Andlát

Fréttamynd

B.J. Thomas er dáinn

Margverðlaunaði tónlistarmaðurinn B.J. Thomas er dáinn, 78 ára að aldri. Thomas lést eftir að hafa glímt við alvarlegt lungnakrabbamein í nokkra mánuði.

Erlent
Fréttamynd

Höfundur Gráðugu lirfunnar er látinn

Bandaríski rithöfundurinn og teiknarinn Eric Carle er látinn, 91 árs að aldri. Carle skrifaði og myndskreytti rúmlega sjötíu barnabækur en er þekktastur fyrir bókina um Gráðugu lirfuna (e. The Very Hungry Caterpillar).

Menning
Fréttamynd

Síðasti liðs­maður al­þjóða­her­deildarinnar allur

Síðasti eftirlifandi sjálfboðaliðinn í svonefndri alþjóðaherdeild lýðveldissinna í borgarastríðinu á Spáni er látinn, 101 árs að aldri. Nokkrir Íslendingar tóku upp málstað lýðveldissinnanna gegn fasistaher Francisco Franco, herforingja.

Erlent
Fréttamynd

Leikarinn Charles Grodin er látinn

Leikarinn og þúsundþjalasmiðurinn Charles Grodin, sem er hvað þekktastur fyrir að leika í myndunum Midnight Run, The Heartbreak Kid og Beethoven, er dáinn. Hann var 86 ára gamall og dó úr krabbameini í dag.

Lífið
Fréttamynd

Maðurinn á bak við „Vi er røde, vi er hvide“ er fallinn frá

Danski tónlistarmaðurinn Michael Bruun er látinn, sjötugur að aldri. Bruun er einna þekktastur fyrir að hafa samið og framleitt lagið Re-Sepp-Ten, með laglínuna „Vi er røde, vi er hvide“ í viðlaginu. Lagið ómaði í kringum leiki danska landsliðsins á HM í knattspyrnu 1986 og raunar löngu eftir það og gerir enn.

Lífið
Fréttamynd

Söngvarinn Lloyd Price fallinn frá

Bandaríski söngvarinn Lloyd Price er látinn, 88 ára að aldri. Price samdi og söng fjölda af fyrstu rokksmellum sögunnar og var valinn inn í Frægðarhöll rokksins árið 1998.

Lífið
Fréttamynd

Bachelor Par­ty-stjarnan Tawny Kitaen er látin

Bandaríska leikkonan Tawny Kitaen er látin, 59 ára að aldri. Kitaen sló í gegn í kvikmyndinni Bachelor Party, Steggjaveislunni, frá árinu 1984 sem skartaði Tom Hanks í aðalhlutverki, en hún átti síðar eftir að birtast í fjölda annarra kvikmynda og tónlistarmyndböndum, meðal annars með rokksveitinni Whitesnake.

Lífið
Fréttamynd

Alan McLoughlin er látinn

Írski knattspyrnumaðurinn Alan McLoughlin er látinn, 54 ára að aldri. Hann greindi frá því í mars síðastliðinn að hann glímdi við krabbamein.

Fótbolti
Fréttamynd

„Spán­verjinn hlæjandi“ er allur

Spænski grínistinn Juan Joya Borja er látinn, 65 ára að aldri. Það eru ef til vill ekki allir sem kannast við nafnið, en þó fleiri sem kannast við andlitið þar sem Borja varð óvænt stjarna í netheimum árið 2014 þegar þá um tíu ára gamalt sjónvarpsviðtal við hann fór í mikla dreifingu á netinu.

Lífið
Fréttamynd

Þriðji Apollo 11-geimfarinn látinn

Michael Collins, flugmaður stjórnhylkisins Columbia sem flaug með þeim Neil Armstrong og Buzz Aldrin til tunglsins árið 1969, er látinn, níræður að aldri. Ólíkt félögum sínum tveimur steig Collins aldrei fæti á tunglið.

Erlent
Fréttamynd

Tón­listar­konan Anita Lane látin

Ástralska söngkonan og lagasmiðurinn Anita Lane er látin, 62 ára að aldri. Á ferli sínum starfaði Lane meðal annars með sveitunum The Bad Seeds og The Birthday Party.

Lífið
Fréttamynd

Árni Ólafur er látinn

Árni Ólafur Ásgeirsson leikstjóri er látinn, 49 ára að aldri, í kjölfar alvarlegra veikinda. Árni lætur eftir sig eiginkonu og son.

Innlent
Fréttamynd

Sigurður Pétursson er látinn

Sigurður Pétursson, þrefaldur Íslandsmeistari í golfi, golfkennari og fararstjóri, er látinn sextugur að aldri. Sigurður lést í gærmorgun að því er segir í tilkynningu frá fjölskyldu hans á Facebook.

Innlent
Fréttamynd

Forseti Tjad féll í átökum við uppreisnarmenn

Idriss Deby, forseti Tjad, er dáinn. Hann er sagður hafa dáið vegna sára sem hann hlaut þegar hann heimsótti víglínu hers Tjad og uppreisnarmanna í norðurhluta landsins. Upplýsingar um dauða forsetans eru enn á reiki.

Erlent
Fréttamynd

Filippus prins borinn til grafar

Filippus prins, maki Elísabetar Bretadrottningar, var borinn til grafar í dag. Fjöldi þeirra sem sóttu jarðarförina var takmarkaður við þrjátíu vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar en sýnt var frá athöfninni í beinni útsendingu.

Erlent