Skipulag

Fréttamynd

Dalakaffi víkur

Kaffihúsið Dalakaffi við upphaf gönguleiðar í Reykjadal inn af Hveragerði verður að víkja af staðnum.

Innlent
Fréttamynd

Ákvörðun Lilju um Víkurgarð á mánudag

Næstu skref í málefnum Víkurgarðs ráðast á mánudag þegar mennta- og menningarmálaráðherra þarf að taka ákvörðun um framhald skyndifriðunar. Fornminjanefnd tekur ekki undir með Minjastofnun.

Innlent
Fréttamynd

600 nemendur í dýrasta skóla Reykjanesbæjar

Nýr grunnskóli í Reykjanesbæ verður dýrasta framkvæmd sveitarfélagsins frá upphafi. Fullbyggður mun skólinn rúma ríflega 600 nemendur. Áætlaður heildarkostnaður er rúmir fimm milljarðar króna.

Innlent
Fréttamynd

Íbúar á Akureyri ósáttir við steypuframleiðslu

Íbúar í Giljahverfi á Akureyri mótmæla steypueiningaframleiðslu í hverfinu. Formaður hverfisnefndar segir að íbúar hafi áhyggjur af mengandi starfsemi nálægt byggð. Fulltrúi fyrirtækisins segir að það treysti sér til að hanna og byggja verksmiðju sem uppfylli skilyrði heilbrigðisyfirvalda.

Innlent
Fréttamynd

Hyggjast hópfjármagna hof eftir framúrkeyrslu

Bygging hofs Ásatrúarfélagsins í Öskjuhlíð er komin fram úr áætlun og mun kosta ríflega 140 milljónum meira en til stóð. Hópfjármögnun skoðuð til að ljúka verkinu en allsherjargoði hefur ávallt vonað að hofið rísi skuldlaust.

Innlent
Fréttamynd

Innviðagjald til skoðunar í fleiri sveitarfélögum

Innviðagjald er til skoðunar í fleiri sveitarfélögum en í Reykjavík segir formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Viðlíka gjald er innheimt í Urriðaholti í Garðabæ en hvorki í Hafnarfirði né Kópavogi.

Innlent
Fréttamynd

Verktakar sagðir veigra sér við að andmæla umdeildu gjaldi

Samtök iðnaðarins skoða hvernig taka eigi á því sem þau telja ólögmæt innviðagjöld sem innheimt eru hjá Reykjavíkurborg. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri samtakanna, segir verktaka veigra sér við að leita réttar síns af ótta við hvaða áhrif það kunni að hafa á framtíðarverkefni. Borgin sé í yfirburðastöðu.

Innlent
Fréttamynd

Segir útilistaverkið Pálmatré ekki dýrt

Safnstjóri Listasafns Reykjavíkur segir útilistaverkið Pálmatré sem varð hlutskarpast í samkeppni um útilistaverk ekki dýrt. Um sé að ræða afar metnaðarfullt verk sem muni hafa jákvæð áhrif á mannlíf á svæðinu. Kostnaður við það komi frá innviðagjöldum lóðahafa á svæðinu. Listamaðurinn fær tæpar fimmtán milljónir króna í sinn hlut fyrir uppsetningu, hönnun og eftirfylgni með verkinu.

Innlent
Fréttamynd

Pálmatré og 30 metra hár ljósastaur rísa í Vogabyggð

Listaverkið Pálmatré eftir þýska listamanninn Karinu Sanders, varð hlutskarpast í einni viðamestu samkeppni um útilistaverk sem efnt hefur verið til í Reykjavík. Verkið mun rísa í nýju hverfi Vogabyggðar en í umsögn dómnefndar segir að tillagan sé í senn "óvænt, skemmtileg og djörf.“

Innlent
Fréttamynd

Bæjarráðið jákvætt í garð alþjóðaflugvallar

Bæjarráð sveitarfélagsins Árborgar hefur lýst yfir jákvæðri afstöðu til þess að fram fari rannsóknir á "náttúrulegum, viðskiptalegum og lagalegum forsendum þess að alþjóðaflugvelli verði fundinn staður í Árborg,“ að því er fram kemur í fundargerð ráðsins.

Innlent
Fréttamynd

Leggur til að loka Miklubraut fyrir einkabíla

Björn Teitsson, meistaranemi í borgarfræðum við Bauhaus-Universität í Þýskalandi og fyrrverandi formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl, segir að með því að loka Miklubraut fyrir umferð einkabílsins gæti Reykjavíkurborg tekið hugrökkustu og bestu pólitísku ákvörðun í höfuðborginni nokkru sinni.

Innlent
Fréttamynd

Framkvæmdir fyrir 128 milljarða

Verklegar framkvæmdir tíu opinberra aðila sem kynntar voru á Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins í gær munu nema 128 milljörðum króna á árinu.

Innlent
Fréttamynd

Skúli fógeti loki hótelinu

Forstjóri Minjastofnunnar varaði hótelbyggjendur á Landsímareitnum við því að að Minjastofnun geti látið færa styttuna af Skúla fógeta og sett hana fyrir inngang hótelsins verði hann um Víkurgarð.

Innlent
Fréttamynd

15 milljónir fyrir 10 milljóna króna spildu

Vegagerðinni hefur verið gert að greiða tveimur landeigendum í Bláskógabyggð ríflega 7,8 milljónir króna fyrir eignarnám á spildum úr landi þeirra vegna endurbóta á Reykjavegi milli Biskupstungnabrautar og Laugarvatnsvegar.

Innlent