Vongóð um að finna fjársjóð sem sökk fyrir nokkur hundruð árum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. desember 2024 14:04 Steinunn Kristjánsdóttir fornleifafræðingur leiðir rannsóknarverkefni sem miðar að því að finna skip sem fórst úti fyrir Langanesi á sautjándu öld og talið er geyma verðmæt handrit. Vísir/samsett Undirbúningur er hafinn að leit að flutningaskipi sem fórst í ofsaveðri úti fyrir Langanesi á sautjándu öld og talið er varðveita merkileg handrit og önnur verðmæti. Fornleifafræðingur sem leiðir rannsóknina segist bjartsýn á að skipið finnist en það er sagt kunna að geyma verðmætasta farm sem farið hefur niður á hafsbotn frá Íslandi. Þegar hafa komið fram sterkar vísbendingar um hvar skipið gæti verið að finna. Fjallað er um verkefnið á heimasíðu Háskóla Íslands en það var haustið 1682 sem flutningaskipið Höfðaskip fórst í ofsaveðri úti fyrir Langanesi með alla skipsverja innanborðs. Um borð voru einnig íslensk handrit og aðrir dýrgripir. Skipið var á leið til Kaupmannahafnar en einn skipverja, Hannes Þorleifsson, var handritasafnari og var á leið með gripi og handrit til Danakonungs. Hófst í hálfgerðu gríni en varð að alvöru rannsókn Steinunn Kristinsdóttir, prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands stýrir rannsókninni við leit að skipinu en hún hefur undanfarin ár verið að vinna á Þingeyrum í Húnaþingi við að grafa upp rústir klaustursins sem þar var en þar fór fram mikil handritagerð. Í ljós kom að handritasafnarinn Hannes bjó á Þingeyrum og var á leið með handrit til konungs þegar siglt var af stað frá Höfðaströnd fyrir rúmum 340 árum síðan. „Skipið komst aldrei til Kaupmannahafnar heldur sökk við Langanes. Þetta er sem sagt áður en Árni Magnússon byrjar að safna handritum þannig að það er mjög merkilegt. Og það eru nú margir sem hafa giskað á hvaða handrit eru þarna. En síðan var það nú hálfpartinn í gríni sem ég fór að segja að það væri nú gaman að leita að þessu skipi, að vera ekki að leita þarna á Þingeyrum heldur að leita að þessu skipi,“ útskýrir Steinnunn um aðdraganda þess ráðist var í verkefnið. „Ég talaði við neðansjávarfornleifafræðing og hann benti mér á að þetta væri mjög vel gerlegt.“ Rannsóknum neðansjávar hafi fleygt mjög fram á undanförnum árum og víða í nágrannalöndum skipsflök neðansjáfar verið rannsökuð með góðum árangri. Getur varðveist vel í hafi Skip á borð við það sem sökk hafi yfirleitt siglt meðfram ströndu og hafi sokkið þar en ekki langt á hafi úti. „Það hefur einmitt komið í ljós að svona skip varðveitast mjög vel og lífrænar leifar, eins og skinnhandritin, þetta er svona eins og eins konar saltpækill þannig það getur vel verið að það hafi varðveist,“ segir Steinunn. Verkefnið hefur hlotið styrk til þriggja ára en fyrsta skrefið að sögn Steinunnar er að kortleggja svæðið við Langanes og búið er þegar að merkja inn lítil svæði sem á að skoða nánar. Næsta sumar á að fara með fjölgeislamæla og skoða svæðið frá yfirborði sjávar en þriðja sumarið er síðan stefnt að því að kafa niður að líklegum skipsflökum. „Markmiðið er að reyna að finna flakið og staðsetja það, og finnist það þá held ég að það sé nú bara sögulegur viðburður. Og í framhaldi af því á að taka ákvörðun um hvort það sé þess virði að grafa það upp. Það er væntanlega á kafi í sandi og þara og þess háttar, og skoða það nánar,“ segir Steinunn. Árni Magnússon sjálfur áhugasamur um handritin Auk skinnhandrita er talið að aðrir gripir um borð. „Það er nú líka sagt að það hafi aldrei eins dýr farmur farið niður á hafsbotn frá Íslandi.“ Nokkrir fræðimenn og handritasérfræðingar hafi reynt að giska á það hvaða handrit kunni að leynast í flakinu. Meðal annars er talið að afrit af Sturlungu hafi farið niður með skipinu en móðir Hannesar átti slík afrit. „En þetta eru örugglega miðaldahandrit og meira að segja Árni Magnússon sjálfur velti því mikið fyrir sér hvaða handrit höfðu tapast þarna. En þau eru væntanlega í kistum, þetta var flutt í stórum koffortum, þannig að þau ættu ekki að vera laus. Þannig ef að skipið finnst og það finnast kistur þá væri alveg rík ástæða finnst mér að skoða það nánar,“ segir Steinunn. Hafa þegar fundið líklegt flak Sjálf segist hún vera nokkuð bjartsýn um að það takist að finna skipið. „Það er eitt flak þarna sem að okkur finnst að gæti komið til greina. Þetta var sennilega skúta, tví- eða þrímastra og það er þarna flak með mastri. Þannig að við erum bjartsýn en við vitum ekki. En vandamálið við eins og Langanes og fleiri svæði á Íslandi, Snæfellsnes og fleiri svæði, er að það eru náttúrlega svo mörg flök. Þetta eru eins og skipakirkjugarðar,“ útskýrir Steinunn. Þess vegna sé meðal annars unnið að því að komast betur að því um hvernig nákvæmlega skipið var. „Það eru til ágætar heimildir um það.“ „Við erum mjög spennt og ánægð,“ segir Steinunn sem fagnar því einnig að Landhelgisgæslan hafi sýnt því áhuga að aðstoða við leitina, en gæslan býr yfir ýmiss konar búnaði sem gæti nýst við leitina til viðbótar við tæki og búnað neðansjávarfornleifafræðingsins Ragnars Edvardssonar hjá Rannsóknarsetri Háskóla Íslands á Vestfjörðum. „Kannski finnum við ekki neitt en mér finnst þetta þess virði, að leita að þessu.“ Fornminjar Langanesbyggð Háskólar Landhelgisgæslan Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Fjallað er um verkefnið á heimasíðu Háskóla Íslands en það var haustið 1682 sem flutningaskipið Höfðaskip fórst í ofsaveðri úti fyrir Langanesi með alla skipsverja innanborðs. Um borð voru einnig íslensk handrit og aðrir dýrgripir. Skipið var á leið til Kaupmannahafnar en einn skipverja, Hannes Þorleifsson, var handritasafnari og var á leið með gripi og handrit til Danakonungs. Hófst í hálfgerðu gríni en varð að alvöru rannsókn Steinunn Kristinsdóttir, prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands stýrir rannsókninni við leit að skipinu en hún hefur undanfarin ár verið að vinna á Þingeyrum í Húnaþingi við að grafa upp rústir klaustursins sem þar var en þar fór fram mikil handritagerð. Í ljós kom að handritasafnarinn Hannes bjó á Þingeyrum og var á leið með handrit til konungs þegar siglt var af stað frá Höfðaströnd fyrir rúmum 340 árum síðan. „Skipið komst aldrei til Kaupmannahafnar heldur sökk við Langanes. Þetta er sem sagt áður en Árni Magnússon byrjar að safna handritum þannig að það er mjög merkilegt. Og það eru nú margir sem hafa giskað á hvaða handrit eru þarna. En síðan var það nú hálfpartinn í gríni sem ég fór að segja að það væri nú gaman að leita að þessu skipi, að vera ekki að leita þarna á Þingeyrum heldur að leita að þessu skipi,“ útskýrir Steinnunn um aðdraganda þess ráðist var í verkefnið. „Ég talaði við neðansjávarfornleifafræðing og hann benti mér á að þetta væri mjög vel gerlegt.