Eiga von á að Biden banni innflutning á olíu frá Rússlandi Eiður Þór Árnason skrifar 8. mars 2022 15:08 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna. AP/ANdrew Harnik Fastlega er gert ráð fyrir að innflutningsbann á jarðefnaeldsneyti frá Rússlandi verði hluti af næsta efnahagsþvinganapakka Bandaríkjastjórnar vegna innrásar Rússa í Úkraínu sem kynntur verður í dag. Blaðamannafundur Joe Biden Bandaríkjaforseta hefst klukkan 15:45. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur ítrekað kallað eftir því að þjóðir hætti öllum kaupum á olíu og gasi frá Rússlandi. Á sama tíma og hinar ýmsu efnahagsþvinganir hafa bitið Rússa halda greiðslur vegna jarðefnaeldseytis áfram að flæða til landsins. Ekki er talið að Evrópuþjóðir muni taka þátt í aðgerðunum þar sem samstaða hafi ekki náðst um málið. Breska ríkisstjórnin verður sömuleiðis með blaðamannafund um klukkan 16 þar sem búist er við því að stjórnvöld muni kynna hvernig þau hyggist draga úr innflutningi á rússnesku olíu og gasi til lengri tíma. Samkvæmt opinberum gögnum fluttu Bandaríkjamenn inn um 200 milljón olíutunnur frá Rússlandi árið 2020. Reiknað er með að ríkisstjórn Joe Biden muni kynna innflutningsbann á olíu, gas og kol frá Rússlandi á næstu sólarhringum. Ljóst er að slík aðgerð gæti þýtt verulegt högg fyrir Rússa. Margar Evrópuþjóðir reiða sig verulega innflutning á jarðefnaeldsneyti frá Rússlandi. Til að mynda stendur rússneskt gas undir fjórðungi af orkunotkun Ungverjalands, 22% í Slóvakíu, 17% í Moldóvu, 15% í Austurríki og 14% í Þýskalandi. Vilja hafa Evrópu með „Við erum að ræða við félaga okkar í Evrópu um möguleikann á samrýmdum aðgerðum varðandi bann á innflutningi á rússneskri olíu. Við viljum tryggja að það sé nægt framboð af olíu á heimsmarkaði. Viðræður eru í gangi,“ sagði Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna við CNN í gær. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar bandaríska þingsins, hefur stutt hugmyndir er varða innflutningsbann á rússneskri olíu. Hún segir útflutning Rússa vera að fjármagna stríðsrekstur þeirra. Getgátur eru á lofti um að Bandaríkjamenn sjái möguleikann á því að Venesúela geti orðið þeim úti um olíu ef innflutningsbann verður sett á olíu frá Rússlandi. Venesúela framleiðir mikið magn af olíu á ári hverju og er í tólfta sæti yfir þau ríki sem framleiða mesta olíu í heiminum. Hægt er að fylgjast með nýjustu vendingum í málefnum Úkraínu í vaktinni á Vísi. Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Úkraína Bensín og olía Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur ítrekað kallað eftir því að þjóðir hætti öllum kaupum á olíu og gasi frá Rússlandi. Á sama tíma og hinar ýmsu efnahagsþvinganir hafa bitið Rússa halda greiðslur vegna jarðefnaeldseytis áfram að flæða til landsins. Ekki er talið að Evrópuþjóðir muni taka þátt í aðgerðunum þar sem samstaða hafi ekki náðst um málið. Breska ríkisstjórnin verður sömuleiðis með blaðamannafund um klukkan 16 þar sem búist er við því að stjórnvöld muni kynna hvernig þau hyggist draga úr innflutningi á rússnesku olíu og gasi til lengri tíma. Samkvæmt opinberum gögnum fluttu Bandaríkjamenn inn um 200 milljón olíutunnur frá Rússlandi árið 2020. Reiknað er með að ríkisstjórn Joe Biden muni kynna innflutningsbann á olíu, gas og kol frá Rússlandi á næstu sólarhringum. Ljóst er að slík aðgerð gæti þýtt verulegt högg fyrir Rússa. Margar Evrópuþjóðir reiða sig verulega innflutning á jarðefnaeldsneyti frá Rússlandi. Til að mynda stendur rússneskt gas undir fjórðungi af orkunotkun Ungverjalands, 22% í Slóvakíu, 17% í Moldóvu, 15% í Austurríki og 14% í Þýskalandi. Vilja hafa Evrópu með „Við erum að ræða við félaga okkar í Evrópu um möguleikann á samrýmdum aðgerðum varðandi bann á innflutningi á rússneskri olíu. Við viljum tryggja að það sé nægt framboð af olíu á heimsmarkaði. Viðræður eru í gangi,“ sagði Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna við CNN í gær. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar bandaríska þingsins, hefur stutt hugmyndir er varða innflutningsbann á rússneskri olíu. Hún segir útflutning Rússa vera að fjármagna stríðsrekstur þeirra. Getgátur eru á lofti um að Bandaríkjamenn sjái möguleikann á því að Venesúela geti orðið þeim úti um olíu ef innflutningsbann verður sett á olíu frá Rússlandi. Venesúela framleiðir mikið magn af olíu á ári hverju og er í tólfta sæti yfir þau ríki sem framleiða mesta olíu í heiminum. Hægt er að fylgjast með nýjustu vendingum í málefnum Úkraínu í vaktinni á Vísi.
Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Úkraína Bensín og olía Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira