðum í Rússlandi hefur aldrei fjölgað meira á milli daga en í dag. Alls voru staðfest 6.411 tilfelli af Covid-19 smitum á milli daga og í heildina hafa minnst 93.558 smitast í þar í landi.

Erlent
Fréttamynd

Staðfest smit orðin fleiri í Rússlandi en Kína

Rúmlega 87.000 manns hafa nú greinst með nýtt afbrigði kórónuveiru í Rússlandi og eru staðfest smit þar nú orðin fleiri en í Kína ef marka má opinberar tölur. Vladímír Pútín forseti hefur ekki gefið út hvort að útgöngubann verði framlengt.

Erlent
Fréttamynd

Lést eftir hjartaáfall á æfingu

Það bárust sorglegar fréttir frá Rússlandi í gær er Lokomotiv Moskva tilkynnti að hinn 22 ára gamli leikmaður félagsins, Innokenty Samokhvalov, hafi látist vegna hjartaáfalls sem hann fékk á æfingu.

Fótbolti