“ Rannsóknum neðansjávar hafi fleygt mjög fram á undanförnum árum og víða í nágrannalöndum skipsflök neðansjáfar verið rannsökuð með góðum árangri. Getur varðveist vel í hafi Skip á borð við það sem sökk hafi yfirleitt siglt meðfram ströndu og hafi sokkið þar en ekki langt á hafi úti. „Það hefur einmitt komið í ljós að svona skip varðveitast mjög vel og lífrænar leifar, eins og skinnhandritin, þetta er svona eins og eins konar saltpækill þannig það getur vel verið að það hafi varðveist,“ segir Steinunn. Verkefnið hefur hlotið styrk til þriggja ára en fyrsta skrefið að sögn Steinunnar er að kortleggja svæðið við Langanes og búið er þegar að merkja inn lítil svæði sem á að skoða nánar. Næsta sumar á að fara með fjölgeislamæla og skoða svæðið frá yfirborði sjávar en þriðja sumarið er síðan stefnt að því að kafa niður að líklegum skipsflökum. „Markmiðið er að reyna að finna flakið og staðsetja það, og finnist það þá held ég að það sé nú bara sögulegur viðburður. Og í framhaldi af því á að taka ákvörðun um hvort það sé þess virði að grafa það upp. Það er væntanlega á kafi í sandi og þara og þess háttar, og skoða það nánar,“ segir Steinunn. Árni Magnússon sjálfur áhugasamur um handritin Auk skinnhandrita er talið að aðrir gripir um borð. „Það er nú líka sagt að það hafi aldrei eins dýr farmur farið niður á hafsbotn frá Íslandi.“ Nokkrir fræðimenn og handritasérfræðingar hafi reynt að giska á það hvaða handrit kunni að leynast í flakinu. Meðal annars er talið að afrit af Sturlungu hafi farið niður með skipinu en móðir Hannesar átti slík afrit. „En þetta eru örugglega miðaldahandrit og meira að segja Árni Magnússon sjálfur velti því mikið fyrir sér hvaða handrit höfðu tapast þarna. En þau eru væntanlega í kistum, þetta var flutt í stórum koffortum, þannig að þau ættu ekki að vera laus. Þannig ef að skipið finnst og það finnast kistur þá væri alveg rík ástæða finnst mér að skoða það nánar,“ segir Steinunn. Hafa þegar fundið líklegt flak Sjálf segist hún vera nokkuð bjartsýn um að það takist að finna skipið. „Það er eitt flak þarna sem að okkur finnst að gæti komið til greina. Þetta var sennilega skúta, tví- eða þrímastra og það er þarna flak með mastri. Þannig að við erum bjartsýn en við vitum ekki. En vandamálið við eins og Langanes og fleiri svæði á Íslandi, Snæfellsnes og fleiri svæði, er að það eru náttúrlega svo mörg flök. Þetta eru eins og skipakirkjugarðar,“ útskýrir Steinunn. Þess vegna sé meðal annars unnið að því að komast betur að því um hvernig nákvæmlega skipið var. „Það eru til ágætar heimildir um það.“ „Við erum mjög spennt og ánægð,“ segir Steinunn sem fagnar því einnig að Landhelgisgæslan hafi sýnt því áhuga að aðstoða við leitina, en gæslan býr yfir ýmiss konar búnaði sem gæti nýst við leitina til viðbótar við tæki og búnað neðansjávarfornleifafræðingsins Ragnars Edvardssonar hjá Rannsóknarsetri Háskóla Íslands á Vestfjörðum. „Kannski finnum við ekki neitt en mér finnst þetta þess virði, að leita að þessu.“
Fornminjar Langanesbyggð Háskólar Landhelgisgæslan Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira