Hvatamaður útgöngubannsins segir af sér vegna heimsókna ástkonu í miðju útgöngubanni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. maí 2020 20:14 Útgöngubann var sett á í Bretlandi í mars. Getty/Jeff J Mitchell Neil Ferguson, vísindamaðurinn sem lék lykilhlutverk í að sannfæra Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um að setja á útgöngubann í Bretlandi hefur sagt sæti sínu í sérstakri ráðgjafanefnd ríkistjórnarinnar lausu. Ástæðan er sú að hann braut útgöngubannið er hann leyfði ástkonu sinni að koma í heimsókn í tvígang. Daily Telegraph greinir frá og segir að Ferguson, faraldsfræðingur sem leiðir teymið sem skilaði víðlesinni skýrslu sem talin er hafa snúið við þankagangi bresku ríkistjórnarinnar um hvernig best væri að tækla útbreiðslu kórónuveirufaraldursins, hafi á sama tíma og hann hafi frætt almenning í Bretlandi um mikilvægi útgöngubannsis leyft ástkonu sinni, sem er gift og á tvö börn, í heimsókn til sín. Exclusive: Government scientist Neil Ferguson resigns after breaking lockdown rules to meet his married lover https://t.co/eLOfVjgHPL— The Telegraph (@Telegraph) May 5, 2020 Til að byrja með var nálgun breskra stjórnvalda á vandamálið mjög afslöppuð en eftir að spálíkan Ferguson og félaga sýndi að allt að 250 þúsund Breta gætu látist úr faraldrinum breytti Johnson um stefnu og herti aðgerðir til muna. Í færslu Guardian um málið segir að Ferguson sé maðurinn sem talinn er hafa sannfært ríkisstjórn Bretlands um að setja á hertari aðgerðir en upphaflega var ráðgert. Sér eftir því að hafa ekki farið eftir reglunum „Ég átta mig á því að ég hef sýnt dómgreindarleysi og tók rangar ákvarðanir. Ég hef því ákveðið að segja starfi mínu fyrir ráðgjafanefnd ríkistjórnarinnar lausu,“ segir í yfirlýsingu frá Ferguson sem Telegraph birti á vefsíðu sinni í kvöld. Segist hann sjá eftir því að hafa ekki sjálfur farið eftir þeim reglum sem hann sjálfur hafi predikað, enda væri mikilvægi útgöngubannsins í að hefta úbreiðslu veirunnar í Bretlandi afar mikið. Í opnu sambandi Það sem flækir málin er að konan, hin 38 ára gamla Antonia Staats, heimsótti Ferguson í byrjun apríl, þrátt fyrir að hafa sagt vinum sínum að hana grunaði að eiginmaður hennar sýndi einkenni Covid-19 sjúkdómsins. Hún og eiginmaður hennar eru í svokölluðu opnu sambandi og segir Staats að samband hennar og Ferguson hafi ekki verið leyndarmál. Boris Johnson hlustaði á ráðleggingar Ferguson og félaga.EPA/ANDREW PARSONS Raunar líti hún svo á að heimili Ferguson og heimili hennar og eiginmanns hennar sé eitt og hið sama, því telji hún sig ekki hafa brotið útgöngubannið með því að heimsækja Ferguson. Viku fyrir fyrstu heimsóknina í mars lá það þó fyrir að pör sem ekki byggju saman þyrftu að forðast hvort annað á meðan bannið væri í gildi Ráðgjafanefndinn sem Ferguson sat í ber nafnið SAGE sem er skammstöfun fyrir Scientific Advisory Group for Emergencies eða ráðgjafanefnd vísindamanna vegna neyðarástands. Ráðgjöf frá nefndinni hefur stýrt viðbrögðum yfirvalda í Bretlandi vegna kórónuveirufaraldurins sem leikið hefur Breta grátt, þar sem 29,472 hafa látist af völdum faraldursins. Hvergi hafa fleiri látist í Evrópu vegna veirunnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira
Neil Ferguson, vísindamaðurinn sem lék lykilhlutverk í að sannfæra Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um að setja á útgöngubann í Bretlandi hefur sagt sæti sínu í sérstakri ráðgjafanefnd ríkistjórnarinnar lausu. Ástæðan er sú að hann braut útgöngubannið er hann leyfði ástkonu sinni að koma í heimsókn í tvígang. Daily Telegraph greinir frá og segir að Ferguson, faraldsfræðingur sem leiðir teymið sem skilaði víðlesinni skýrslu sem talin er hafa snúið við þankagangi bresku ríkistjórnarinnar um hvernig best væri að tækla útbreiðslu kórónuveirufaraldursins, hafi á sama tíma og hann hafi frætt almenning í Bretlandi um mikilvægi útgöngubannsis leyft ástkonu sinni, sem er gift og á tvö börn, í heimsókn til sín. Exclusive: Government scientist Neil Ferguson resigns after breaking lockdown rules to meet his married lover https://t.co/eLOfVjgHPL— The Telegraph (@Telegraph) May 5, 2020 Til að byrja með var nálgun breskra stjórnvalda á vandamálið mjög afslöppuð en eftir að spálíkan Ferguson og félaga sýndi að allt að 250 þúsund Breta gætu látist úr faraldrinum breytti Johnson um stefnu og herti aðgerðir til muna. Í færslu Guardian um málið segir að Ferguson sé maðurinn sem talinn er hafa sannfært ríkisstjórn Bretlands um að setja á hertari aðgerðir en upphaflega var ráðgert. Sér eftir því að hafa ekki farið eftir reglunum „Ég átta mig á því að ég hef sýnt dómgreindarleysi og tók rangar ákvarðanir. Ég hef því ákveðið að segja starfi mínu fyrir ráðgjafanefnd ríkistjórnarinnar lausu,“ segir í yfirlýsingu frá Ferguson sem Telegraph birti á vefsíðu sinni í kvöld. Segist hann sjá eftir því að hafa ekki sjálfur farið eftir þeim reglum sem hann sjálfur hafi predikað, enda væri mikilvægi útgöngubannsins í að hefta úbreiðslu veirunnar í Bretlandi afar mikið. Í opnu sambandi Það sem flækir málin er að konan, hin 38 ára gamla Antonia Staats, heimsótti Ferguson í byrjun apríl, þrátt fyrir að hafa sagt vinum sínum að hana grunaði að eiginmaður hennar sýndi einkenni Covid-19 sjúkdómsins. Hún og eiginmaður hennar eru í svokölluðu opnu sambandi og segir Staats að samband hennar og Ferguson hafi ekki verið leyndarmál. Boris Johnson hlustaði á ráðleggingar Ferguson og félaga.EPA/ANDREW PARSONS Raunar líti hún svo á að heimili Ferguson og heimili hennar og eiginmanns hennar sé eitt og hið sama, því telji hún sig ekki hafa brotið útgöngubannið með því að heimsækja Ferguson. Viku fyrir fyrstu heimsóknina í mars lá það þó fyrir að pör sem ekki byggju saman þyrftu að forðast hvort annað á meðan bannið væri í gildi Ráðgjafanefndinn sem Ferguson sat í ber nafnið SAGE sem er skammstöfun fyrir Scientific Advisory Group for Emergencies eða ráðgjafanefnd vísindamanna vegna neyðarástands. Ráðgjöf frá nefndinni hefur stýrt viðbrögðum yfirvalda í Bretlandi vegna kórónuveirufaraldurins sem leikið hefur Breta grátt, þar sem 29,472 hafa látist af völdum faraldursins. Hvergi hafa fleiri látist í Evrópu vegna veirunnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira