Lýsti kveðjusímtali við fjölskyldu sína fyrir öndunarvél Samúel Karl Ólason skrifar 3. maí 2020 22:12 Bretar hafa orðið nokkuð illa úti vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar og hafa rúmlega 28 þúsund dáið, samkvæmt opinberum tölum. Hér má sjá sérstakt Covid-19 sjúkrahús sem reist var í Skotlandi. EPA/Robert Perry Hinn breski Darren Buttrick grátbað hjúkrunarfræðinga og lækna um að láta hann ekki deyja áður en hann náði að tala við fjölskyldu sína. Hann fékk svo korter til að hringja nokkur símtöl áður en hann var færður á gjörgæslu og í öndunarvél vegna veikinda hans af völdum Covid-19. Buttrick greindist með veiruna þann 11. mars og var hann ekki með neina undirliggjandi heilsukvilla. Hiti hans fór yfir fjörutíu gráður og sagði hann að það að anda væri eins og vera kyrktur. Hann var þó settur í dá og á öndunarvél. „Ég grét og grátbað læknana og hjúkrunarfræðingana um að láta mig ekki deyja. Ég grátbað,“ sagði Buttrick við Sky News. Eins og áður segir fékk hann að hringja nokkur símtöl. „Að þurfa að segja það við Angelu, foreldra mína, bræður, systur, fjölskyldu, vini, að þetta gæti verið síðasta samtal okkar og að ég elskaði þau. Það var mjög erfitt og ég hágrét.“ Einn hjúkrunarfræðingur hét því þó að Buttrick myndi ekki deyja. Hann segir hana hafa horft á hann og sagt að þau myndu bjarga honum. síðan hafi hún sagt honum að telja upp að tíu. „Ég held ég hafi komist í þrjá og ég hugsaði að mögulega myndi ég aldrei vakna aftur. Þarna gæti ég verið að deyja. Sem betur fer vaknaði ég og náði mér.“ Buttrick hefur náð sér að fullu en hann segist eiga erfitt með að gleyma því sem hann sá á gjörgæslunni. Það hafi verið hræðilegt að sjá allt þetta fólk meðvitundarlaust í öndunarvélum og það muni fylgja honum til æviloka. A father of three who survived #COVID19 has revealed how nurses gave him 15 minutes to call loved ones in case he never came out of intensive care https://t.co/dMHqq6b00A— SkyNews (@SkyNews) May 3, 2020 Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Breskir ráðamenn hafna samanburði við Ítalíu Breskir ráðherrar segja ekki hægt að bera saman Bretland og Ítalíu þegar kemur að heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar, þó fjöldi látinna sé álíka mikill. 3. maí 2020 17:51 Búin var til viðbragðsáætlun létist Boris af Covid-19 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir að viðbragðsáætlun hafi verið búin til ef ske kynni að hann létist vegna Covid-19. 3. maí 2020 15:45 Fáir Bretar vilja draga úr félagsforðun Mjög fáir Bretar telja að nú sé rétti tíminn til að opna skóla, veitingastaði, leikvelli og aðra vettvangi á nýjan leik. 2. maí 2020 23:33 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Hinn breski Darren Buttrick grátbað hjúkrunarfræðinga og lækna um að láta hann ekki deyja áður en hann náði að tala við fjölskyldu sína. Hann fékk svo korter til að hringja nokkur símtöl áður en hann var færður á gjörgæslu og í öndunarvél vegna veikinda hans af völdum Covid-19. Buttrick greindist með veiruna þann 11. mars og var hann ekki með neina undirliggjandi heilsukvilla. Hiti hans fór yfir fjörutíu gráður og sagði hann að það að anda væri eins og vera kyrktur. Hann var þó settur í dá og á öndunarvél. „Ég grét og grátbað læknana og hjúkrunarfræðingana um að láta mig ekki deyja. Ég grátbað,“ sagði Buttrick við Sky News. Eins og áður segir fékk hann að hringja nokkur símtöl. „Að þurfa að segja það við Angelu, foreldra mína, bræður, systur, fjölskyldu, vini, að þetta gæti verið síðasta samtal okkar og að ég elskaði þau. Það var mjög erfitt og ég hágrét.“ Einn hjúkrunarfræðingur hét því þó að Buttrick myndi ekki deyja. Hann segir hana hafa horft á hann og sagt að þau myndu bjarga honum. síðan hafi hún sagt honum að telja upp að tíu. „Ég held ég hafi komist í þrjá og ég hugsaði að mögulega myndi ég aldrei vakna aftur. Þarna gæti ég verið að deyja. Sem betur fer vaknaði ég og náði mér.“ Buttrick hefur náð sér að fullu en hann segist eiga erfitt með að gleyma því sem hann sá á gjörgæslunni. Það hafi verið hræðilegt að sjá allt þetta fólk meðvitundarlaust í öndunarvélum og það muni fylgja honum til æviloka. A father of three who survived #COVID19 has revealed how nurses gave him 15 minutes to call loved ones in case he never came out of intensive care https://t.co/dMHqq6b00A— SkyNews (@SkyNews) May 3, 2020
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Breskir ráðamenn hafna samanburði við Ítalíu Breskir ráðherrar segja ekki hægt að bera saman Bretland og Ítalíu þegar kemur að heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar, þó fjöldi látinna sé álíka mikill. 3. maí 2020 17:51 Búin var til viðbragðsáætlun létist Boris af Covid-19 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir að viðbragðsáætlun hafi verið búin til ef ske kynni að hann létist vegna Covid-19. 3. maí 2020 15:45 Fáir Bretar vilja draga úr félagsforðun Mjög fáir Bretar telja að nú sé rétti tíminn til að opna skóla, veitingastaði, leikvelli og aðra vettvangi á nýjan leik. 2. maí 2020 23:33 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Breskir ráðamenn hafna samanburði við Ítalíu Breskir ráðherrar segja ekki hægt að bera saman Bretland og Ítalíu þegar kemur að heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar, þó fjöldi látinna sé álíka mikill. 3. maí 2020 17:51
Búin var til viðbragðsáætlun létist Boris af Covid-19 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir að viðbragðsáætlun hafi verið búin til ef ske kynni að hann létist vegna Covid-19. 3. maí 2020 15:45
Fáir Bretar vilja draga úr félagsforðun Mjög fáir Bretar telja að nú sé rétti tíminn til að opna skóla, veitingastaði, leikvelli og aðra vettvangi á nýjan leik. 2. maí 2020 23:33