Vaktin: Pepsi, Coca-Cola, McDonalds og fleiri loka í Rússlandi Samúel Karl Ólason, Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir, Eiður Þór Árnason og Hólmfríður Gísladóttir skrifa 8. mars 2022 23:00 Rússar gæða sér á McDonalds í Moskvu. EPA/MAXIM SHIPENKOV Rússar hafa hótað að skrúfa fyrir gasútflutning til Evrópu en Evrópuríkin, Bandaríkin og Japan íhuga nú að hætta að kaupa olíu frá Rússlandi. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu. Helstu tíðindi: Forsvarsmenn nokkurra stórra alþjóðlegra fyrirtækja tilkynntu að starfsemi fyrirtækanna yrði stöðvuð eða takmörkuð í Rússlandi. Þar á meðal eru Pepsi, Coca-Cola, McDonalds og Starbucks. Vladimír Pútín er ekki klikkaður. Það er samkvæmt William J. Burns, yfirmanni bandarísku leyniþjónustunnar CIA. Burns ræddi við meðlimi leyniþjónustunefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í dag um hugarástand Pútíns. Pólverjar ætla að senda orrustuþotur til Þýskalands en þaðan munu Bandaríkjamenn koma þeim til Úkraínu. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði breska þingmenn í þingsal í dag, fyrstur erlendra þjóðarleiðtoga og hét því að berjast til hins síðasta. Þá óskaði hann eftir frekari aðstoð Breta. Úkraínski herinn segir að verulega hafi hægt á sókn rússneskra hersveita. Harðir bardagar standi þó enn yfir víða í landinu. Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna telur að minnst 474 almennir borgarar hafi farist frá því að innrásin hófst 24. febrúar. Fjölgar þeim látnu um 68 milli daga. Þá er talið að minnst 861 almennur borgari hafi særst í átökunum. Bandaríkjaforseti kynnti í dag innflutningsbann á olíu frá Rússlandi. Bretar hyggjast fasa út olíuinnflutningi frá Rússlandi fyrir lok þessa árs. Ríki Evrópusambandsins stefna að því að minnka gasinnflutning frá ríkinu um 66% fyrir lok 2022. Bandaríkjamenn telja að Rússar hafi misst tvö til fjögur þúsund hermenn í stríðinu í Úkraínu. Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War spáir því að Rússar muni láta til skarar skríða gegn Kænugarði einhvern tímann á næstu fjórum dögum. Rússneskar hersveitir hafi safnast saman austur, norðvestur og vestur af borginni. Hér má finna vakt gærdagsins. Staðan í Úkraínu.Vísir
Helstu tíðindi: Forsvarsmenn nokkurra stórra alþjóðlegra fyrirtækja tilkynntu að starfsemi fyrirtækanna yrði stöðvuð eða takmörkuð í Rússlandi. Þar á meðal eru Pepsi, Coca-Cola, McDonalds og Starbucks. Vladimír Pútín er ekki klikkaður. Það er samkvæmt William J. Burns, yfirmanni bandarísku leyniþjónustunnar CIA. Burns ræddi við meðlimi leyniþjónustunefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í dag um hugarástand Pútíns. Pólverjar ætla að senda orrustuþotur til Þýskalands en þaðan munu Bandaríkjamenn koma þeim til Úkraínu. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði breska þingmenn í þingsal í dag, fyrstur erlendra þjóðarleiðtoga og hét því að berjast til hins síðasta. Þá óskaði hann eftir frekari aðstoð Breta. Úkraínski herinn segir að verulega hafi hægt á sókn rússneskra hersveita. Harðir bardagar standi þó enn yfir víða í landinu. Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna telur að minnst 474 almennir borgarar hafi farist frá því að innrásin hófst 24. febrúar. Fjölgar þeim látnu um 68 milli daga. Þá er talið að minnst 861 almennur borgari hafi særst í átökunum. Bandaríkjaforseti kynnti í dag innflutningsbann á olíu frá Rússlandi. Bretar hyggjast fasa út olíuinnflutningi frá Rússlandi fyrir lok þessa árs. Ríki Evrópusambandsins stefna að því að minnka gasinnflutning frá ríkinu um 66% fyrir lok 2022. Bandaríkjamenn telja að Rússar hafi misst tvö til fjögur þúsund hermenn í stríðinu í Úkraínu. Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War spáir því að Rússar muni láta til skarar skríða gegn Kænugarði einhvern tímann á næstu fjórum dögum. Rússneskar hersveitir hafi safnast saman austur, norðvestur og vestur af borginni. Hér má finna vakt gærdagsins. Staðan í Úkraínu.Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Innlent Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Innlent Fleiri fréttir Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Sjá meira