Umdeildur tæknifrömuður fannst látinn í fangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 23. júní 2021 19:57 John McAfee var þekktastur fyrir veiruvarnarforrit sem er kennt við hann. AP/Ng Han Guan John McAfee, bandaríski tæknifrömuðurinn, fannst látinn í fangaklefa sínum á Spáni skömmu eftir að þarlendur dómstóll heimilaði framsal hans til Bandaríkjanna. McAfee átti að hafa falið sig um tíma á Dalvík þegar hann var á flótta. Reuters-fréttastofan hefur eftir dómsmálaráðuneyti sjálfstjórnarhéraðsins Katalóníu að allt bendi til þess að McAfee hafi stytt sér aldur í fangelsinu í Barcelona. Hann átt yfir höfði sér framsal til Bandaríkjanna þar sem hann er sakaður um skattsvik. McAfee, sem var 75 ára gamall, var frumkvöðull í veiruvarnarforritum en þeim geira hefur síðan vaxið fiskur um hrygg. Hann hefur átt skrautlegan feril og er sakaður um fjölda afbrota í nokkrum löndum. Bandarísk yfirvöld sökuðu McAfee um að skila ekki skattskýrslum í fjögur ár þrátt fyrir að hann hefði þénað milljónir dollara vegna ráðgjafarstarfa, ræðuhalda, fjárfestinga í rafmyntum og sölu á réttindum á ævisögu sinni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Árið 2019 gaf McAfee í skyn að hann hefði falið sig á Dalvík um hríð. Þá hafði hann verið á flótta eftir að hann var bendlaður við morð á nágranna sínum í Mið-Ameríkulandinu Belís árið 2012. Hann var handtekinn í Dóminíska lýðveldinu fyrr um árið 2019 vegna vopnalagabrota og sagðist hann í kjölfarið ætla að fara huldu höfði. Eigandi húss á Dalvík þar sem McAfee átti að hafa dvalið efaðist um frásögn McAfee og taldi líklegt að hann gæti hafa reynt að afvegaleiða yfirvöld um hvar hann héldi til. Spænsk yfirvöld handtóku McAfee í október. Hann hafði þá einnig verið kærður fyrir svik með rafmyntir í Bandaríkjunum. Fréttin verður uppfærð. Dalvíkurbyggð Spánn Bandaríkin Andlát Tengdar fréttir John McAfee ákærður fyrir að plata fólk til að fjárfesta í rafmynt Tæknifrumkvöðullinn John McAfee, sem er hvað þekktastur fyrir að hafa stofnað McAfee vírusvarnarfyrirtækið, hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir fjársvik og peningaþvætti. 6. mars 2021 14:07 McAfee handtekinn í Barcelona Tæknifrumkvöðullinn John McAfee hefur verið handtekinn í Barcelona á Spáni. McAfee, stofnandi vírusvarnarforrits sem kennt er við hann, er sakaður um umfangsmikið skattsvik í Bandaríkjunum og fyrir fjársvik í tengslum við rafmyntir. 6. október 2020 09:46 Eigandi hússins á Dalvík telur McAfee vera að afvegaleiða fólk Eigandi hússins á Dalvík þar sem velt er upp hvort eftirlýstur tæknifrumkvöðull hafi dvalið í felum segir það hreinlega ekki geta verið. Hún veltir því fyrir sér hvort verið sé að villa um fyrir þeim sem vilja hafa hendur í hári Bandaríkjamannsins. 9. september 2019 14:05 Man vel eftir McAfee en þó ekki John Gregorz Tomasz Maniakowski vaknaði við símtal í morgun og spurður út í fregnir af milljarðarmæringnum John McAfee sem virðist hafa farið huldu höfði á Dalvík í sumar. 6. september 2019 10:55 John McAfee virðist hafa falið sig á Dalvík Tæknifrumkvöðullinn John McAfee hefur verið á flótta frá 2012. 6. september 2019 07:48 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Reuters-fréttastofan hefur eftir dómsmálaráðuneyti sjálfstjórnarhéraðsins Katalóníu að allt bendi til þess að McAfee hafi stytt sér aldur í fangelsinu í Barcelona. Hann átt yfir höfði sér framsal til Bandaríkjanna þar sem hann er sakaður um skattsvik. McAfee, sem var 75 ára gamall, var frumkvöðull í veiruvarnarforritum en þeim geira hefur síðan vaxið fiskur um hrygg. Hann hefur átt skrautlegan feril og er sakaður um fjölda afbrota í nokkrum löndum. Bandarísk yfirvöld sökuðu McAfee um að skila ekki skattskýrslum í fjögur ár þrátt fyrir að hann hefði þénað milljónir dollara vegna ráðgjafarstarfa, ræðuhalda, fjárfestinga í rafmyntum og sölu á réttindum á ævisögu sinni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Árið 2019 gaf McAfee í skyn að hann hefði falið sig á Dalvík um hríð. Þá hafði hann verið á flótta eftir að hann var bendlaður við morð á nágranna sínum í Mið-Ameríkulandinu Belís árið 2012. Hann var handtekinn í Dóminíska lýðveldinu fyrr um árið 2019 vegna vopnalagabrota og sagðist hann í kjölfarið ætla að fara huldu höfði. Eigandi húss á Dalvík þar sem McAfee átti að hafa dvalið efaðist um frásögn McAfee og taldi líklegt að hann gæti hafa reynt að afvegaleiða yfirvöld um hvar hann héldi til. Spænsk yfirvöld handtóku McAfee í október. Hann hafði þá einnig verið kærður fyrir svik með rafmyntir í Bandaríkjunum. Fréttin verður uppfærð.
Dalvíkurbyggð Spánn Bandaríkin Andlát Tengdar fréttir John McAfee ákærður fyrir að plata fólk til að fjárfesta í rafmynt Tæknifrumkvöðullinn John McAfee, sem er hvað þekktastur fyrir að hafa stofnað McAfee vírusvarnarfyrirtækið, hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir fjársvik og peningaþvætti. 6. mars 2021 14:07 McAfee handtekinn í Barcelona Tæknifrumkvöðullinn John McAfee hefur verið handtekinn í Barcelona á Spáni. McAfee, stofnandi vírusvarnarforrits sem kennt er við hann, er sakaður um umfangsmikið skattsvik í Bandaríkjunum og fyrir fjársvik í tengslum við rafmyntir. 6. október 2020 09:46 Eigandi hússins á Dalvík telur McAfee vera að afvegaleiða fólk Eigandi hússins á Dalvík þar sem velt er upp hvort eftirlýstur tæknifrumkvöðull hafi dvalið í felum segir það hreinlega ekki geta verið. Hún veltir því fyrir sér hvort verið sé að villa um fyrir þeim sem vilja hafa hendur í hári Bandaríkjamannsins. 9. september 2019 14:05 Man vel eftir McAfee en þó ekki John Gregorz Tomasz Maniakowski vaknaði við símtal í morgun og spurður út í fregnir af milljarðarmæringnum John McAfee sem virðist hafa farið huldu höfði á Dalvík í sumar. 6. september 2019 10:55 John McAfee virðist hafa falið sig á Dalvík Tæknifrumkvöðullinn John McAfee hefur verið á flótta frá 2012. 6. september 2019 07:48 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
John McAfee ákærður fyrir að plata fólk til að fjárfesta í rafmynt Tæknifrumkvöðullinn John McAfee, sem er hvað þekktastur fyrir að hafa stofnað McAfee vírusvarnarfyrirtækið, hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir fjársvik og peningaþvætti. 6. mars 2021 14:07
McAfee handtekinn í Barcelona Tæknifrumkvöðullinn John McAfee hefur verið handtekinn í Barcelona á Spáni. McAfee, stofnandi vírusvarnarforrits sem kennt er við hann, er sakaður um umfangsmikið skattsvik í Bandaríkjunum og fyrir fjársvik í tengslum við rafmyntir. 6. október 2020 09:46
Eigandi hússins á Dalvík telur McAfee vera að afvegaleiða fólk Eigandi hússins á Dalvík þar sem velt er upp hvort eftirlýstur tæknifrumkvöðull hafi dvalið í felum segir það hreinlega ekki geta verið. Hún veltir því fyrir sér hvort verið sé að villa um fyrir þeim sem vilja hafa hendur í hári Bandaríkjamannsins. 9. september 2019 14:05
Man vel eftir McAfee en þó ekki John Gregorz Tomasz Maniakowski vaknaði við símtal í morgun og spurður út í fregnir af milljarðarmæringnum John McAfee sem virðist hafa farið huldu höfði á Dalvík í sumar. 6. september 2019 10:55
John McAfee virðist hafa falið sig á Dalvík Tæknifrumkvöðullinn John McAfee hefur verið á flótta frá 2012. 6. september 2019 07:48