Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Samúel Karl Ólason skrifar 29. janúar 2025 20:12 Donald Trump segir að hægt verði að senda þrjátíu þúsund manns í fangabúðir á Kúbu. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í kvöld að hann ætli sér að gefa út forsetatilskipun um að reisa fangabúðir í Guantánamoflóa á Kúbu. Þangað ætli hann svo að senda farand- og flóttafólk sem heldur ólöglega til í Bandaríkjunum. Þessa skipun ætlar Trump að skrifa undir seinna í kvöld og segist hann ætla að senda „verstu“ afbrotamennina þangað. „Sumir þeirra eru svo slæmir að við treystum ekki einu sinni heimalöndum þeirra til að taka við þeim,“ sagði Trump. „Við viljum ekki að þeir komi aftur svo við ætlum að senda þá til Guantánamo.“ Trump: Today I'm also signing an executive order to instruct the departments of defense and homeland security to begin preparing the 30,000 person migrant facility at Guantanamo Bay pic.twitter.com/2gBXWK4hFz— Acyn (@Acyn) January 29, 2025 Bandaríkjamenn hafa um árabil rekið herfangelsi í Guantánamo á Kúbu og hafa margir meintir hryðjuverkamenn verið fluttir þangað og dúsað þar án dóms og laga á síðustu tveimur áratugum og rúmlega það. Barack Obama reyndi að loka fangelsinu í hans forsetatíð en Donald Trump stöðvaði það. Joe Biden tók svo við keflinu af Obama og fækkaði föngum þar verulega. Fangelsið er hluti af flotastöð Bandaríkjanna á sunnanverðri Kúbu en þegar mest lét voru þar um átta hundruð fangar. Nú eru þeir fimmtán. Sjá einnig: Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Á blaðamannafundi í aðdraganda þess að Trump skrifaði undir lög sem nefnd eru í höfuð ungrar konu sem myrt var af manni frá Venesúela, tilkynnti forsetinn ætlanir sínar með Guantánamo. Þá sagði hann að fangabúðirnar eiga að geta hýst þrjátíu þúsund manns. Lögin sem Trump skrifaði undir í kvöld gera yfirvöldum Í Bandaríkjunum auðveldar að vísa farandfólki sem fremur brot úr landi. Það felur einnig í sér hertar aðgerðir á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Sjá einnig : Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Samkvæmt lögunum verður hægt að senda innflytjendur sem eru án leyfis í Bandaríkjunum úr landi, og þá væntanlega til Kúbu, ef þau eru sökuð um þjófnað eða ofbeldisglæpi. Ekki er nauðsynlegt að dæma þá fyrst. Bandaríkin Donald Trump Kúba Flóttamenn Tengdar fréttir Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur fellt úr gildi minnisblað um að stöðva tímabundið allar styrkveitingar alríkisins í Bandaríkjunum. Minnisblaðið var gefið út fyrir minna en tveimur sólarhringum og leiddi til mikillar óreiðu og óvissu í Bandaríkjunum. 29. janúar 2025 19:07 Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Stofnanir Sameinuðu þjóðanna huga nú að því að draga saman seglin í alþjóðlegu hjálparstarfi í kjölfar þess að stjórnvöld í Bandaríkjunum ákváðu að frysta alla erlenda aðstoð í 90 daga. 29. janúar 2025 08:12 Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Svo virðist sem ekkert verði úr hótunum Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að setja 25 prósenta refsitoll á allar vörur frá Kólumbíu. 27. janúar 2025 06:51 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Sjá meira
Þessa skipun ætlar Trump að skrifa undir seinna í kvöld og segist hann ætla að senda „verstu“ afbrotamennina þangað. „Sumir þeirra eru svo slæmir að við treystum ekki einu sinni heimalöndum þeirra til að taka við þeim,“ sagði Trump. „Við viljum ekki að þeir komi aftur svo við ætlum að senda þá til Guantánamo.“ Trump: Today I'm also signing an executive order to instruct the departments of defense and homeland security to begin preparing the 30,000 person migrant facility at Guantanamo Bay pic.twitter.com/2gBXWK4hFz— Acyn (@Acyn) January 29, 2025 Bandaríkjamenn hafa um árabil rekið herfangelsi í Guantánamo á Kúbu og hafa margir meintir hryðjuverkamenn verið fluttir þangað og dúsað þar án dóms og laga á síðustu tveimur áratugum og rúmlega það. Barack Obama reyndi að loka fangelsinu í hans forsetatíð en Donald Trump stöðvaði það. Joe Biden tók svo við keflinu af Obama og fækkaði föngum þar verulega. Fangelsið er hluti af flotastöð Bandaríkjanna á sunnanverðri Kúbu en þegar mest lét voru þar um átta hundruð fangar. Nú eru þeir fimmtán. Sjá einnig: Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Á blaðamannafundi í aðdraganda þess að Trump skrifaði undir lög sem nefnd eru í höfuð ungrar konu sem myrt var af manni frá Venesúela, tilkynnti forsetinn ætlanir sínar með Guantánamo. Þá sagði hann að fangabúðirnar eiga að geta hýst þrjátíu þúsund manns. Lögin sem Trump skrifaði undir í kvöld gera yfirvöldum Í Bandaríkjunum auðveldar að vísa farandfólki sem fremur brot úr landi. Það felur einnig í sér hertar aðgerðir á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Sjá einnig : Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Samkvæmt lögunum verður hægt að senda innflytjendur sem eru án leyfis í Bandaríkjunum úr landi, og þá væntanlega til Kúbu, ef þau eru sökuð um þjófnað eða ofbeldisglæpi. Ekki er nauðsynlegt að dæma þá fyrst.
Bandaríkin Donald Trump Kúba Flóttamenn Tengdar fréttir Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur fellt úr gildi minnisblað um að stöðva tímabundið allar styrkveitingar alríkisins í Bandaríkjunum. Minnisblaðið var gefið út fyrir minna en tveimur sólarhringum og leiddi til mikillar óreiðu og óvissu í Bandaríkjunum. 29. janúar 2025 19:07 Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Stofnanir Sameinuðu þjóðanna huga nú að því að draga saman seglin í alþjóðlegu hjálparstarfi í kjölfar þess að stjórnvöld í Bandaríkjunum ákváðu að frysta alla erlenda aðstoð í 90 daga. 29. janúar 2025 08:12 Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Svo virðist sem ekkert verði úr hótunum Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að setja 25 prósenta refsitoll á allar vörur frá Kólumbíu. 27. janúar 2025 06:51 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Sjá meira
Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur fellt úr gildi minnisblað um að stöðva tímabundið allar styrkveitingar alríkisins í Bandaríkjunum. Minnisblaðið var gefið út fyrir minna en tveimur sólarhringum og leiddi til mikillar óreiðu og óvissu í Bandaríkjunum. 29. janúar 2025 19:07
Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Stofnanir Sameinuðu þjóðanna huga nú að því að draga saman seglin í alþjóðlegu hjálparstarfi í kjölfar þess að stjórnvöld í Bandaríkjunum ákváðu að frysta alla erlenda aðstoð í 90 daga. 29. janúar 2025 08:12
Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Svo virðist sem ekkert verði úr hótunum Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að setja 25 prósenta refsitoll á allar vörur frá Kólumbíu. 27. janúar 2025 06:51