Bretland

Fréttamynd

Óvíst hvort þingið samþykki nýja samninginn

Skiptar skoðanir eru um nýjan samning um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Óljóst er hvort þingið samþykki samninginn. Ef það gerist ekki þarf Boris Johnson forsætisráðherra að biðja um að útgöngu verði frestað.

Erlent
Fréttamynd

Adidas hefur endurvinnslu

Íþróttavöruframleiðandinn Adidas og sprotafyrirtækið Stuffstr vinna nú saman að því að draga úr sóun með því að gera breskum neytendum kleift að skila notuðum vörum fyrir inneignarnótur.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Tíminn senn á þrotum fyrir Johnson

Leiðtogaráð Evrópusambandsins fundar í Brussel á morgun. Þetta er síðasti fundur leiðtogaráðsins fyrir settan útgöngudag Bretlands úr sambandinu en vonast er til þess að í kvöld liggi fyrir hvort nýr útgöngusamningur náist.

Erlent
Fréttamynd

Johnson verður að gefa eftir

Michel Barnier, aðalsamningamaður Evrópusambandsins, gaf Bretum til miðnættis í nótt til að sætta sig við kröfur Evrópusambandsins um tollalandamæri á Írlandshafi. Samningaumleitanir standa yfir en óvíst er hvort samningur liggi fyrir í vikunni.

Erlent
Fréttamynd

Brexit-viðræður ganga hægt

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist sjá fram á að samningar takist um Brexit fyrir lok mánaðarins þegar Bretar eiga að ganga úr ESB. Hann viðurkennir þó að mikil vinna sé enn óunnin.

Erlent
Fréttamynd

Skotar munu krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu að nýju

Forsætisráðherra Skotlands og formaður skoska þjóðarflokksins, SNP, Nicola Sturgeon segir að Skotar muni sækjast eftir því á næstu vikum að boðað verði til þjóðaratkvæðagreiðslu að nýju um framtíð Skotlands innan Bretlands.

Erlent
Fréttamynd

Barr vill flytja Bítla ISIS til Bandaríkjanna

Hermenn Bandaríkjanna munu afhenda alræmda vígamenn Íslamska ríkisins til yfirvalda Íraks. Um er að ræða tæplega 50 ISIS-liða sem fluttir voru úr haldi sýrlenskra Kúrda eftir innrás Tyrkland á yfirráðasvæði þeirra í Sýrlandi.

Erlent
Fréttamynd

Mæður bornar á brott

Lögreglan fjarlægði með valdi mæður sem tóku þátt í fjöldamótmælum í miðborg Lundúna í gær.

Erlent
Fréttamynd

Bítlar ISIS í haldi Bandaríkjanna

Tveir breskir vígamenn Íslamska ríkisins sem kallaðir hafa verið "Bítlarnir“ eru nú í haldi Bandaríkjamanna. Þeir hafa verið fluttir úr haldi sýrlenskra Kúrda vegna innrásar Tyrkja í norðausturhluta Sýrlands.

Erlent
Fréttamynd

Átök á tveimur vígstöðvum

Eins og búist var við tóku leiðtogar Evrópusambandsríkjanna fálega í tillögur Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um útgöngusamning.

Erlent