„Fólk drekkur úr pollunum á götunni“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. mars 2022 09:14 Börn heilbrigðisstarfsmanna bíða foreldra sinna á spítala í Maríupól. AP/Evgeniy Maloletka „Það er ekkert rafmagn, enginn hiti, ekkert símasamband. Þetta er algjör hryllingur,“ hefur New York Times eftir ráðgjafa borgarstjórans í Maríupól um ástandið í borginni. „Fólk drekkur úr pollunum á götunni.“ Petro Andryushcenko segir stöðugar árásir Rússa hafa gert hluta borgarinnar óhæfan til að búa í. Ekki hafi tekist að telja látna né bjarga særðum. „Þetta bara stoppar ekki,“ segir hann. „Allir sem reyna að fara út hætta lífi sínu. Þess vegna getur borgarstjórinn ekki óskað þess af fólki; það væri eins og að senda það í opinn dauðann.“ „Árásirnar eru stöðugar og handahófskenndar,“ segir Diana Berg, einn íbúa Maríupól. „Þegar þú ert úti á götu getur þú hvenær sem er átt það á hættu að eldflaug lendi hjá þér.“ Berg sagði fólk engu að síður fara út til að kveikja elda til að halda á sér hita. Tilraunir til að koma á vopnahléi og koma íbúum úr borginni fóru út um þúfur í gær. Úkraínumenn sögðu Rússa ekki hafa virt vopnahléið en Rússar sökuðu Úkraínumenn um það sama. Til stendur að gera aðra tilraun í dag en Andryushchenko segir borgaryfirvöld bera takmarkað traust til Rússa. Hins vegar sé um að ræða hinstu von borgarbúa. Myndir af því þegar heilbrigðisstarfsmenn freistuðu þess að bjarga hinum 18 mánaða Kirill á spítala í Maríupól á föstudag hafa vakið hörð viðbrögð.Foreldrar Kirill, Fedor og Marina Yatsko, komu með drenginn á sjúkrahús eftir að hafa orðið fyrir árás Rússa. Tilraunir til að bjarga Kirill báru ekki árangur.AP/Evgeniy Maloletka Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
„Fólk drekkur úr pollunum á götunni.“ Petro Andryushcenko segir stöðugar árásir Rússa hafa gert hluta borgarinnar óhæfan til að búa í. Ekki hafi tekist að telja látna né bjarga særðum. „Þetta bara stoppar ekki,“ segir hann. „Allir sem reyna að fara út hætta lífi sínu. Þess vegna getur borgarstjórinn ekki óskað þess af fólki; það væri eins og að senda það í opinn dauðann.“ „Árásirnar eru stöðugar og handahófskenndar,“ segir Diana Berg, einn íbúa Maríupól. „Þegar þú ert úti á götu getur þú hvenær sem er átt það á hættu að eldflaug lendi hjá þér.“ Berg sagði fólk engu að síður fara út til að kveikja elda til að halda á sér hita. Tilraunir til að koma á vopnahléi og koma íbúum úr borginni fóru út um þúfur í gær. Úkraínumenn sögðu Rússa ekki hafa virt vopnahléið en Rússar sökuðu Úkraínumenn um það sama. Til stendur að gera aðra tilraun í dag en Andryushchenko segir borgaryfirvöld bera takmarkað traust til Rússa. Hins vegar sé um að ræða hinstu von borgarbúa. Myndir af því þegar heilbrigðisstarfsmenn freistuðu þess að bjarga hinum 18 mánaða Kirill á spítala í Maríupól á föstudag hafa vakið hörð viðbrögð.Foreldrar Kirill, Fedor og Marina Yatsko, komu með drenginn á sjúkrahús eftir að hafa orðið fyrir árás Rússa. Tilraunir til að bjarga Kirill báru ekki árangur.AP/Evgeniy Maloletka
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira