Greint var frá útkallinu í gær og þá sagði Ásmundur Kristinn Ásmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Vesturlandi, að verið væri að vinna í málinu en gaf ekki upp um hvers konar slys hafi verið að ræða.
Í samtali við Vísi í dag segir Ásmundur að slysið hafi verið alvarlegt og að send verði tilkynning þegar rannsókn á því er lokið.
Inntur eftir svörum um hvort um banaslys hafi verið að ræða, í ljósi þess að þyrlunni hafi verið snúið við, segir hann ekki tímabært að greina frá því.
„Þetta er lítið samfélag í Stykkishólmi.“