„Sökum þess að það er töluverður burður og tiltölulega langt í næsta veg þannig að þess vegna var talin þörf á því að kalla út þyrluna,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Erfitt aðgengi sé að einstaklingnum.
Tvær björgunarsveitir á svæðinu hafi einnig verið kallaðar út samkvæmt Jóni Þóri Víglundssyni, upplýsingafulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Björgunarsveitin Víkverji sé mætt á staðinn og sjúklingurinn kominn í bíl.
Einstaklingurinn sem um ræðir er ferðamaður í íshellaferð á vegum ferðaskrifstofunar Tröll. Hópurinn var á gangi í átt að bílastæði eftir ferðina þegar ferðamaðurinn slasaðist.
Fréttin hefur verið uppfærð.