Áhöfn smábáts sem strandaði hífð upp í þyrlu Kjartan Kjartansson skrifar 28. október 2024 09:25 Báturinn á strandstað í mynni Súgandafjarðar í morgun. Myndin er tekin úr þyrlu Landhelgisgæslunnar. Landhelgisgæslan Tveir menn sem voru um borð í smábát sem strandaði í utanverðum Súgandafirði í morgun voru hífðir upp í þyrlu Landhelgisgæslunnar og fluttir til Suðureyrar í morgun. Báturinn situr enn fastur á strandstaðnum. Tilkynning um strandið barst um klukkan sex í morgun. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að lítill fiskibátur hafi strandað í vestanverðu mynni Súgandafjarðar, nálægt Galtarvita. Björgunarsveitir frá Suðureyri, Flateyri, Ísafirði og Bolungarvík voru sendar til aðstoðar. Þyrla Landhelgisgæslunnar var jafnframt kölluð út á hæsta forgangi. Björgunarsveitarfólk aðstoðaði bátverjana tvo í land, að því er kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Enginn akvegur er þar sem báturinn strandaði og segir Jón Þór að björgunarsveitarfólk frá Suðureyri hafi því farið gangandi þangað þaðan sem vegurinn endar áleiðis að Galtarvita. Báturinn í fjörunni í Súgandafirði í morgun.Landsbjörg Sæmilegt veður var á strandstað en nokkur alda sem lamdi bátinn. Óráð þótti að lenda slöngubát á strandstaðnum og taka skipbrotsmennina um borð. Tveir björgunarsveitarmenn komust í land með slöngubát og gengu þeir að strandstað og náðu að aðstoða bátsverjana tvo. Mennirnir tveir voru nokkuð vel á sig komnir og töldu sig geta gengið til Suðureyrar eða þangað sem hægt væri að sækja þá á bíl. Þyrla Gæslunnar var þá komin langleiðina á staðinn og því ákveðið að hún hífði þá um borð. Lögreglan tók svo á móti mönnunum á Suðureyri til þess að taka af þeim skýrslu. Freista á þess að koma bátnum á flot með aðstoð björgunarskipar á háflóði um klukkan 17:00 í dag. Lögreglan á Vestfjörðum og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka strandið. Fréttin hefur verið uppfærð. Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Sjávarútvegur Ísafjarðarbær Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Tilkynning um strandið barst um klukkan sex í morgun. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að lítill fiskibátur hafi strandað í vestanverðu mynni Súgandafjarðar, nálægt Galtarvita. Björgunarsveitir frá Suðureyri, Flateyri, Ísafirði og Bolungarvík voru sendar til aðstoðar. Þyrla Landhelgisgæslunnar var jafnframt kölluð út á hæsta forgangi. Björgunarsveitarfólk aðstoðaði bátverjana tvo í land, að því er kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Enginn akvegur er þar sem báturinn strandaði og segir Jón Þór að björgunarsveitarfólk frá Suðureyri hafi því farið gangandi þangað þaðan sem vegurinn endar áleiðis að Galtarvita. Báturinn í fjörunni í Súgandafirði í morgun.Landsbjörg Sæmilegt veður var á strandstað en nokkur alda sem lamdi bátinn. Óráð þótti að lenda slöngubát á strandstaðnum og taka skipbrotsmennina um borð. Tveir björgunarsveitarmenn komust í land með slöngubát og gengu þeir að strandstað og náðu að aðstoða bátsverjana tvo. Mennirnir tveir voru nokkuð vel á sig komnir og töldu sig geta gengið til Suðureyrar eða þangað sem hægt væri að sækja þá á bíl. Þyrla Gæslunnar var þá komin langleiðina á staðinn og því ákveðið að hún hífði þá um borð. Lögreglan tók svo á móti mönnunum á Suðureyri til þess að taka af þeim skýrslu. Freista á þess að koma bátnum á flot með aðstoð björgunarskipar á háflóði um klukkan 17:00 í dag. Lögreglan á Vestfjörðum og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka strandið. Fréttin hefur verið uppfærð.
Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Sjávarútvegur Ísafjarðarbær Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira