
Landhelgisgæslan

Tvö vélsleðaslys í Kerlingarfjöllum á einum sólarhring
Þyrla Landhelgisgæslunnar sækir nú konu sem slasaðist í vélsleðaferð í Kerlingarfjöllum. Sambærilegt slys átti sér stað í Kerlingarfjöllum síðdegis í gær.

Göngumaðurinn fannst látinn
Göngumaður sem björgunarsveitir frá Hvolsvelli og Hellu leituðu á Fimmvörðuhálsi fannst látinn í dag. Frá þessu er greint í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi.

Áhöfn þyrlunnar fann týndan mann á Fimmvörðuhálsi
Björgunarsveitir voru kallaðar út í dag til að leita að týndum göngumanni á Fimmvörðuhálsi í dag. Sveitir frá Hvolsvelli og Hellu voru kallaðar út, auk annarra af Suðurlandi og stóð til að notast við hunda við leitina.

Lýsisskip strandaði í Fáskrúðsfirði
Erlent lýsisflutningaskip strandaði í Fáskrúðsfirði í dag. Verið var að sigla skipinu úr höfn þegar stýri þess bilaði á þriðja tímanum í dag. Skipið losnaði þó af strandstað fyrir eigin vélarafli.

Barn flutt með þyrlu eftir hestaslys
Þyrla Landhelgisgæslunnar var í dag kölluð út vegna hestaslyss í uppsveitum Árnessýslu, sem þótti þá vera alvarlegt. Barn hafði þar lent í slysi.

Áhöfn seglskútu lýsti yfir neyðarástandi í hvassviðri
Þyrla Landhelgisgæslunnar og björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Ísafirði og Bolungarvík voru kölluð út á fjórða tímanum í dag þegar áhöfn seglskútu tilkynnti að hún væri stjórnvana skammt undan Straumnesi á Vestfjörðum.

Stjórnvana skúta sendi neyðarboð
Landhelgisgæslan sinnir nú útkalli vegna vélarvana eða stjórnvana báts vestan af landinu. Þyrla gæslunnar heldur nú að bátnum.

„Fullt af fólki sem ber hlýjar tilfinningar til þessarar björgunarþyrlu“
Það var mikið um að vera í flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli í morgun þegar flutningur fyrstu stóru björungarþyrlu Íslendinga á Flugsafn Íslands á Akureyri var undirbúinn. Benóný Ásgrímsson fyrrverandi flugstjóri Landhelgisgæslunnar segir komu þyrlunnar til landsins, fyrir nærri þremur áratugum, hafa verið gríðarlegt framfaraskref.

Ekið með björgunarþyrlu til Akureyrar
Fyrsta stóra björgunarþyrla Íslendinga TF-LIF verður í dag flutt úr flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli á Flugsafn Íslands á Akureyri. Lagt var af stað með þyrluna frá flugskýlinu á tólfta tímanum en búist er við að ferðin taki sex tíma.

Fluttu slasaðan mann eftir bílslys nærri Gullfossi
Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar flutti í dag mann á sjúkrahús eftir bílveltu á Kjalvegi, norður af Gullfossi. Áhöfnin var við hefðbundnar æfingar og á svæðinu þegar útkallið barst.

Hætta leit að bíl í Þingvallavatni
Viðbragðsaðilar hafa ákveðið að hætta leit við vestanvert Þingvallavatn, en lögreglu barst tilkynning um klukkan ellefu í dag um að bíll hefði farið ofan í og niður um ís.

Leit stendur yfir eftir að tilkynnt var um bíl í Þingvallavatni
Björgunarsveitir, lögreglumenn af Suðurlandi, slökkviliðsmenn frá Brunavörnu Árnessýslu og þyrla Landhelgisgæslunnar eru nú að störfum við Þingvallavatn eftir að tilkynnt var um að bíll hafi farið í vatnið, sem er ísilagt að hluta.

Þyrlan sótti tvo slasaða vélsleðamenn í sömu ferðinni
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út fyrr í kvöld vegna manns sem hafði slasast á fæti á vélsleða við Eyjafjörð og þegar verið var að sækja hann barst annað útkall vegna manns sem hafði slasast á vélsleða hinum megin við Eyjafjörð. Þeir voru báður sóttir og fluttir á sjúkrahús.

Við þurfum á Reykjavíkurflugvelli að halda
Hvort sem okkur líkar betur eða verr er staðreyndin sú að eldgosatímabil er hafið á Reykjanesskaga, tímabil sem talið er að geti staðið í upp undir 400 ár. Þessi breytta sviðsmynd neyðir okkur til þess að breyta fyrri plönum og taka nýjar ákvarðanir.

Féll útbyrðis þegar eldur kviknaði í vélarrúmi
Einn maður úr þriggja manna áhöfn léttabáts Herjólfs féll útbyrðis þegar eldur varð laus í vélarrúmi bátsins. Þegar björgunarskipið Þór kom á staðinn hafði hinum tveimur tekist að hífa manninn um borð og slökkva eldinn með slökkvikerfi í vélarrúmi hans.

Segir Zodiac hafa hirt greiðsluna upp í eldri skuld
Lúther Gestsson, fyrirsvarsmaður félagsins Knarrarvogs ehf (Sportbátar) er afar ósáttur við fjölmiðlaumfjöllun þar sem greint hefur verið frá því að Björgunarsveit Skagfirðingasveit hafi verið hlunnfarin um andvirði heils Zodiac-báts og um tæki að andvirði níu milljóna.

Varðskip og þyrla í viðbragðsstöðu á Reykjanesi
Varðskipið Freyja auk þyrlu Landhelgisgæslunnar verða til staðar á Reykjanesi. Þar verða sveitir Landhelgisgæslunnar til taks fyrir almannavarnir ef þurfa þykir.

Landhelgisgæslan greiddi Sportbátum tæpar þrjár milljónir
Landhelgisgæslan greiddi fyrirtækinu Sportbátum tæpar þrjár milljónir inn á Zodiak-bát fyrir sjómælingaskipið Baldur í nóvember í fyrra. Fyrirtækið er sagt hafa snuðað björgunarsveitina Skagfirðingasveit um níu milljónir.

Gengið of nærri björgunarsveitum
Gengið hefur verið of nærri björgunarsveitum og efla þarf aðra viðbragðsaðila í almannavarnakerfinu, að mati þingmanns Pírata. Sérstök umræða um almannavarnir og áfallaþol Íslands fer fram á Alþingi í dag.

Önnuðust krefjandi útkall á hafi
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar annaðist krefjandi útkall á haf út í slæmu veðri í gærkvöldi. Óskað var eftir aðstoð þyrlusveitarinnar vegna veikinda sem upp komu í togara sem var á veiðum um 20 sjómílur út af Ísafjarðardjúpi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni sem birt var á Facebook-síðu þeirra í morgun.

Alvarlegt slys á Suðurlandi
Alvarlegt umferðarslys varð við Sólheimasand á Suðurlandsvegi skömmu fyrir klukkan sjö í kvöld. Búið er að loka veginum og hefur þyrla Landhelgisgæslunnar verið send á vettvang, í mesta forgangi.

Héldu að þyrlan væri að fara í sjóinn
„Við héldum að vélin væri að fara, það var bara þannig. Við værum bara búnir að missa hana,“ segir Auðunn Kristinsson, sem var sigmaður á TF-LÍF þegar áhöfn hennar var að bjarga átta aðframkomnum varðskipsmönnum af Triton úr foráttubrimi á strandstað Wilson Muga suður af Sandgerði í desember 2006.

Sprungur í Grindavík geti komið í ljós næstu mánuði og ár
Aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna Grindavíkur verða kynntar á morgun. Landris mælist enn í Svartsengi og land hefur ekki mælst hærra. Þyrla Landhelgisgæslunnar var notuð til að koma rafmagni á í Grindavík í dag.

Kallaðar út vegna vélsleðaslyss við Hamragarðaheiði
Björgunarsveitir á Suðurlandi hafa verið kallaðar út vegna konu sem slasaðist í vélsleðaslysi á Hamragarðaheiði vestan við Eyjafjallajökul, skömmu eftir hádegi í dag.

Tár á hvarmi þegar hetjan úr þyrlunni birtist óvænt
,,Bjargvætturinn minn,“ sagði Ingvi Hallgrímsson hrærður þegar honum var komið á óvart með því að fá að faðma Benóný Ásgrímsson þyrluflugstjóra sem bjargaði honum úr bráðum lífsháska.

Þyrlan flaug yfir Grindavík
Vísir var í beinni útsendingu frá þyrlu Landhelgisgæslunnar sem flaug yfir gosstöðvarnar norðan við Grindavík í morgun.

Myndir úr eftirlitsflugi Landhelgisgæslunnar
Vísindamenn eru í eftirlitsflugi með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Myndir teknar úr þyrlunni benda til þess að gossprunga sé opin beggja megin varnargarðs norðan Grindavíkur.

Börn voru í hinum bílnum
Lögregla á Suðurlandi rannsakar enn tildrög banaslyss sem varð á þjóðveginum við Skaftafell í gærmorgun. Börn eru á meðal þeirra sex sem flutt voru með þyrlu á Landspítalann í Fossvogi eftir slysið.

Tveir létust í slysinu
Tveir erlendir ferðamenn létust í alvarlegu umferðarslysi sem varð laust fyrir klukkan tíu í morgun á Þjóðvegi 1 skammt vestan við afleggjarann að Skaftafelli. Tvær bifreiðar sem komu úr gagnstæðum áttum skullu saman, en mikil ísing var á vettvangi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi.

Sex fluttir með þyrlum til Reykjavíkur
Sex af þeim átta sem slösuðust í árekstri á hringveginum nærri Svínafellsjökli eru á leiðinni til Reykjavíkur með tveimur þyrlum Landhelgisgæslunnar. Von er á þeim á Landspítalann í Fossvogi upp úr klukkan eitt.