Covid-19 dró hljómborðsleikara The Stranglers til dauða Jakob Bjarnar skrifar 4. maí 2020 17:20 Hljómborðsleikari The Stranglers, einnar helstu hljómsveitar þeirra sem komu fram í pönkbylgjunni, hefur yfirgefið sviðið. Getty/Erica Echenberg David Paul Greenfield, hljómborðsleikari The Stranglers, andaðist í gær en dánarorsökin er Covid-19. Greenfield hafði átt við hjartsláttarörðugleika að stríða og fór á sjúkrahús vegna þess. Hann greindist þá með Covid-19 og í tilkynningu á heimasíðu hljómsveitarinnar kemur fram að hann hafi tapað baráttunni við þann sjúkdóm í gær. The Stranglers kom til Íslands og hélt hér sögufræga tónleika í Laugardalshöll 1978 en þá stóð hún á hátindi frægðar sinnar. Hún kom svo aftur til Íslands árið 2004 og tróð þá upp í Smáranum. David Paul Greenfield, hljómborðsleikari setti mikinn svip á pönksveitina The Stranglers. „Tónleikarnir með Stranglers á Íslandi árið 1978 þjófstörtuðu pönksenunni hér,“ er haft eftir bassaleikaranum Jakobi Smára Magnússyni, einum helsta aðdáanda hljómsveitarinnar. Þó Stangles sé ætíð flokkuð sem pönkhljómsveit var hún lýrískari en svo að hægt sé að kenna hana við pönkið eitt og sér. Og er það ekki síst vegna Greenfield, en hljómborð hvorki voru né eru mjög áberandi í pönkhljómsveitum. En þau setja hins vegar sterkan svip á tónlist The Stranglers. David Greenfield var meðlimur The Stranglers allt frá árinu 1975 og á því að baki 45 ára feril með hljómsveitinni. Í tilkynningunni er meðal annars vitnað í orð JJ Brunel, bassaleikara Stranglers, sem talar um Dave Greenfield sem tónlistarséní. „Við öll í Stranglers-fjölskyldunni syrgjum fallinn félaga og sendum einlægar samúðarkveðjur til eftirlifandi eiginkonu hans, Pam.“ Í sama streng tekur trymbillinn Jet Black, segir þá og raunar heimsbyggðina alla nú sjá á bak tónlistarsnillingi. „Dave var algjört náttúrubarn í tónlistinni. Saman ferðuðumst við um heiminn og ljóst að hann var dáður af milljónum manna. Mikill hæfileikamaður og verður hans saknað sárt.“ Hér ofar má sjá The Stranglers flytja lagið Nice 'n' Sleazy sem kom þeim á kortið á sínum tíma. Og hér neðar er líklega þeirra frægasta lag, Golden Brown en í báðum laganna fer David Paul Greenfield á kostum. Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Andlát Bretland Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
David Paul Greenfield, hljómborðsleikari The Stranglers, andaðist í gær en dánarorsökin er Covid-19. Greenfield hafði átt við hjartsláttarörðugleika að stríða og fór á sjúkrahús vegna þess. Hann greindist þá með Covid-19 og í tilkynningu á heimasíðu hljómsveitarinnar kemur fram að hann hafi tapað baráttunni við þann sjúkdóm í gær. The Stranglers kom til Íslands og hélt hér sögufræga tónleika í Laugardalshöll 1978 en þá stóð hún á hátindi frægðar sinnar. Hún kom svo aftur til Íslands árið 2004 og tróð þá upp í Smáranum. David Paul Greenfield, hljómborðsleikari setti mikinn svip á pönksveitina The Stranglers. „Tónleikarnir með Stranglers á Íslandi árið 1978 þjófstörtuðu pönksenunni hér,“ er haft eftir bassaleikaranum Jakobi Smára Magnússyni, einum helsta aðdáanda hljómsveitarinnar. Þó Stangles sé ætíð flokkuð sem pönkhljómsveit var hún lýrískari en svo að hægt sé að kenna hana við pönkið eitt og sér. Og er það ekki síst vegna Greenfield, en hljómborð hvorki voru né eru mjög áberandi í pönkhljómsveitum. En þau setja hins vegar sterkan svip á tónlist The Stranglers. David Greenfield var meðlimur The Stranglers allt frá árinu 1975 og á því að baki 45 ára feril með hljómsveitinni. Í tilkynningunni er meðal annars vitnað í orð JJ Brunel, bassaleikara Stranglers, sem talar um Dave Greenfield sem tónlistarséní. „Við öll í Stranglers-fjölskyldunni syrgjum fallinn félaga og sendum einlægar samúðarkveðjur til eftirlifandi eiginkonu hans, Pam.“ Í sama streng tekur trymbillinn Jet Black, segir þá og raunar heimsbyggðina alla nú sjá á bak tónlistarsnillingi. „Dave var algjört náttúrubarn í tónlistinni. Saman ferðuðumst við um heiminn og ljóst að hann var dáður af milljónum manna. Mikill hæfileikamaður og verður hans saknað sárt.“ Hér ofar má sjá The Stranglers flytja lagið Nice 'n' Sleazy sem kom þeim á kortið á sínum tíma. Og hér neðar er líklega þeirra frægasta lag, Golden Brown en í báðum laganna fer David Paul Greenfield á kostum.
Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Andlát Bretland Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira