Áhöfn smábáts sem strandaði hífð upp í þyrlu Kjartan Kjartansson skrifar 28. október 2024 09:25 Báturinn á strandstað í mynni Súgandafjarðar í morgun. Myndin er tekin úr þyrlu Landhelgisgæslunnar. Landhelgisgæslan Tveir menn sem voru um borð í smábát sem strandaði í utanverðum Súgandafirði í morgun voru hífðir upp í þyrlu Landhelgisgæslunnar og fluttir til Suðureyrar í morgun. Báturinn situr enn fastur á strandstaðnum. Tilkynning um strandið barst um klukkan sex í morgun. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að lítill fiskibátur hafi strandað í vestanverðu mynni Súgandafjarðar, nálægt Galtarvita. Björgunarsveitir frá Suðureyri, Flateyri, Ísafirði og Bolungarvík voru sendar til aðstoðar. Þyrla Landhelgisgæslunnar var jafnframt kölluð út á hæsta forgangi. Björgunarsveitarfólk aðstoðaði bátverjana tvo í land, að því er kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Enginn akvegur er þar sem báturinn strandaði og segir Jón Þór að björgunarsveitarfólk frá Suðureyri hafi því farið gangandi þangað þaðan sem vegurinn endar áleiðis að Galtarvita. Báturinn í fjörunni í Súgandafirði í morgun.Landsbjörg Sæmilegt veður var á strandstað en nokkur alda sem lamdi bátinn. Óráð þótti að lenda slöngubát á strandstaðnum og taka skipbrotsmennina um borð. Tveir björgunarsveitarmenn komust í land með slöngubát og gengu þeir að strandstað og náðu að aðstoða bátsverjana tvo. Mennirnir tveir voru nokkuð vel á sig komnir og töldu sig geta gengið til Suðureyrar eða þangað sem hægt væri að sækja þá á bíl. Þyrla Gæslunnar var þá komin langleiðina á staðinn og því ákveðið að hún hífði þá um borð. Lögreglan tók svo á móti mönnunum á Suðureyri til þess að taka af þeim skýrslu. Freista á þess að koma bátnum á flot með aðstoð björgunarskipar á háflóði um klukkan 17:00 í dag. Lögreglan á Vestfjörðum og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka strandið. Fréttin hefur verið uppfærð. Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Sjávarútvegur Ísafjarðarbær Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Tilkynning um strandið barst um klukkan sex í morgun. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að lítill fiskibátur hafi strandað í vestanverðu mynni Súgandafjarðar, nálægt Galtarvita. Björgunarsveitir frá Suðureyri, Flateyri, Ísafirði og Bolungarvík voru sendar til aðstoðar. Þyrla Landhelgisgæslunnar var jafnframt kölluð út á hæsta forgangi. Björgunarsveitarfólk aðstoðaði bátverjana tvo í land, að því er kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Enginn akvegur er þar sem báturinn strandaði og segir Jón Þór að björgunarsveitarfólk frá Suðureyri hafi því farið gangandi þangað þaðan sem vegurinn endar áleiðis að Galtarvita. Báturinn í fjörunni í Súgandafirði í morgun.Landsbjörg Sæmilegt veður var á strandstað en nokkur alda sem lamdi bátinn. Óráð þótti að lenda slöngubát á strandstaðnum og taka skipbrotsmennina um borð. Tveir björgunarsveitarmenn komust í land með slöngubát og gengu þeir að strandstað og náðu að aðstoða bátsverjana tvo. Mennirnir tveir voru nokkuð vel á sig komnir og töldu sig geta gengið til Suðureyrar eða þangað sem hægt væri að sækja þá á bíl. Þyrla Gæslunnar var þá komin langleiðina á staðinn og því ákveðið að hún hífði þá um borð. Lögreglan tók svo á móti mönnunum á Suðureyri til þess að taka af þeim skýrslu. Freista á þess að koma bátnum á flot með aðstoð björgunarskipar á háflóði um klukkan 17:00 í dag. Lögreglan á Vestfjörðum og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka strandið. Fréttin hefur verið uppfærð.
Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Sjávarútvegur Ísafjarðarbær Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira