Í gær greindi lögregla frá því að mögulega hafi ferðamönnunum missýnst. Til að gæta fyllsta öryggis verði leit haldið áfram í dag.
„Ítarleg leit var gerð í gær með þyrlu Landhelgisgæslu að ísbjörnum er áttu að hafa sést við Laugafell norðaustur af Snæfelli. Leit var fyrirhuguð að nýju nú í morgunsárið en þyrla ekki tiltæk.
Lokaleit verður því gerð með dróna og þá sérstaklega litið til þess hvort för sjáist í snjó eða hjarni á þeim slóðum er birnirnir áttu að hafa sést,“ segir í tilkynniungunni sem Kristján Ólafur Guðnason yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi undirritar.
„Niðurstaða ætti að liggja fyrir síðar í dag,“ segir hann.